Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 65
26. maí 2005 FIMMTUDAGUR FH-ingar eru sjöunda li›i› í sögu tíu li›a efstu deildar sem hefur fullt hús og sex mörk e›a meira í plús eftir fyrstu tvær umfer›ir Íslandsmótsins. FH-ingar í hóp góðra liða FÓTBOLTI FH-ingar hafa byrjað Landsbankadeild karla með sann- færandi hætti í sumar. Hafnfirð- ingar hafa unnið báða leiki sína á útivelli og hafa fullt hús stiga og markatöluna 8-1 úr fyrstu tveim- ur leikjum sínum, sem báðir fóru fram á Suðurnesjum. Það má bú- ast við því að hinum níu liðunum í deildinni sé ekki farið að lítast á blikuna enda eru nokkrir í leik- mannahópi FH sem myndu labba inn í lykilhlutverk hjá flestum lið- um deildarinnar en eru stundum jafnvel ekki í 16 manna hópi FH á leikdegi. FH-ingar eru sjöunda liðið í sögu tíu liða efstu deildar sem hefur náð slíkri draumabyrjun og öll hin sex hafa unnið titil á því tímabili. Fimm af þessum sex lið- um hafa enn fremur orðið Íslands- meistarar um haustið og tvö þeirra unnu tvöfalt á tímabilinu sem þau byrjuðu svona vel. Meðal þessarra liða eru Vals- menn frá 1978, sem töpuðu ekki deildarleik á tímabilinu, tvöfaldir meistarara Skagamanna sem unnu 20 leiki af 22 í deild og bikar og skoruðu 62 deildarmörk í 18 leikjum sumarið 1993 og svo Skagaliðið sem vann tvöfalt sum- arið 1996. Hin þrjú liðin eru Ís- landsmeistarar Valsmanna 1980, Íslandsmeistarar Framara 1990 og svo bikarmeistarar KR-inga 1994. Aðeins eitt þessara liða lék báða leiki sína á útivelli líkt og FH-liðið nú en KR-ingar byrjuðu Íslandsmótið 1994 með tveimur leikjum á útivelli, unnu 5-0 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í 1. umferð og sóttu síðan 2-0 sigur í Garðabæ þremur dögum síðar. James Bett, faðir Baldurs Bett, núverandi leikmanns FH, lék einmitt með KR-liðinu þetta sumar og skoraði meðal annars tvö mörk í fyrsta leiknum. Baldur kom inn á sem vara- maður í Grindavík og skoraði þá fimmta og síðasta mark FH-liðs- ins í leiknum. KR-ingar unnu reyndar aðeins einn af næstu átta leikjum og enduðu í fimmta sæt- inu um haustið en öll hin liðin tryggðu sér Íslandsmeistaratitil- inn. Þetta er líka í fyrsta sinn síðan 1990 sem lið sem nær svona frá- bærri byrjun á Íslandsmótinu er ekki undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar, en ÍA 1993, KR 1994 og ÍA 1996 voru öll undir hans stjórn. Ásgeir Elíasson var því síðastur á undan Guðjóni að taka Íslands- mótið með trompi í fyrstu tveim- ur umferðunum en Fram vann báða fyrstu leiki sína sumarið 1990, 4-0. Næst á dagskrá hjá FH er fyrsti heimaleikur sumarsins þegar Eyjamenn koma í heimsókn í Kaplakrikann en aðeins þrjú af umræddum sex liðum unnu þrjá fyrstu leiki tímabilsins; Valur 1978 og 1980 og ÍA 1993. ooj@frettabladid.is Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, bað dómarann Garðar Örn Hinriksson afsökunar: FÓTBOLTI Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Skagamanna í knattspyrnu, hefur dregið ummæli sín um Garðar Örn Hinriksson, dómara í efstu deild, til baka. Ólafur hélt því fram í fjölmiðlum í gær að Garðar Örn hataði ákveðna leik- menn ÍA og sakaði hann um hlut- drægni í dómgæslu sinni. Síðar um daginn sá hann að sér og hringdi persónulega í Garðar Örn, þar sem málin voru útkljáð. „Ég bað hann afsökunar á að láta þessi ummæli falla. Ég geri mér grein fyrir því að þau áttu engan veginn heima í fjölmiðl- um. Og ég bað hann innilega af- sökunar á því,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. Garðar Örn staðfesti að hann og Ólafur hefðu rætt saman og að hann hefði samþykkt afsökun- arbeiðni hans. Ólafur hefði dreg- ið til baka hvert orð og hann hefði að auki viðurkennt að víta- spyrnudómur Garðars í leik Vals og ÍA á mánudagskvöldið hefði líklega verið réttur. Málið væri því afgreitt af beggja hálfu. vignir@frettabladid.is Ólafur dregur ummæli sín til baka0 20 40 60 80 100 -stærsti fjölmiðillinn ,,Gull, silfur og brons” -stærstu fjölmiðlar landsins. 81% 91% 89% Íslendingar 12-80 ára Fréttablaðið er stærsti fjölmiðill landsins. Yfir 90% landsmanna lesa blaðið yfir vikuna. Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem Fréttablaðið tekur þetta sæti af Ríkissjónvarpinu. Stöð 2 er í þriðja sæti og helsti keppinautur Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði , Morgunblaðið, er nokkuð á eftir í 5. sæti *Uppsöfnuð dekkun vikunnar * STÖ Ð 2 Fannar Ólafsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson hafa samið við KR-liðið: Kennum KR-li›inu a› vinna næsta vetur KÖRFUBOLTI Á blaðamannafundi í gær var formlega tilkynnt að Fannar og Pálmi myndu leika með Vesturbæjarliðinu í úrvalsdeild- inni næsta vetur, en Fréttablaðið greindi frá þessu fyrir nokkru. Blaðamaður spurði Fannar hvern- ig tilfinning það væri að koma í Vesturbæinn og hvort liðið ætti möguleika á að vera í toppbarátt- unni í vetur. „Það er mjög gott að vera kom- inn í KR og ég hlakka mikið til að vinna með þessum strákum hérna. Mér skilst að menn séu að hugsa um að fá jafnvel fleiri sterka leikmenn til liðs við okkur og við ætlum að vera í baráttunni um titilinn, annars myndi ég ekki koma hingað og spila. Við erum að vísu með mjög ungt lið og nýir menn eru að koma í það, svo það tekur væntanlega tíma að slípa hlutina saman hjá okkur. Við þurf- um að aðlagast strákunum sem eru hérna fyrir og þeir þurfa að aðlagast okkar leik, þannig að ég á nú ekki von á því að við komum fljúgandi inn í tímabilið. Ég held hins vegar að að við eigum eftir að verða sterkir og alveg örugg- lega eitt af topp fjórum í deildinni þegar við erum búnir að finna taktinn. KR er með gott lið sem sýndi það í fyrra að það getur al- veg unnið hvaða lið sem er, en skortir bara reynsluna held ég. Við Pálmi þurfum að miðla þeirri reynslu sem við höfum til yngri leikmanna og kenna þeim hvað til þarf og kenna þeim að vinna,“ sagði Fannar. baldur@frettabladid.is NÚMER 15 OG 8 HJÁ KR NÆSTA VETUR Fannar Ólafsson (15) og Pálmi Freyr Sigurgeirsson (8) sjást hér með Böðvari Guðjónssyni, formanni Körfuknattleiksdeildar KR, eftir að þeir undirrituðu samning við Vesturbæjarliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. TÓK ÖRÐ SÍN AFTUR Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, hringdi í Garðar Örn Hinriks- son dómara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EINU AF ÁTTA MÖRKUM FAGNAÐ FH-ingar hafa skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Landsbankadeild karla og hér fagna þeir einu af fimm mörkum sínum í Grindavík um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN SJÖ LIÐ HAFA BYRJAÐ SEX OG SEX Í 10 LIÐA DEILD Valur 1978 (6 stig, markatala 8-2, +6) Valur 1980 (6 stig, markatala 7-0, +7) Fram 1990 (6 stig, markatala 8-0, +8) ÍA 1993 (6 stig, markatala 6-0, +6) KR 1994 (6 stig, markatala 7-0, +7) ÍA 1996 (6 stig, markatala 8-1, +7) FH 2005 (6 stig, markatala 8-1, +7)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.