Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 2
LÖGREGLUFRÉTTIR RÉTTINDALAUS MEÐ FÍKNIEFNI Lögreglan í Reykjavík reyndi um fjögurleytið á laugardagsnótt að stöðva ökumann á Sæbraut sem ekki var á því að láta taka sig. Lögreglu tókst þó að hindra að hann styngi af. Reyndist maður- inn vera ölvaður, án ökuréttinda og þar að auki með lítilræði af fíkniefnum á sér sem útskýrir ef til vill tregðu hans. 70.000 Í SEKT Maður á þrítugs- aldri var stöðvaður á Hafnarfjarð- arveginum eftir að hafa mælst á 146 kílómetra hraða í gærmorgun. Var hann með bílinn fullan af fólki og að auki grunaður um ölv- un. Reikna má með því að maður- inn fái hátt í 70 þúsund króna sekt fyrir hraðaksturinn og enn hærri ef um ölvunarakstur var að ræða. ÞUNG UMFERÐ UM VESTUR- LANDSVEG Töluverð umferð var um Vesturlandsveg í gær og beindist hún mestmegnis suður. Að sögn lögreglunnar á Akranesi gekk umferðin stórslysalaust og keyrðu menn rólega enda um að gera að komast heilir heim. Ólöglegir innflytjendur: Fjöldi fær atvinnuleyfi SPÁNN, AP Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólög- legum innflytjend- um atvinnu- og bú- setuleyfi. Ákvörð- unin kemur í kjöl- far gagngerrar uppstokkunar í málefnum inn- flytjenda. Búist er við að ákvörðun stjórn- valda hafi mikil áhrif á velferðarkerfið. Jesus Caldera atvinnumálaráðherra sagði þetta verða til þess að tæp- lega 700 þúsund launþegar færð- ust af svörtum vinnumarkaði yfir á hinn opinbera. Skráðum launþeg- um fjölgar um fjögur prósent. ■ 2 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: fiingmenn s‡ni alvöru og heilindi SAMGÖNGUMÁL Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vik- unni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án veru- legra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlun- ina. Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokks og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi hefur deilt harkalega á þá staðreynd að höf- uðborgarsvæðið fær einungis fimmtung þess fjár sem verja á til vegaframkvæmda á næstu fjór- um árum. Hann hefur lagt fram eigin vegaáætlun sem tekin verð- ur til umræðu á þingi í vikunni. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir stuðningi við tillögur Gunn- ars. „Ég treysti því og trúi að þingmenn höfuðborgarsvæðisins horfi til þeirrar stöðu sem uppi er í samgöngumálum svæðisins og taki á þessum málum af alvöru og heilindum“, segir Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann segir tillögur Gunnars end- urspegla þær áherslur sem sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu tala fyrir. „Við leggjum áherslu á að tekið verði tillit til sjónarmiða okkar í málinu“, segir Lúðvík. - ssal Nýtt úrræði til staðar á Kleppi: Hjálpa á veiku fólki HEILBRIGÐISMÁL Sigursteinn Más- son, formaður Geðhjálpar, segir slys á borð við að fólki sé hleypt of snemma út af geðdeild allt of tíð. Hann segir ennfremur að nýju úrræði fyrir erfiðustu sjúklingana hafi verið komið á fót á Kleppsspítala. „Þegar mjög veiku fólki er vísað frá á þeim grundvelli að það sé of veikt á það aðeins um tvo möguleika að velja. Að lenda á götunni eða brjóta af sér í ör- væntingu og lenda í fangelsi. Þetta nýja úrræði á að koma í veg fyrir þessa hluti,“ segir Sig- ursteinn. „Oft er þetta fólk sem vísað er frá meðferðarheimilum vegna þess að það er talið vera of geðveikt og svo er því vísað frá geðdeildum vegna þess að það er talið eiga mestmegnis í vandræðum með vímuefni.“ Sigursteinn segir hópinn ekki stóran, um tuttugu einstaklinga, sem á við svona erfið veikindi að stríða. Hann segist hafa ný- lega setið á fundi með yfirmönn- um geðsviðs Landspítalans þar sem nýja úrræðið var kynnt og það eigi að nýtast erfiðustu sjúklingunum. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn ætli ekki að láta verkin tala. Það er lagaleg og siðferðisleg skylda hins opinbera að hjálpa þessu fólki.“ -fgg Sendur af ge›deild og rændi bílum Ungur ma›ur, sem var útskrifa›ur af ge›deild, rændi tveimur bílum me› flví a› hóta ökumönnum. Hann ók glæfraakstri flar til hann missti stjórn á ö›rum bílnum sen enda›i miki› skemmdur utanvega. Ma›urinn er á sjúkrahúsi. LÖGREGLUMÁL Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítal- ans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vestur- landsvegi, við Hlégarð í Mosfells- bæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bíl- stjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eft- ir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins veg- ar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Ósk- arsson, forstöðumaður í Hlaðgerð- arkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að mað- urinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geð- deildinni þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. „Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaður- inn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglynd- ur auk þess sem hann hafði rang- hugmyndir um að skaða sig og aðra,“ sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundsson- ar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. „Aksturinn þótti glæfra- legur,“ sagði Árni Þór. Eftir hand- tökuna var hann færður á lögreglu- stöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólar- hring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú. freyrgigja@frettabladid.is Banaslys á Breiðholtsbraut: Ma›urinn sem lést ANDLÁT Maðurinn sem lést af völd- um hjartaslags þegar hann keyrði um Breiðholts- braut á föstudags- morgun hét Jó- hannes Guðvarðar- son. Hann var 66 ára, fæddur 25. desember 1938, og til heimilis að Vest- urbergi 36 í Reykjavík. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. - bþg Enski boltinn á nýja stöð: Boltinn á brei›bandi› SJÓNVARP Enski boltinn truflar ekki dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftar- stöð tileinkuð honum á breið- bandinu. Þeir sem ekki eru tengdir breiðbandinu geta fengið sérstakan ADSL-búnað og náð útsendingum í gegnum hann. Snorri Már Skúlason, verkefnis- stjóri enska boltans á Skjá einum, segir þetta verða byltingu í allri um- fjöllun um enska boltann. „Við mun- um geta sýnt áttatíu prósent leikj- anna í beinni útsendingu og aðdá- endur geta valið sér leiki,“ segir hann og reiknar með því að áskrift- in verði ekki mjög dýr. Snorri segir ljóst að þessi tilhögun þýði að stöðin þurfi að bæta við sig starfsfólki. „Það verða líka allar lýsingar frá leikjunum að vera á íslensku.“ -fgg SPURNING DAGSINS Kristján, var ód‡rasta lei›in valin? Nei, tillöguhöfundurinn vill láta aðra borga Akureyrabær stóð nýlega fyrir alþjóðlegri hug- myndasamkeppni um uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri. Tillögur tveggja skoskra arkitekta urðu ofan á í keppninni en Skotar eru annálaðir fyrir hagsýni. JÓHANNES GUÐVARÐARSON SINUBRUNI Í MOSFELLSDAL Til- kynnt var um sinubruna við Seljabrekku um miðjan dag í gær. Slökkviliðið var um tvo tíma að ráða niðurlögum eldsins. Öll- um skipulögðum sinubrunum á að vera lokið fyrir fyrsta maí. LÖGREGLUFRÉTTIR LÚÐVÍK GEIRSSON BÆJARSTJÓRI Í HAFN- ARFIRÐI Skorar á þingmenn höfuðborgar- svæðis að taka á samgöngumálum svæð- isins af festu við afgreiðslu vegaáætlunar. Stolin vegabréf í Kína: Ólöglegir í Danmörku DANMÖRK Mörg hundruð stolin dönsk vegbréf og vegabréfsárit- anir ganga nú kaupum og sölum í Kína. Danska lögreglan segir að ólöglegum innflytjendum frá Kína hafi fjölgað verulega á síð- ustu misserum. Vegabréfunum og áritununum var stolið frá danska sendiráðinu í Slóvakíu í október í fyrra og er talið víst að pappírarnir hafi verið fjölfaldaðir. Þeir hafa verið boðn- ir til sölu á Internetinu og virðist sem áhuginn á þeim sé hvað mest- ur í Kína. Nýlega voru þrír Kín- verjar stöðvaðir á Kastrup með falskar vegabréfsáritanir.■ SIGURSTEINN MÁSSON „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn ætli ekki að láta verkin tala,“ segir Sigur- steinn um aðbúnað geðsjúkra. LÖGREGLUSTÖÐIN Í REYKJAVÍK Eftir að maðurinn var handsamaður var hann færður á lögreglustöðina. Lögregla kallaði eftir lækni sem mæltist til að maðurinn færi á sjúkrahús, þar sem hann dvelst nú. HLAÐGERÐARKOT Forstöðumaðurinn lagði til að maðurinn yrði vistaður á geð- deild. Hann var haldinn ranghugmyndum og óttast var að hann myndi skaða sjálfan sig og aðra. GEÐDEILDIN Maðurinn var vistaður í rúm- an hálfan sólarhring á geðdeild Landsspít- alans og var þá útskrifaður. Eftir að honum var sleppt rændi hann tveimur bílum eftir að hafa hótað ökumönnunum. LAND ROVERINN Jeppinn er talsvert skemmdur og lán er að enginn slasaðist. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA M YN D IR/ STÖ Ð 2 JESUS CALDERA Atvinnumálaráð- herra Spánar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.