Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 63
■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Jón Sigurðsson og Þórarinn Stefánsson leika fjórhent á píanó í Listasal Mosfellsbæjar.  17.00 Langholtskórinn syngur ásamt Stórsveit Reykjavíkur og Kristjönu Stefánsdóttir undir stjórn Ole Kock Hansens og Jóns Stefáns- sonar helgisöngva Duke Ellingtons á tónleikum Djasshátíðar í Langholts- kirkju.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna flytur verk eftir Mozart og Schubert í Seltjarnarneskirkju. Ein- leikari á klarinett er Grímur Helga- son, en nýr aðalstjórnandi sveitarinn- ar er Oliver Kentish.  20.00 Blásarasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Salnum í Kópavogi. Með sveitinni koma fram Sigurgeir Arnarson sellóleikari og söngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Dav- íð Ólafsson og Benedikt Ingólfs- son.  20.30 Oktett Ragnheiðar Gröndal kemur fram með glænýtt prógram á lokatónleikum Djasshátíðar á Kaffi Reykjavík. Haukur Gröndal leikur á klarinett og saxófón, Jóel Pálsson á saxófón, Sigurður Flosason á saxó- fón, Ólafur Jónsson á saxófón, Ás- geir J. Ásgeirsson á gítar, Graig Earle á bassa og Erik Qvick á trommur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. SUNNUDAGUR 2. október 2005 Fös. 30. september Lau. 1. október Lau. 8. október 16. sýn. sun. 02/10 kl. 14 Annie; Solveig 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 18. sýn. laug. 22/10 kl. 15 Annie; Solveig STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í dag kl. 14, Sun 9/10 kl. 14, Sun 16/10 kl. 14 WOYZECK - FORSÝNING Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000,- Fi 27/10 kl. 20.HÍBÝLI VINDANNA HÍBÝLI VINDANNA Aðeins þessar sýningar eftir Í kvöld kl. 20, fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20, Fi 20/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20 SALKA VALKA fim 15/10 FRUMSÝNING UPPSELT NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ FORÐIST OKKUR – NEMENDALEIKHÚSIÐ/COMMON NONSENSE Höf. Hugleikur Dagsson Fi 6/10 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20 MANNTAFL Í kvöld kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20, RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 Aukasýn Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20 AUKASÝNING Þri 25/10 kl. 20 AUKASÝNING LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 kl. 20, Fi 27/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur 31 Þrjár myndlistarkonur, þær Krist- ín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Guðrún Kristjánsdóttir og Guð- björg Lind, sýna um þessar mund- ir í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Þar er sýningarsalur á jarðhæðinni sem nefnist Gallerí 100˚. „Þetta er stór og fallegur salur,“ segir Kristín. „Á vissan hátt er þessi sýning innsetning því við tengjum verkin saman í salnum.“ Þær eru hver af sinni kynslóð- inni en eiga samt ýmislegt sameig- inlegt í myndlistinni. Þess vegna hafa þær sýnt saman nokkrum sinnum, meðal annars í listasafni ASÍ og svo á Spáni í Santiago de Compostela. „Þetta er fjórða samsýningin okkar. Okkur fannst vera einhver samnefnari í verkum okkar, jafn- vel þótt við séum ekki beint líkar. Við köllum okkur Andrá eða Moment.“ Sýninguna í Gallerí 100˚ nefna þær Strauma, enda er vatnið þeim hugleikið í þessari sýningu og vel við hæfi að kanna eiginleika vatns- ins á þessum stað, þar sem Orku- veitan er til húsa. „Á öllum sýningunum okkar höfum við verið með íslenska nátt- úru,“ segir Kristín, en bætir því við að náttúran eigi kannski að vera innan gæsalappa. „Þetta er frekar einhvers konar náttúru- sýn.“ Kristín sýnir tvö verk sem bæði nefnast farvegir. Annað eru teikn- ingar af árfarvegum á Íslandi, en hitt eru pípur með ljóðum þar sem vatnið kemur einnig við sögu. „Þetta eru plexiglerpípur sem ég set á vegg, en í staðinn fyrir að hafa vatn í pípunum þá set ég ljóð- línur úr ljóðum eftir íslensk skáld. Þetta eru stuttar setningar sem all- ar eru um vatn. Þær eru límdar á hólkana en kastast síðan á vegg- inn.“ Vatnið kemur einnig við sögu í verki Guðrúnar þar sem reynt er að lesa í skriftina sem bráðnandi snjór myndar. Sömuleiðis leikur vatnið stórt hlutverk í verkum Guðbjargar Lindar, innsetningu sem hún nefnir „Þar sem ég má næðis njóta“ og býr hún þar til sér- stæðan heim úr mosabreiðum, speglum, málverkum og skúlptúr- um. „Við unnum þessa sýningu hver í sínu lagi, hver með sína hugmynd en hittumst mjög oft á meðan við vorum að vinna verkin og skoðuð- um hver hjá annarri,“ segir Krist- ín. „Stundum breytti það ein- hverju, það myndaðist einhver straumur sem færði okkur saman án þess þó að við misstum neitt sjálfstæði úr okkar verkum.“ Sýning þeirra Guðbjargar, Guð- rúnar og Kristínar stendur til 25. október og er opin virka daga frá 8.30 til 16. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur OKTÓBER 30 1 2 3 4 „ÞAR SEM ÉG MÁ NÆÐIS NJÓTA“ Þær Guðbjörg, Kristín og Guðrún eiga ýmislegt sameiginlegt í myndlistinni og sýna um þessar mundir saman í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Andrá í Orkuveitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.