Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 87
54 54. maí 2005 FIMMTUDAGUR Einar Snorri Einarsson, annar helm-ingurinn af ljósmynda- og leik- stjóraparinu Snorra Bros., hefur verið ráð- inn í Sirkus Árna Þórs Vigfússonar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu leiðir sirkusstjórinn Árni Þór nýja miðla ætlaða ungu fólki á vegum fjölmiðlafyrirtækisins 365. Í bígerð er að gefa út vikublað, sem Sigtryggur Magnason og Anna Margrét Björns- dóttir munu ritstýra, og opna nýja sjón- varpsstöð – allt undir heitinu Sirkus. Hlut- verk Einars Snorra verður að vinna á báðum miðlum enda hefur hann þó nokkra reynslu af því. Sennilega er Einar Snorri þó frægastur fyrir að hafa búið til myndband fyrir bandarísku hljómsveitina R.E.M. ásamt kollega sínum Eiði Snorra. Veitingastaðurinn Hard Rock Café,sem hefur verið í Kringlunni frá árinu 1987 þegar Tómas Tómasson veitinga- maður opnaði staðinn með stæl, lokar endanlega um næstu mánaðamót. Hard Rock á Íslandi var fyrsti Hard Rock-staðurinn sem var opnaður fyrir utan London og New York. Hard Rock-staðirnir eru öðrum þræði rokkminjasöfn og það hefur verið tryggt að munir úr eigu ís- lenskra poppara, sem þeir hafa falið staðnum til varðveislu, verði komið fyrir á stað þar sem þeim verður sýndur full- ur sómi og rætt hefur verið við Popp- minjasafn Íslands um viðtöku þeirra, en engin ákvörðun hefur þó verið tekin í þeim efnum. Staðurinn verður kvaddur með tónleikum á sunnudaginn klukkan 20 en þar munu hljómsveitirnar Í svörtum fötum, Skítamórall og Á móti sól troða upp. Þá hafa Stefán Hilm- arsson og Eyjólfur Kristjánsson tilkynnt þátttöku sína sem og Helgi Björnsson, Jón Ólafsson, Jakob Frímann Magnús- son auk feðganna Björgvins Halldórs- sonar og Krumma í Mínus. Þá ætlar sjálfur meistari Rúnar Júlíusson að heiðra samkomuna með nærveru sinni. Lárétt: 1 vala, 6 nautgripir, 7 sérhljóðar, 8 píla, 9 fæða, 10 lengst frá, 12 ferð, 14 ílát, 15 kyrrð, 16 ekki, 17 skinn, 18 lítil alda. Lóðrétt: 1 kantur, 2 goð, 3 sem, 4 eðlisfar, 5 ask- ur, 9 óróleg, 11 vot, 13 lofa, 14 norð- lenskt félag, 17 hvað? Lausn: 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Landssöfnun DV Tvær milljónir renna til ekkju hins myrta – hefur þú séð DV í dag? Sláttarróbótar verða komnir í sölu á Íslandi um næstu mánaða- mót en vélarnar eru þeim kost- um búnar að þær slá garðinn án hjálpar mannfólksins. „Ég var að vafra um á netinu í leit að einhverju sniðugu þegar ég datt inn á sláttuvélina. Ég var búinn að velta henni lengi fyrir mér og ákvað svo að flytja hana inn enda er þetta sniðugt tæki,“ segir Jón Hjörleifsson sem flyt- ur sláttarróbotana inn. Jón fékk tvær prufuvélar fyrir tveimur mánuðum sem hann gat þó lítið notað í fyrstu vegna veðurs. „Ég er bara ný- byrjaður að prófa sláttuvélina en þetta er magnað apparat því hún klárar allt sem hún á að gera. Þar að auki er hún ekki mjög lengi að slá miðað við þann tíma sem fer venjulega í slátt og hirðingu á grasi,“ segir Jón en sláttuvélin slær grasið svo smátt að það þarf ekki að raka því saman. Fjórar gerðir eru til af slátt- arróbótunum og kosta þær frá hundrað þúsund krónum og upp í tvö hundruð þúsund. „Það er hægt að forrita vélina á ýmsa vegu og þegar það er búið er auðvelt að koma henni í gagnið,“ segir Jón. Dýrasta vélin er þeim kostum búin að þegar rafhlaðan er við það að tæmast keyrir vél- in heim í móðurstöðina og hleð- ur sig á ný. ■ Sjálfvirkir sláttar- róbótar til sölu JÓN OG RÓBOTINN Jón Hjörleifsson hefur verið að prufukeyra sláttarróbót. „Mig vantar fólk til að selja skemmti- lega og virka vöru þegar við opnum,“ segir Jón í léttum tón en hann hyggst opna verslun fyrir sláttaróbótinn um næstu mánaðamót að Engjateigi 2. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Gunnar Einarsson. Hermannaveiki. Sjors Röttger. Fjöldi þekktra fjölmiðlamanna mun taka þátt í beinum útsending- um KR-útvarpsins frá leikjum liðsins í Landsbankadeildinni í fótbolta í sumar. Forsvarsmenn útvarpsins ræddu á dögunum við Gísla Mart- ein Baldursson og Frey Eyjólfsson hjá Rás 2, sem báðir eru gegnheilir KR-ingar, um að stíga sín fyrstu skref í útvarpinu í sumar og hafa þeir báðir þekkst boðið. Bætast þeir í hóp „gamalla“ refa hjá KR- útvarpinu; þeirra Hauks Hólm, fréttamanns á Stöð 2, Boga Ágústs- sonar, fréttastjóra Sjónvarps, Jó- hanns Hlíðar Harðarsonar, frétta- manns á Stöð 2, Þrastar Emilssonar hjá Vísi.is og Sigurðar Péturs Harðarsonar útvarpsmanns. Gísli mun láta ljós sitt skína í fyrsta sinn á leik KR og FH á sunnudag ásamt Boga og Þresti en Freyr mun heyja frumraun sína í kvöld þegar KR-ingar sækja Kefl- víkinga heim í þriðju umferð deildarinnar. Freyr segist hafa samþykkt fúslega að taka þátt í útsending- unum enda uppalinn KR-ingur, þó svo að flestir af hans bestu vinum séu Köttarar og styðji Þrótt. Kom það til að mynda mörgum Þróttur- um í opna skjöldu þegar fréttist af aðild hans af KR-útvarpinu. Frey til halds og trausts í kvöld verður Haukur Hólm og hefst útsending- in klukkan 18.00 á tíðninni 98,3. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 19.15. KR-útvarpið hóf göngu sína árið 1999, sama ár og liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratugi. Að sögn Höskulds Hösk- uldssonar útvarpsstjóra hefur út- varpið gengið framar vonum. „Með alla þessa landsliðsmenn er ekki hægt annað en að það gangi upp. Útvarpið hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum líka. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir alla leiki. Við höfum verið með alla leiki KR frá '99 í deild, bikar og Evrópukeppni, alls staðar hvort sem er í Færeyjum eða á Möltu. Við tölum við þjálfara beggja liða fyrir leiki og stuðningsmenn og strax eftir leik tölum við við þjálf- ara KR og leikmenn.“ Höskuldur bætir því við að fleiri þekktir einstaklingar hafi komið við sögu í KR-útvarpinu í gegnum tíðina. Egill Helgason lét að sér kveða fyrstu tvö árin, auk þess sem Heimir Guðjónsson, fyr- irliði FH, Kristinn Kjærnested og Guðmundur Benediktsson, leik- maður Vals, hófu feril sinn sem fótboltalýsendur í útvarpinu. Höskuldur segir að sumarið legg- ist vel í liðsmenn KR-útvarpsins. „Það eru sex punktar komnir í höfn og ekki hægt að byrja betur. Það eru þrír í boði gegn Keflavík og það þarf bara að ná í þá.“ freyr@frettabladid.is FREYR EYJÓLFSSON Útvarpsmaðurinn knái stígur sín fyrstu spor í KR-útvarpinu í kvöld. ÞEKKTIR FJÖLMIÐLAMENN Í KR-ÚTVARPINU: 153. ÚTSENDINGIN Í KVÖLD Gísli Marteinn og Freyr bætast í hópinn FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Ari Alexander Ergis fyrir mynd sína Gargandi snilld. Myndin hefur vakið mikla athygli hér á landi og er nú farin að vekja athygli úti í hinum stóra heimi. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. AÐ MÍNU SKAPI BRYNJAR GUÐNASON, ÚTVARPSMAÐUR Í ÚTVARPI SAMFÉS Á RÁS 2 TÓNLISTIN Bítlarnir munu alltaf eiga sérstakan stað í mínum huga og fjórmenningarnir frá Liverpool munu alltaf standa upp úr þegar rætt er um tónlist við mig. Spanish Flea með Herb Alpert klikkar heldur aldrei ef maður þarf að hressa sig við. BÓKIN Ég las nýlega bókina Býr Íslendingur hér? eftir Garðar Sverrisson, sem kom út árið 1988. Bókin geymir minningar hins norskættaða Íslendings Leifs Müller, sem haldið var nauðugum í fangabúðum nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Ansi góð lesning. BÍÓMYNDIN Peter Sellers í hlutverki Inspectors Clouseau í myndunum um Bleika pardus- inn stendur alltaf fyrir sínu. The Shawshank Redemption er einnig mjög góð og svo klikkar aldrei að setja eitt af meistara- verkum Monty Python-hópsins í tækið. BORGIN Tjahhh, af þeim borg- um sem ég hef heimsótt hing- að til hefur engin skarað fram úr. En ég stefni á að koma mér til Liverpool bráðlega og held að fæðingarstaður Bítlanna verði borgin sem standa muni upp úr. BÚÐIN Sú búð sem selur það sem ég þarfnast mest í það og það skiptið og verður fyrir val- inu. Ég er annars ekki mikið fyr- ir búðarráp, nema að það sé til- gangur með því. VERKEFNIÐ Ég er að skrifa kvik- myndahandrit og held að það verði mitt helsta, einstaka verk- efni í sumar. Ef einhver hefur brennandi áhuga á að framleiða mynd, sem á eftir að verða gull- moli íslenskrar kvikmyndasögu, þá auglýsi ég hér með eftir þeim framleiðanda. Bítlarnir, Bleiki pardusinn og Leifur Müller Lárétt: 1steinn,6kýr, 7áó,8ör, 9æti, 10yst,12túr, 14ker, 15ró,16ei,17 ham,18agga. Lóðrétt:1skör, 2týr, 3er, 4náttúra,5 nói,9æst,11deig,13róma,14kea, 17ha.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.