Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 2. október 2005 17 Hraðinn í fjarskiptum í dag er orðinn gífurlegur og fer vaxandi með auknum nýjungum á sviði tækni og lausna fyrir fólk á far- aldsfæti sem þarf eða kýs að vera stöðugt í sambandi. OgVodafone hefur nú kynnt til sögunnar nokkrar slíkar lausnir. Fyrsti áfanginn er Vodafone Mobile Connect sem er gagnaflutnings- kort og gefur notendum mögu- leika á því að tengjast vinnuum- hverfi sínu hvar sem er, hvort sem það er um þráðlaust net, EDGE eða GPRS. Þessi þjónusta er nú fáanleg hjá fyrirtækjaþjón- ustu OgVodafone. Hverjum nýtist þjónustan? Þessi þjónusta hentar fjölbreytt- um starfsvettvangi eins og hjá fjármálafyrirtækjum, tækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum, auglýs- ingastofum og verkfræðistofum svo eitthvað sé nefnt, en mögu- leikinn felst í því að vera bein- tengd/ur við vinnuumhverfið á auðveldan og öruggan máta. Skrifstofan verður í senn hreyf- anleg þar sem hægt er að nálgast öll þau gögn og skjöl sem til þarf beint í fartölvuna hvar sem er í heiminum. Möguleikarnir eru margir og í raun í höndum hvers einstaklings eða fyrirtækis að nýta sér þjónustuna í sína þágu. Sem dæmi má nefna að Orkuveita Reykjavíkur hefur í huga að nýta þjónustuna til að efla vinnuað- ferðir í stórum verkefnum með því að tengja starfshópa og sér- fræðinga í höfuðstöðvunum sam- an í rauntíma. Styttir það vinnslu- tíma og eykur afköstin við verk- efnin til muna. Hvað er hægt að gera? Öll almenn vinnslugeta eins og að senda og sækja tölvupóst, tengj- ast internetinu, senda SMS og MMS er möguleg. Einnig að sækja og senda skjöl með miklum hraða í öruggu kerfi. Einnig er auðveld- lega hægt að fylgjast með notkun- inni á þjónustunni þannig að hún verði í senn hagkvæm fyrir not- endur. Í nóvember næstkomandi bætist við þjónustuna Global Hotspots sem eru þráðlaus Voda- fone-netsvæði víða um heim og geta notendur kosið að tengjast þeim. Aðeins er greitt fyrir þann tíma sem notandinn nýtir sér á Global Hotspots. Auðvelt að tengjast Til þess að tengjast þjónustunni þarf að skella geisladisk (sem fylgir) í geisladrifið og setja nauð- synlegar upplýsingar á harða disk fartölvunnar. Gagnaflutnings- kortinu er svo rennt í netkorts- raufina og svo er Mobile Connect- forritið ræst. Viðmótið í forritinu er sáraeinfalt með myndaglugg- um sem sýna þá valmöguleika sem eru í boði. Einfaldara getur það ekki verið. Gagnaflutnings- kortið velur bestu tenginguna sem er í boði hverju sinni. Hvað þarf að hafa til að geta nýtt þjónustuna? - Fartölvu með Microsoft Windows 2000 eða Windows XP - Geisladiskadrif - 100MB laust rými á harða diskn- um og 32MB fyrir vinnsluminni - Rauf fyrir netkort (PCMCIA) - Microsoft Internet Explorer 5.5 eða nýrri Tæknin bak við Mobile Connect Vodafone á Englandi þróaði þessa þjónustu og eru flest lönd komin með hana eða eru að setja þjón- ustuna upp fyrir sína viðskipta- vini. Mobile Connect nýtir GPRS/EDGE-tækni til að tengja notandann og er það öflugasta leiðin í dag til að miðla gögnum á netinu hér á Íslandi. Þjónustan þjappar gögnunum saman til að margfalda flutningsgetuna og einnig til að spara notendum krón- urnar því notendur greiða fyrir gagnamagnið en ekki tímann. EDGE-tæknin kemst næst 3G- tækninni og hefur stundum verið sagt að hún sé 2.5 af 3G. Og Voda- fone er að byggja upp EDGE-kerf- ið á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði og velur Mobile Connect alltaf EDGE-tæknina ef hún er til staðar. Er dýrt að nota þjónustuna? Það þarf að kaupa staðalbúnaðinn sem kostar 18.000 krónur og svo er áskriftargjald með 10MB inni- falin á 1.990 kr. á mánuði. Um- framnotkun er 150 krónur á hvert MB á Íslandi en nánari reikniverð erlendis er að finna á heimasíðu OgVodafone. Notandi velur ann- aðhvort að tengjast heitum reit og greiðir þá fyrir tímann eða GPRS/EDGE-tenginguna þar sem greitt er fyrir gagnaflutning. Notkunin er svo sett á símreikn- inginn. Hvað gerist næst? Þótt þessi þjónusta sé geysilega öflug er OgVodafone ekki hætt að bæta við hana. Á næstunni verður kynnt til sögunnar samskiptatæk- ið Blackberry en ég mun skoða það sérstaklega í næstu tæknium- fjöllun. Franz Gunnarsson Vodafone Mobile Connect 199kr. 999kr. Öll börn sem koma á markaðinn fá gefins Andrésblað og blöðru! OPIÐ alla dag a kl. 11-1 9 Allir sem versla á markaðnum fá vandaða bók í kaupbæti. Barnabækur Handbækur Kiljur Ritsöfn Ættfræðibækur Ævisögur Skáldverk Við rým um fyri r jólabó kunum Sparað u þúsund ir króna! Unglingabækur Ljóðabækur Listaverkabækur Fræðibækur Stórvirki Yfir 1.3 00 spen nandi b ókatitla r undir 1 .000 kr. EINSTAKT VERÐ OG GLÆSILEG SÉRTILBOÐ! Fellsmú la 28 Komdu og ger ðu frábær kaup! Þeir sem kaupa fyrir meira en 10.000 kr. fá Söguatlas að verðmæti 14.990 kr. í kaupbæti. 3 frábærar ástæður fyrir því að koma í Fellsmúlann: LAGERSAL A EDDU Ekki missa af ævintýralegum tilboðum á sívinsælum bókum! (gamla W orld Cla ss húsin u) BÓKAMARKAÐUR ÁRSINS! kr.399 kr.599 kr.799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.