Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 56
HANDBOLTI Haukar hefðu eflaust óskað sér að byrja riðlakeppnina í meistaradeildinni betur en liðið tapaði í gær á heimavelli fyrir danska liðinu Arhus GF, 27-28. Byrjun Hauka lofaði góðu en strax í byrjun leiks náðu þeir fjögurra marka forystu, 6-2, og þeir virtust fremri á öllum svið- um. Á meðan var einstaklings- framtakið allsráðandi hjá gestun- um og sóknarleikurinn afar ein- hæfur. En handbolti er íþrótt mikill sveifla og það sýndi Arhus því þeir breyttu stöðunni úr 6-2 í 7-10 og skyndilega voru gestirnir komnir með tök á leiknum. Á þessum kafla skoruðu Haukar ekki nema eitt mark á tíu mínút- um og gestirnir gengu á lagið. Páll Ólafsson ákvað þá að breyta um varnarafbrigði og skipti í 5+1. Það virtist virka bet- ur og þegar flautað hafði verið til leikhlés höfðu gestirnir tveggja marka forystu, 14-16. Aarhus byrjaði síðar hálfleik- inn betur og Lars Juul Mikkelsen sá til þess að Aarhus náði fjög- urra marka forystu en hann varði frábærlega á þessum kafla sem og í leiknum öllum. Jesper Storm Jespersen og Heind Holm Knud- sen drógu vagninn í sóknarleik gestanna og um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin 21-26 gestunum í vil. Sóknarleikur Hauka byggðist að mestu leyti á Andra Stefan sem hélt heimamönnum á floti með glæsilegum mörkum. Þrátt fyrir að vera fimm mörkum und- ir þá gáfust Haukar ekki upp og með Birki Ívar Guðmundsson í markinu þá tókst Haukum að komast inn í leikinn. Þegar fjórar mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í 26-28 og á meðan virkuðu gestirnir gríðarlega taugaóstyrkir. Andri Stefan minnkaði muninn í eitt mark en þrátt fyrir að fá tvö tækifæri í lokin þá tókst Haukum ekki að jafna. Naumt tap á heimavelli gegn danska liðinu setur strik í reikn- ing Hauka í riðlinum en Páll Ólafsson, þjálfari liðsins, vildi líta á jákvæðu hliðina. „Við erum með meira en helm- inginn af liðinu sem er að spila sinn fyrsta leik í meistaradeild- inni og hafa litla reynslu. Mér fannst vanta að menn hefðu meiri trú á sjálfum sér.“ Aðspurður sagðist Páll vera sáttur við varn- arleikinn í gær en liðið fékk ein- ungis tvö mörk á sig á síðasta stundarfjórðungi leiksins. „Ég get ekki verið ósáttur við að fá á mig 28 mörk í Evrópuleik, ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk. Við klúðrum síðan fjórum vítum sem reynist dýr- keypt þegar uppi er staðið.“ Birkir Ívar var frábær Jesper Juul Mikkelsen, sem varði yfir 20 skot og var einn besti maður Aarhus, var sáttur við sigurinn. „Það er frábært að ná sigri hér gegn Haukum. Það hefði verið grátlegt að missa þetta niður í lokin því mér fannst við betral liðið í leiknum. Við vorum í vand- ræðum í lokin, markvörður Hauka (Birkir Ívar Guðmunds- son) var frábær í dag og varði vel á þessum kafla og á meðan vor- um við mjög taugaóstyrkir,“ sagði Mikkelsen. - gjj HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Sunnudagur OKTÓBER ■ ■ LEIKIR  17.00 Haukar og St. Ottmar mætast Ásvöllum í EHF-keppni kvenna í handbolta.  19.15 HK og Stjarnan mætast í Digranesi í DHL-deild karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.10 Enska knattspyrnan á Enska boltanum 2. Beint frá leik Man. City og Everton í ensku úrvalsdeildinni.  12.10 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Arsenal og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni.  11.55 Enska knattspyrnan á Enska boltanum 3. Beint frá leik Wigan og Bolton í ensku úrvalsdeildinni.  12.55 Enska knattspyrnan á Enska boltanum 2. Beint frá leik Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.  14.40 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Beint frá leik Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.  15.25 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Svipmyndir frá mótaröðinni 2005.  16.20 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.  16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni.  19.00 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Inter í ítölsku A-deildinni.  20.40 Ameríski fótboltinn á Sýn. Beint frá leik Baltimore Ravens og New York Jets í NFL-deildinni.  21.25 Helgarsportið á RÚV. Íþróttaviðburðir helgarinnar  21.30 Helgaruppgjör á Enska boltanum. Valtýr Björn Valtýsson sýnir öll mörk helgarinnar. 2. október 2005 SUNNUDAGUR > Við hrósum ... Brynjari Birni Gunnarssyni fyrir frábæra frammistöðu í toppslag ensku 1. deildarinnar í gær. Brynjar tryggði sínu liði sigurinn með tveimur góðum mörkum og fyrir vikið mistókst Sheffield United að stinga af á toppnum. Næsta á dagskrá hjá Brynjari Erni eru landsleikir gegn Pólerjum og Svíum og það er vonandi að Brynjar Björn verði líka á skotskónum þar. Komnar áfram Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér í gær sæti í milliriðli undankeppni Evrópukeppninnar. Liðið endaði í 2. sæti í undanriðlinum sem fram fór í Bosníu. Ísland vann Georgíu 7–0 og Bosníu 5–0 en varð síðan að sætta sig við 1–5 tap fyrir Rússum. Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sex mörk í leikjunum þremur. 60 SEKÚNDUR Dado Prso er knattspyrnumaður Ísland er svipað og Skotland, bara kaldara. Íslenska landsliðið er. Líkt því skoska. Erfiðasti andstæðingur? Má ekki segja. Kaffi eða te? Kaffi. Er glasið hálffullt eða hálftómt? Hálf- fullt. Hver vinnur HM? Króatía. Besta landslið í heimi? Brasilía. Besta félagslið í heimi? Chelsea. Alvöru karlmenn Fara í bað í köldum sjó. Popp eða Rokk? Rokk. Besti Króati allra tíma? Boksic og Boban. Glasgow Rangers er frábært lið. Stuðningsmenn Glasgow Celtic eru. Mjög háværir. Að skora fernu í Meistaradeildinni á afmælisdaginn sinn er.. Ólýsanleg tilfinning. Skoskur fótbolti er. Harður. MEÐ DADO PRSO sport@frettabladid.is 24 > Við óskum ... .... FH-ingum til hamingju með fyrsta handboltasigur vetrarins en kvennaliðið vann Víking örugglega í gær. FH hafði tapað fimm fyrstu leikjum sínum í karla og kvennaflokki en nú er ísinn loksins brotinn. Haukakonur eru í góðum málum í EHF-keppni félagsliða í handbolta: HANDBOLTI Það er ljóst að leið Hauka í næstu umferð Evrópu- keppninnar ætti að vera nokkuð greið eftir stórsigur á svissneska liðinu St.Otmar á Ásvöllum í gær. Haukar voru fremri á öllum svið- um handknattleiksins í gær og sýndu oft á tíðum ágætis tilþrif. Það verður að teljast ólíklegt að þær missi niður þetta forskot en síðari leikurinn fer fram í dag á Ásvöllum. Haukar gáfu tóninn strax í byrjun og þrátt fyrir að gestirnir kæmumst aðeins inn í leikinn þá voru Haukastelpur of stór biti fyrir þær svissnesku til að kyngja. Staðan í hálfleik var 20-15 Haukum í vil. Það aðeins fyrir til- stilli Nadine Osterwalder að svissneska liðið var ennþá inn í leiknum en hún skoraði 10 af 15 mörkum liðsins í hálfleiknum. Í seinni hálfleik keyrðu Hauka- stelpur áfram upp hraðann og juku forskotið smám saman. Þeim tókst að loka á Nadine Osterwalder og þrátt fyrir að brenna af fullt af dauðafærum þá var stórsigur staðreynd, 41-25. Með sigrinum í gær þá lögðu Haukar grunninn að sigri í þess- ari viðureign. Síðari leikur lið- anna á Ásvöllum í dag ætti að vera formsatriði fyrir Íslands- meistaranna. Það er ljóst að Evrópuævintýri Hauka heldur áfram eftir að liðið hefur lagt það svissneska að velli í dag. - gjj Gatan ætti a› vera grei› í næstu umfer› Hafði ekki næga trú á sér Páll Ólafsson, fljálfari Hauka vildi líta á jákvæ›u hli›arnar eftir a› Haukar töpu›u fyrsta leiknum í meist- aradeildinni í ár me› minnsta mun gegn danska li›inu Aarhus GF. TÍU MÖRK Í GÆR Hanna G. Stefánsdóttir skorar fyrir Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKAHÆSTUR GEGN DÖNUNUM Andri Stefán skoraði átta mörk fyrir Hauka gegn Aarhus GF í gær og hér sést eitt þeirra í uppsiglingu. Hann hefði þurft að fá aðeins meiri hjálp hefði betur átti að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.