Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 63

Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 63
■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Jón Sigurðsson og Þórarinn Stefánsson leika fjórhent á píanó í Listasal Mosfellsbæjar.  17.00 Langholtskórinn syngur ásamt Stórsveit Reykjavíkur og Kristjönu Stefánsdóttir undir stjórn Ole Kock Hansens og Jóns Stefáns- sonar helgisöngva Duke Ellingtons á tónleikum Djasshátíðar í Langholts- kirkju.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna flytur verk eftir Mozart og Schubert í Seltjarnarneskirkju. Ein- leikari á klarinett er Grímur Helga- son, en nýr aðalstjórnandi sveitarinn- ar er Oliver Kentish.  20.00 Blásarasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Salnum í Kópavogi. Með sveitinni koma fram Sigurgeir Arnarson sellóleikari og söngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Dav- íð Ólafsson og Benedikt Ingólfs- son.  20.30 Oktett Ragnheiðar Gröndal kemur fram með glænýtt prógram á lokatónleikum Djasshátíðar á Kaffi Reykjavík. Haukur Gröndal leikur á klarinett og saxófón, Jóel Pálsson á saxófón, Sigurður Flosason á saxó- fón, Ólafur Jónsson á saxófón, Ás- geir J. Ásgeirsson á gítar, Graig Earle á bassa og Erik Qvick á trommur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. SUNNUDAGUR 2. október 2005 Fös. 30. september Lau. 1. október Lau. 8. október 16. sýn. sun. 02/10 kl. 14 Annie; Solveig 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 18. sýn. laug. 22/10 kl. 15 Annie; Solveig STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í dag kl. 14, Sun 9/10 kl. 14, Sun 16/10 kl. 14 WOYZECK - FORSÝNING Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000,- Fi 27/10 kl. 20.HÍBÝLI VINDANNA HÍBÝLI VINDANNA Aðeins þessar sýningar eftir Í kvöld kl. 20, fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20, Fi 20/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20 SALKA VALKA fim 15/10 FRUMSÝNING UPPSELT NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ FORÐIST OKKUR – NEMENDALEIKHÚSIÐ/COMMON NONSENSE Höf. Hugleikur Dagsson Fi 6/10 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20 MANNTAFL Í kvöld kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20, RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 Aukasýn Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20 AUKASÝNING Þri 25/10 kl. 20 AUKASÝNING LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 kl. 20, Fi 27/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur 31 Þrjár myndlistarkonur, þær Krist- ín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Guðrún Kristjánsdóttir og Guð- björg Lind, sýna um þessar mund- ir í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Þar er sýningarsalur á jarðhæðinni sem nefnist Gallerí 100˚. „Þetta er stór og fallegur salur,“ segir Kristín. „Á vissan hátt er þessi sýning innsetning því við tengjum verkin saman í salnum.“ Þær eru hver af sinni kynslóð- inni en eiga samt ýmislegt sameig- inlegt í myndlistinni. Þess vegna hafa þær sýnt saman nokkrum sinnum, meðal annars í listasafni ASÍ og svo á Spáni í Santiago de Compostela. „Þetta er fjórða samsýningin okkar. Okkur fannst vera einhver samnefnari í verkum okkar, jafn- vel þótt við séum ekki beint líkar. Við köllum okkur Andrá eða Moment.“ Sýninguna í Gallerí 100˚ nefna þær Strauma, enda er vatnið þeim hugleikið í þessari sýningu og vel við hæfi að kanna eiginleika vatns- ins á þessum stað, þar sem Orku- veitan er til húsa. „Á öllum sýningunum okkar höfum við verið með íslenska nátt- úru,“ segir Kristín, en bætir því við að náttúran eigi kannski að vera innan gæsalappa. „Þetta er frekar einhvers konar náttúru- sýn.“ Kristín sýnir tvö verk sem bæði nefnast farvegir. Annað eru teikn- ingar af árfarvegum á Íslandi, en hitt eru pípur með ljóðum þar sem vatnið kemur einnig við sögu. „Þetta eru plexiglerpípur sem ég set á vegg, en í staðinn fyrir að hafa vatn í pípunum þá set ég ljóð- línur úr ljóðum eftir íslensk skáld. Þetta eru stuttar setningar sem all- ar eru um vatn. Þær eru límdar á hólkana en kastast síðan á vegg- inn.“ Vatnið kemur einnig við sögu í verki Guðrúnar þar sem reynt er að lesa í skriftina sem bráðnandi snjór myndar. Sömuleiðis leikur vatnið stórt hlutverk í verkum Guðbjargar Lindar, innsetningu sem hún nefnir „Þar sem ég má næðis njóta“ og býr hún þar til sér- stæðan heim úr mosabreiðum, speglum, málverkum og skúlptúr- um. „Við unnum þessa sýningu hver í sínu lagi, hver með sína hugmynd en hittumst mjög oft á meðan við vorum að vinna verkin og skoðuð- um hver hjá annarri,“ segir Krist- ín. „Stundum breytti það ein- hverju, það myndaðist einhver straumur sem færði okkur saman án þess þó að við misstum neitt sjálfstæði úr okkar verkum.“ Sýning þeirra Guðbjargar, Guð- rúnar og Kristínar stendur til 25. október og er opin virka daga frá 8.30 til 16. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur OKTÓBER 30 1 2 3 4 „ÞAR SEM ÉG MÁ NÆÐIS NJÓTA“ Þær Guðbjörg, Kristín og Guðrún eiga ýmislegt sameiginlegt í myndlistinni og sýna um þessar mundir saman í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Andrá í Orkuveitu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.