Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 60
2. október 2005 SUNNUDAGUR28 LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin: BLACKBURN–WEST BROMWICH 2–0 1–0 Shefki Kuqi (81.), 2–0 Shefki Kuqi (87.). CHARLTON–TOTTENHAM 2–3 1–0 Darren Bent (25.), 2–0 Darren Bent (48.), 2-1 Ledley King (51.), 2–2 Ahmed Mito (64.), Robbie Keane (80.). FULHAM–MAN. UTD 2–3 1–0 Collins John (2.), 1–1 Ruud Van Nistelrooy, víti (17.), 1–2 Wayne Rooney (19.), 2–2 Claus Jensen (28.), 2–3 Ruud Van Nistelrooy (45.). Heiðar Helguson kom inná hjá Fulham á 72. mínútu leiksins. PORTSMOUTH–NEWCASTLE 0–0 SUNDERLAND–WEST HAM 1–1 1–0 Tommy Miller (45.), 1–1 Yossi Benayoun (72.). STAÐAN: CHELSEA 7 7 0 0 14–1 21 CHARLTON 7 5 0 2 12–7 15 TOTTENHAM 8 4 3 1 9–5 15 MAN UTD 7 4 2 1 10–5 14 BOLTON 7 4 2 1 8–4 14 WEST HAM 7 3 3 1 11–5 12 MAN CITY 7 3 2 2 7–6 11 BLACKBURN 8 3 2 3 7–9 11 ARSENAL 6 3 1 2 9–4 10 WIGAN 6 3 1 2 5–4 10 NEWCASTLE 8 2 3 3 5–7 9 MIDDLESB. 7 2 2 3 6–9 8 LIVERPOOL 5 1 4 0 3–2 7 BIRMINGH. 7 1 3 3 7–11 6 PORTSM. 8 1 3 4 5–9 6 A. VILLA 7 1 3 3 6–11 6 SUNDERL. 8 1 2 5 6–11 5 FULHAM 8 1 2 5 7–13 5 WBA 8 1 2 5 7–15 5 EVERTON 6 1 0 5 1–7 3 MARKAHÆSTIR: Darren Bent, Charlton 7 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd 7 Marlon Harewood, West Ham 4 Geoff Horsefield, WBA 4 Frank Lampard, Chelsea 4 Enska 1. deildin: BRIGHTON–NORWICH 1–3 CARDIFF–LUTON 1–2 DERBY–LEICESTER 1–1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester og fékk að líta gula spjaldið á 83. mínútu. IPSWICH–CREWE 2–1 PLYMOUTH–STOKE 2–1 Bjarni Guðjónsson var í byrjunarliðinu en var skipt útaf á 53. mínútu. Hannes Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik hjá Stoke. PRESTON–SOUTHAMPTON 1–1 READING–SHEFF. UTD 2–1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar skoraði bæði mörkin. SHEFF. WED.–COVENTRY 3–2 WATFORD–LEEDS 0–0 Gylfi Einarsson sat á varamannabekk Leeds allan leikinn. STAÐAN: SHEFF. UTD 12 10 0 2 25–12 30 READING 12 8 3 1 21–7 27 LUTON 12 7 3 2 19–11 24 WOLVES 12 5 4 3 17–11 19 WATFORD 12 5 4 3 20–15 19 LEEDS 11 5 3 3 13–10 18 SOT´ON 12 3 8 1 13–10 17 IPSWICH 12 5 2 5 12–17 17 QPR 11 4 4 3 10–12 16 STOKE 12 5 1 6 12–19 16 CARDIFF 11 4 3 4 15–14 15 NORWICH 12 4 3 5 13–13 15 C. PALACE 10 4 2 4 13–10 14 PRESTON 12 3 5 4 12–14 14 BURNLEY 12 3 4 5 18–16 13 DERBY 12 2 7 3 16–17 13 HULL 12 3 4 5 9–10 13 COVENTRY 12 2 6 4 15–18 12 LEICESTER 12 2 6 4 12–15 12 PLYMOUTH 12 3 3 6 9–16 12 BRIGHTON 12 1 7 4 12–17 10 SHEFF. WED11 2 4 5 9–14 10 MILLWALL 12 2 4 6 10–18 10 CREWE 12 1 6 5 11–20 9 Enska 3. deildin: MACCLESFIELD–NOTTS COUNTY 0–0 Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar eru í 8. sæti deildarinnar eftir að þeir léku sjötta leikinn í röð án þess að vinna og fjórða leikinn í röð án þess að skora. Ítalska A-deildin: CHIEVO–TREVISO 0–0 UDINESE–LAZIO 3–0 1–0 Vincenzo Iaquinta (52.), 2–0 Antonio Di Natale (80.), Vincent Candela (90.). Iaquinta hélt upp á nýjan samning við Udinese með því að skora mark, fiska víti og gefa stoðsendingu á Di Natale. Spænska úrvalsdeildin: BARCELONA–ZARAGOSA x–x 0–1 Gabriel Milito (48.), 0–2 Diego Milito (52.), 1–2 Ronaldinho (79.), 2–2 Eto´o (89.). Tottenham snéri við slæmri stöðu Ruud Van Nistelrooy skora›i tvö mörk í 3-2 nau›synlegum sigri Manchester United á Craven Cottage og Robbie Keane trygg›i Tottenham 3-2 sigur á Charlton. Finni sló í gegn hjá Blackburn. FÓTBOLTI Tottenham snéri við slæmri stöðu á útivelli gegn Charlton í gær og tryggði sér 3-2 sigur og um leið þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United vann einnig mikilvægan sigur eftir dapurt gengi og þá sló finnskur framherji í gegn í liði Blackburn og skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum í 2-0 sigri. Tvö mörk frá Darren Bent komu Charlton í 2-0 og allt virtist stefna í sjötta sigur liðsins í sjö leikjum. En það var enginn Her- mann Hreiðarsson í vörn Charlton og Tottenham skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sigur. Sigurmarkið skoraði varamaður- inn Robbie Keane en áður höfðu þeir Ledley King og Ahmed Mido jafnað leikin með heppnismörkum. Mark Keane var þó engin heppni en hann skoraði eftir sendingu Jermain Defoe og skyndisókn. „Ég tel að við höfum tapað leik sem við áttum skilið að vinna. Markið hans Ledley King breytti gangi leiksins þegar við vorum komnir sanngjarnt 2-0 yfir. Við fengum nokkur færi til þess að jafna en nýttum þau ekki og því fór sem fór,“ sagði Alan Curbishley, stjóri Charlton. „Ég varð að taka áhættu og setja þrjá framherja inná og það gekk upp. Við áttum þetta skilið, við trúðum því að við gætum unnið þótt við værum komnir 2-0 undir og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Martin Jol, stjóri Tottenham. Ruud van Nistelrooy skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á útivelli gegn Fulham þar sem öll mörkin komu fyrir hlé. Alex Ferguson breytti aftur í hina hefbundnu 4-4-2 leikað- ferð liðsins og Kóreumaðurinn Park Ji-Sung átti mjög góðan leik á hægri vængnum og lagði upp öll mörkin. Park átti stoðsendingar á bæði Wayne Rooney sem og í sig- urmarki Van Nistelrooy auk þess að fiska vítið sem gaf fyrsta mark liðsins eftir að Fulham hafði kom- ist yfir eftir aðeins 90 sekúndur. „Ég hélt á tímabili að staðan myndi vera 20-20 eftir fyrri hálf- leikinn en sóknarleikur okkar á tímibili var frábær. Ji Sung Park var frábær og hann er að koma mjög sterkur inn og það er frábært að sjá hvernig hann hreyfir sig frá boltanum. Þetta var að mínu mati mjög góður fótboltaleikur og Ful- ham átti mikinn þátt í því,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Ísraelsmaðurinn Yossi Bena- youn tryggði West Ham eitt stig gegn nýliðum Sunderland sem voru á góðri leið með að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa lagt Middlesbrough í síðustu viku. Blackburn heldur áfram að klífa upp töfluna, í síðasta leik voru það tvö mörk frá Norðmann- inum Morten Gamst Pedersen sem tryggðu sigurinn en nú var það Finninn Shefki Kuqi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Þetta voru hans fyrstu mörk fyrir félagið. „Shefki kom til okkar, beið ró- legur eftir tækifærinu og var stað- ráðinn í að standa sig. Ef einhver á þetta skilið þá er það hann því hann hefur unnið fyrir þessu,“ sagði Mark Hughes, stjóri Black- burn eftir leikinn. Newcastle lék án Michael Owen sem var meiddur og náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Portsmouth og gátu reyndar þakkað markverði sínum Shay Given að þeir fengu þó eitt stig út úr leiknum. ooj@frettabladid.is William Gallas, varnarmaðurChelsea, heldur því fram að liðið verði nánast búið að tryggja sér sigur í ensku úr- valsdeildinni ef þeir halda áfram sama skriði og þeir hafa verið á. „Ef okkur tekst að halda þessu gangandi svona þá getum við nánast verið búnir að tryggja okkur tit- ilinn í janúar. Það gæfi okkur möguleika á að einbeita okkur að meistaradeildinni.“ Gallas viðurkenndi það að þeirrahelsta markmið væri að vinna Meistaradeildina eftir vonbrigði síð- ustu tveggja ára, en Chelsea hefur tapað tvívegis í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Okkar mark- mið er að vinna Meistaradeildina og sérstaklega eftir að hafa tapað tví- vegis í undanúrslitum en við vitum að við vinnum deildina fyrr en síð- ar.“ Rafael Benitez, knattspyrnustjóriLiverpool, segir að miðað við hvernig taktík Chelsea spili þá sé ekki hægt að segja að þeir séu með frábært lið. „Chel- sea er með mjög gott lið og það er gríðarlega erfitt að vinna þá. En mér fannst Arsenal spila mun skemmtilegri knattspyrnu fyrir 2-3 árum síðan. Þeir unnu leikina og það var einnig ótrúlega spenn- andi að horfa á þá spila. Sömu sögu er að segja með Milan og Barcelona, hvernig er þá hægt að segja að Chelsea sé með besta lið í heimi?“ Taktík Chelsea eftir leikinn á mið-vikudaginn var líka gagnrýnd af Johan Cruyff sem vildi meina að knattspyrnulið nú til dags legðu mun meiri áherslu á varnarleikinn, fyrir vikið væri knattspyrnan ekki jafnskemmtileg og áður fyrr. ÚR SPORTINUÍslendingaliðið Reading minnkaði forskot Sheffield United í þrjú stig: FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnars- son var hetja Reading í ensku 1. deildinni í gær þegar hann skor- aði bæði mörkin í 2-1 heimasigri liðsins á Sheffield United en liðið voru í tveimur efstu sætunum fyrir leikinn. Bæði mörk Brynjars komu eftri föst leikatriði. United-liðið hafði unnið 10 af 11 leikjum sínum á tímabilinu en Reading minnkaði forskot þeirra á toppnum í þrjú stig með þessum sigri. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrra markið á 3. mínútu leiksins með viðstöðulausu skoti úr miðjum vítateignum eftir hornspyrnu en Sheffield-menn jöfnuðu aðeins tólf mínútum síðar þegar Steve Kabba skallaði boltann inn eftir laglega sókn. Það stefndi allt í jafntefli allt þar til að Brynj- ar Björn Gunnarsson stökk hæst í teignum eftir aukaspyrnu og skallaði boltann glæsilega í mark- ið og tryggði sínum mönnum dýr- mæt þrjú stig. Þetta voru fyrstu mörk Brynjars fyrir Reading en hann kom til liðsins í sumar. Ívar Ingimarsson lék allan tímann í vörn Reading sem hefur fengið aðeins 7 mörk á sig í fyrstu tólf leikjunum og hann var líka ágengur í sókninni, fyrst var hann nálægt því að skora á 61. mínútu og svo átti hann að margra mati að fá vítaspyrnu á lokakaflanum en ekkert var dæmt. - óój Brynjar me› tvennu í toppslagnum Danska æfingamótið Bakken Bears knock out Cup: Ver Njar›vík titilinn sinn í dag? KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar eru ein- um leik frá því að vinna Bakken Bears knock out Cup annað árið í röð eftir 72-60 sigur á öðru af tveimur liðum heimamanna í Bakken Bears í undanúrslitunum æfingamóts sem Danirnir halda á heimavelli sínum í Árósum. Danirnir eiga sér samt annað líf því Njarðvík spilar við hitt liðið í úrslitaleiknum í dag. Njarðvík vann sannfærandi 16 stiga sigur á Svendborg frá Danmörku á föstu- dagskvöldið, 82-66 og kom sér síð- an í úrslitaleikinn í gær. Njarðvík- ingar héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik á góðri vörn en Dan- irnir voru yfir 31-25 í hálfleik. Friðrik Stefánsson skoraði 11 af þessum 25 stigum í fyrri hálfleik. Brenton Birmingham hitnaði síðan heldur betur í seinni hálfleik því eftir að hafa aðeins skorað þrjú stig í fyrri hálfleik. Brenton skor- aði fimm þrista og alls 20 stig í seinni hálfleik sem Njarðvík vann með 18 stigum, 47-29. Stóru menn Bakken voru jafnframt í vandræð- um í teignum gegn Friðriki Stef- ánssyni sem átti stórleik. Úrslitaleikurinn í dag er klukk- an 14.00 eða 12.00 að íslenskum tíma. Njarðvík vann Bakken Bears í úrslitaleik Knock out Cup í fyrra 92-83 og getur því varið titilinn í leiknum í dag. - óój GÓÐUR Ronaldinho skoraði fyrir Barca. FRIÐRIK FRÁBÆR Danirnir réðu ekkert við Friðrik Stefánsson í undanúrslitaleiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ XXX HETJA SINNA MANNA Brynjar Björn Gunnarsson skoraði bæði mörk Reading í gær og tryggði sínu liði þrjú stig út úr toppslagnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMGAES LEIKUR SEM ÞEIR URÐU AÐ VINNA Ruud van Nistelrooy, Wayne Rooney og Ji-Sung Park voru í aðalhlutverkum í sigri United í gær en lið- ið varð að vinna Fulham ef það ætlaði sér að berjast við Chelsea um titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Barcelona í vandræðum: Jöfnu›u í lokin FÓTBOLTI Barcelona slapp með skrekkinn á heimavelli gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeild- inni í gær. Kamerúnski framherj- inn Samuel Eto’o jafnaði leikinn tveimur mínútum fyrir leikslok eftir að argentínsku bræðurnir Gabriel og Diego Milito höfðu komið gestunum í 0-2 í upphafi seinni hálfleiks. Ronaldinho minnkaði muninn yfir Börsunga úr víti en þeir voru manni fleiri á lokasprettinum. Það var síðan Eto’o sem tryggði stigið með sínu sjötta marki á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.