Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 67
26. maí 2005 FIMMTUDAGUR34 Liverpool var› Evrópumeistari í gær flegar fla› sigra›i AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en sneri töpu›u tafli sér í hag á ótrúlegan hátt og vann í vítakeppni. Eins og í Liverpool-sögu FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Mil- an í Meistaradeild Evrópu hafi far- ið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir- fram var búist við leiðinlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Stað- an 3-0 og enginn átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endur- koma og áhorfendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru var- lega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingar- innar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ýtrasta þegar seinni hálfleikur framlengingar- innar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínu- maðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skipt- in á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leik- mönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leik- menn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógur- lega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndu sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liver- pool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því. henry@frettabladid.is Ísland vann 2–0 í vináttulandsleik í Skotlandi í gær: Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu trygg›u sigurinn Bylting hjá KSÍ: KSI.is líka fyrir blinda FÓTBOLTI Heimasíða Knattspyrnu- sambands Íslands hefur nú fengið nýtt og betra útlit en eldri útgáfan hafði þjónað sínu undanfarin fimm ár. Skipulag síðunnar hefur verið tekið í gegn, sem og útlit, viðmót og virkni. Glæsilegt myndasafn hefur einnig verið tekið í gagnið en eins og Ómar Smárason, kynningar- fulltrúi KSÍ, sagði við opnun síð- unnar í gær að á henni teldi þús- undir og þúsundir mynda. Ná þær allt aftur til ársins 1940. Þá þjón- ustar nýja útgáfan einnig blinda með tækni sem blindir netverjar geta nýtt sér. - esá Róbert og Sturla misstu af danska titlinum: Öruggur sigur hjá Kolding HANDBOLTI Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31- 27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8. Róbert Gunnarsson skoraði níu mörk fyrir Aarhus í leiknum og þar af eitt úr víti. Hann fiskaði einnig fjögur víti. Róbert var slakur framan af leik og komst ekki í gang fyrr en leikur- inn var svo gott sem búinn enda skoraði hann átta marka sinna í síðari hálfleik. Sturla Ásgeirsson komst aldrei í gang og skoraði aðeins eitt mark. Hjá Kolding fór norski mark- vörðurinn Sindre Vahlstadt á kostum en hann varði 27 skot og þar af 17 í fyrri hálfleik. Miðju- maðurinn Sebastian Seifert var einnig stórkostlegur með fjögur mörk og tólf stoðsendingar en þetta var annar leikurinn í röð sem hann gefur tólf stoðsending- ar. „Þetta byrjaði ágætlega en svo gerðum við alveg í buxurn- ar,“ sagði Róbert við Fréttablað- ið eftir leikinn. „Það vantaði alla ógnun og hraða í spilið. Við töp- uðum fyrir betra liði, það verður bara að segjast eins og er. Engu að síður erum við mjög sáttir við tímabilið enda komumst við í Meistaradeild sem er árangur sem enginn átti von á,“ sagði Róbert Gunnarsson sem var að kveðja Aarhus. - hbg FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síð- ari og var sigurinn fyllilega verð- skuldaður. Það var Dóra María Lárusdótt- ir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mín- útu og það seinna með laglegu skoti upp í samskeytin frá vítateig níu mínútum síðar. „Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem leið á leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðum við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel,“ sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en nú lék hún í framlínunni. „Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þess- um fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið,“ sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? „Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hins vegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust,“ sagði Jörundur að lokum. - ooj KSÍ.IS Nýtt og glæsilegt útlit. SVEKKTIR MEÐ SILFUR Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson sjást hér með silfurpeninga eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN BIKARINN Á LOFT Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lyftir hér bikarnum eftir sigur í Meistaradeild Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GLEÐI Leikmenn Liverpool slepptu sér í fagnaða- rlátunum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TVÖ MÖRK Dóra María Lárusdóttir skoraði bæði mörk Íslands í Skotlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HETJA 2003, SKÚRKUR 2005 Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko lætur Jerzy Dudek verja frá sér og um leið tryggja Liverpool sigur í Meistaradeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.