Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 17

Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 17
SUNNUDAGUR 2. október 2005 17 Hraðinn í fjarskiptum í dag er orðinn gífurlegur og fer vaxandi með auknum nýjungum á sviði tækni og lausna fyrir fólk á far- aldsfæti sem þarf eða kýs að vera stöðugt í sambandi. OgVodafone hefur nú kynnt til sögunnar nokkrar slíkar lausnir. Fyrsti áfanginn er Vodafone Mobile Connect sem er gagnaflutnings- kort og gefur notendum mögu- leika á því að tengjast vinnuum- hverfi sínu hvar sem er, hvort sem það er um þráðlaust net, EDGE eða GPRS. Þessi þjónusta er nú fáanleg hjá fyrirtækjaþjón- ustu OgVodafone. Hverjum nýtist þjónustan? Þessi þjónusta hentar fjölbreytt- um starfsvettvangi eins og hjá fjármálafyrirtækjum, tækni- og hugbúnaðarfyrirtækjum, auglýs- ingastofum og verkfræðistofum svo eitthvað sé nefnt, en mögu- leikinn felst í því að vera bein- tengd/ur við vinnuumhverfið á auðveldan og öruggan máta. Skrifstofan verður í senn hreyf- anleg þar sem hægt er að nálgast öll þau gögn og skjöl sem til þarf beint í fartölvuna hvar sem er í heiminum. Möguleikarnir eru margir og í raun í höndum hvers einstaklings eða fyrirtækis að nýta sér þjónustuna í sína þágu. Sem dæmi má nefna að Orkuveita Reykjavíkur hefur í huga að nýta þjónustuna til að efla vinnuað- ferðir í stórum verkefnum með því að tengja starfshópa og sér- fræðinga í höfuðstöðvunum sam- an í rauntíma. Styttir það vinnslu- tíma og eykur afköstin við verk- efnin til muna. Hvað er hægt að gera? Öll almenn vinnslugeta eins og að senda og sækja tölvupóst, tengj- ast internetinu, senda SMS og MMS er möguleg. Einnig að sækja og senda skjöl með miklum hraða í öruggu kerfi. Einnig er auðveld- lega hægt að fylgjast með notkun- inni á þjónustunni þannig að hún verði í senn hagkvæm fyrir not- endur. Í nóvember næstkomandi bætist við þjónustuna Global Hotspots sem eru þráðlaus Voda- fone-netsvæði víða um heim og geta notendur kosið að tengjast þeim. Aðeins er greitt fyrir þann tíma sem notandinn nýtir sér á Global Hotspots. Auðvelt að tengjast Til þess að tengjast þjónustunni þarf að skella geisladisk (sem fylgir) í geisladrifið og setja nauð- synlegar upplýsingar á harða disk fartölvunnar. Gagnaflutnings- kortinu er svo rennt í netkorts- raufina og svo er Mobile Connect- forritið ræst. Viðmótið í forritinu er sáraeinfalt með myndaglugg- um sem sýna þá valmöguleika sem eru í boði. Einfaldara getur það ekki verið. Gagnaflutnings- kortið velur bestu tenginguna sem er í boði hverju sinni. Hvað þarf að hafa til að geta nýtt þjónustuna? - Fartölvu með Microsoft Windows 2000 eða Windows XP - Geisladiskadrif - 100MB laust rými á harða diskn- um og 32MB fyrir vinnsluminni - Rauf fyrir netkort (PCMCIA) - Microsoft Internet Explorer 5.5 eða nýrri Tæknin bak við Mobile Connect Vodafone á Englandi þróaði þessa þjónustu og eru flest lönd komin með hana eða eru að setja þjón- ustuna upp fyrir sína viðskipta- vini. Mobile Connect nýtir GPRS/EDGE-tækni til að tengja notandann og er það öflugasta leiðin í dag til að miðla gögnum á netinu hér á Íslandi. Þjónustan þjappar gögnunum saman til að margfalda flutningsgetuna og einnig til að spara notendum krón- urnar því notendur greiða fyrir gagnamagnið en ekki tímann. EDGE-tæknin kemst næst 3G- tækninni og hefur stundum verið sagt að hún sé 2.5 af 3G. Og Voda- fone er að byggja upp EDGE-kerf- ið á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði og velur Mobile Connect alltaf EDGE-tæknina ef hún er til staðar. Er dýrt að nota þjónustuna? Það þarf að kaupa staðalbúnaðinn sem kostar 18.000 krónur og svo er áskriftargjald með 10MB inni- falin á 1.990 kr. á mánuði. Um- framnotkun er 150 krónur á hvert MB á Íslandi en nánari reikniverð erlendis er að finna á heimasíðu OgVodafone. Notandi velur ann- aðhvort að tengjast heitum reit og greiðir þá fyrir tímann eða GPRS/EDGE-tenginguna þar sem greitt er fyrir gagnaflutning. Notkunin er svo sett á símreikn- inginn. Hvað gerist næst? Þótt þessi þjónusta sé geysilega öflug er OgVodafone ekki hætt að bæta við hana. Á næstunni verður kynnt til sögunnar samskiptatæk- ið Blackberry en ég mun skoða það sérstaklega í næstu tæknium- fjöllun. Franz Gunnarsson Vodafone Mobile Connect 199kr. 999kr. Öll börn sem koma á markaðinn fá gefins Andrésblað og blöðru! OPIÐ alla dag a kl. 11-1 9 Allir sem versla á markaðnum fá vandaða bók í kaupbæti. Barnabækur Handbækur Kiljur Ritsöfn Ættfræðibækur Ævisögur Skáldverk Við rým um fyri r jólabó kunum Sparað u þúsund ir króna! Unglingabækur Ljóðabækur Listaverkabækur Fræðibækur Stórvirki Yfir 1.3 00 spen nandi b ókatitla r undir 1 .000 kr. EINSTAKT VERÐ OG GLÆSILEG SÉRTILBOÐ! Fellsmú la 28 Komdu og ger ðu frábær kaup! Þeir sem kaupa fyrir meira en 10.000 kr. fá Söguatlas að verðmæti 14.990 kr. í kaupbæti. 3 frábærar ástæður fyrir því að koma í Fellsmúlann: LAGERSAL A EDDU Ekki missa af ævintýralegum tilboðum á sívinsælum bókum! (gamla W orld Cla ss húsin u) BÓKAMARKAÐUR ÁRSINS! kr.399 kr.599 kr.799

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.