Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 73

Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 73
MÁNUDAGUR 27. júní 2005 Michael Jackson, konungur poppsins, biðlaði til Margrétar Englandsdrottningar um að hún veitti honum riddaratign, að sögn Bob Jones, fyrrum umboðs- manns popparans. Jones, sem starfaði í 34 ár fyrir söngvarann, segir að poppkóngurinn hafi ver- ið staðráðinn í því að fá nafnbót- ina Sir. „Við eyddum gríðarlegum fjárhæðum til þess að ná sam- bandi við fólk drottningarinnar svo hún myndi veita honum tignina,“ sagði Jones og bætti við: „Þau höfðu engan áhuga á því“. Jones, sem bar vitni í réttar- höldunum yfir Jackson, heldur þessu fram í nýrri bók sem hann skrifaði um líf sitt með söngvaranum. ■ MICHAEL JACKSON Vildi fá aðalstign hjá bresku drottningunni. Jacko vildi riddaratign Skondnar sta›hæfingar Stundum láta stjörnurnar hafa eftir sér afar undarlegar full- yrðingar. Kannski ekki við öðru að búast þegar nánast hvert ein- asta orð sem þær láta út úr sér er skráð niður. Það getur hins vegar verið mjög skondið að rifja nokkrar staðhæfingar þeirra upp og hér eru nokkur nýleg dæmi: „Borið saman við aðrar leikkonur á mínum aldri er ég eigin- lega of feit.“ -Lindsay Lohan, sem er greinilega ekki alveg í takt við kjörþyngd raunveruleikans. „Ég hef unnið mikið til að öðlast þennan vöxt, til að gefa eig- inmanni mínum góða gjöf. Þetta er gjöf sem heldur áfram að lifa.“ -Já, vonandi heldur líkami þinn áfram að lifa, Jessica Simpson. „Aldrei spyrja konu hvort hún sé ófrísk nema þú getir beinlínis séð barnið koma út úr henni.“ -Matt Dillon, um það hvernig hann forðast óþarfa kinnhesta. „Ég verð að þekkja fólk áður en ég leyfi því að kreista á mér brjóstin.“ -Pamela Anderson setur sér há viðmið. „Enginn hefur nokkurn tímann veitt mér samkeppni.“ -Paris Hilton hlýtur að fá verð- laun fyrir besta sjálfsálitið. „Ég horfi á kvikmyndir með Brad Pitt og hugsa: „Ég er hér, hringdu í mig“.“ -Katie Holmes í viðtali nokkrum dögum áður en hún kynntist Tom Cruise. ■ LINDSAY LOHAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.