Fréttablaðið - 20.10.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 20.10.2005, Síða 28
Umsjón: nánar á visir.is Straumur og ónefndi hluthafinn Engar fréttir hafa enn borist úr Morgun- blaðshöllinni frá því að Viðskiptablaðið greindi frá því að Straumur-Burðarás ætl- aði að vera annar tveggja fjárfesta sem bættust í hóp hluthafa. Forsvarsmenn Ár- vakurs og Straums hafa ekki vilja staðfesta sögusagnir um innkomu Straums í hlut- hafahóp Árvakurs. Ekkert hefur hins vegar enn heyrst um hver hinn hluthafinn er sem nefndur hefur verið en vitað er að Bakka- bræður, sem nú eru stórir hlut- hafar í Síman- um, hafa haft mikinn áhuga á Mogganum í gegnum árin. Rauður dagur Talsverðar lækkanir voru í Kauphöllinni í gær. Framan af leiddi FL Group lækkun- ina og fóru bréf félagsins niður um rúm fimm prósent á tíma. Eignastýring Íslands- banka hélt einnig fund sinn kvöldið áður þar sem Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eignastýringar Íslands- banka, hélt erindi. Hann sagði meðal ann- ars að mikið þyrfti að gerast til þess að næsta ár yrði eins gjöfult og þau fjögur síðustu. Benda menn á að fundurinn hafi ekki síður haft áhrif á lækkanir gærdagsins en fyrstu fréttir af FL Group. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.570 Fjöldi viðskipta: 553 Velta: 10.044.502 -0,99% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar var atvinnulausir um 1,8 prósent á þriðja ársfjórðungi. Á árinu á undan voru um 2,6 prósent vinnuafls at- vinnulaus. Mest atvinnuleysi er meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, 3,5 prósent. Olíumarkaðir opnuðu með þrjátíu senta hækkun frá deginum á undan í gær en verðið á tunnu var 63,5 Banda- ríkjadalir á markaði. Verð á tunnu lækk- aði um 1,16 Bandaríkjadali á þriðjudag. OPEC-ríkin vilja auka olíuframleiðslu um 5,5 milljónir tunna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra OPEC-ríkjanna. Í dag framleiða OPEC-ríkin 32,5 milljónir tunna á hverjum degi. 28 20. október 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 42,4 -2,75% ... Bakka- vör 43,20 -0,23% ... FL Group 14,00 -3,11% ... Flaga 3,79 0,00% ... HB Grandi 9,30 +0,00% ... Íslandsbanki 14.95 -0,99% ... Jarð- boranir 22,10 +0,00% ... KB banki 589,00 -1,18% ... Kögun 54,00 -0,74% ... Landsbankinn 21,80 +0,00% ... Marel 63,80 +0,00% ... SÍF 4,43 -0,45% ... Straumur 13,00 -0,76% ... Össur 90,00 -0,55% *Staðan kl. 14.20 í gær. Engin félög hækkuðu FL Group -3,11% Actavis -2,75% Mosaic - 2,7% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Ragnhildur Geirsdóttir hættir sem forstjóri FL Group eftir tæpt ár í flví starfi. Hannes Smárason tekur vi› og breytir félag- inu í fjárfestingarfélag sem mun láta til sín taka bæ›i innanlands og utan. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður FL Group, verður forstjóri félagsins og Ragnhildur Geirs- dóttir lætur af því starfi og hættir hjá félagnu. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Norrænna fjárfestinga Baugs tek- ur við stjórnarformennsku af Hannesi. FL Group hefur að undanförnu verið að þróast í átt til þess að vera hreint fjárfestingarfélag og samhliða forstjóraskiptum verður gerð grundvallarbreyting á skipu- lagi félagsins. FL Group verður því fjárfestingarfélag sem ein- beitir sér að fjárfestingum í flug- og ferðaþjónustu og verður nú- verandi flug- og ferðaþjónustu breytt í tvö félög. Öll alþjóðleg flugstarfsemi verður í einu félagi sem Jón Karl Ólafsson mun stýra. Flugfélag Íslands og fyrirtæki í innlendri ferðaþjónustu og ferða- skrifstofustarfsemi verða í öðru félagi sem stýrt verður af Þor- steini Erni Guðmundssyni. Þessi félög verða undir einu sviði sem stýrt er af Jóni Sigurðs- syni en það svið sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku- og umbreyt- ingarverkefnum. Rekstur Sterl- ing mun falla undir þá starfsemi ef og þegar gengið verður frá kaupum FL Group á félaginu. Annað svið undir forystu Al- berts Jónssonar mun einbeita sér að fjárfestingar- og eignastýringu en FL Group hefur fjárfest í nokkrum félögum innanlands, meðal annars fjármálafyrirtækj- um, auk þess að eiga um þrettán prósenta hlut í easyJet. Þriðja sviðið verður undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar og mun það annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvéla- mörkuðum. Hannes Smárason segir að með þessum breytingum verði áhersl- ur í rekstrinum skarpari og skilin milli rekstrarfélaganna og fjár- festingarstarfseminnar verði meiri en verið hefur. „Til verða öflug félög með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frá- bærra stjórnenda,“ segir Hannes í tilkynningu frá félaginu. Fjárfest- ingar verða því meginmarkmiðið og í hæfilegri fjarlægð frá rekstri félaganna sjálfra. Í tilkynningunni er haft eftir Ragnhildi Geirsdóttur að sam- komulag hafi orðið í ljósi áherslu- breytinganna um að hún láti af störfum. „Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrota- tími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti,“ segir Ragnhildur. Miklar breytingar hafa verið hjá félaginu að undanförnu. Nokkrir stjórnendur hafa látið af störfum og stjórnarmenn sögðu af sér í kjölfar deilna fjárfestingar- ákvarðanir félagsins. Búast má við því að þessar breytingar á stjórnendum og skipulagi feli það í sér að stefna félagsins í fjárfest- ingum verði ágeng. haflidi@frettabladid.is Hannes verður forstjóri í stað Ragnhildar KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Alicante í vor og sumar frá kr. 7.400* Skógarhlíð 18 • s. 595 1000 • Akureyri s. 461 1099 • Hafnarfjörður s. 510 9500 www.heimsferdir.is Tryggðu þér lægsta verðið á Íslandi! Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante næsta vor og sumar og við tryggjum þér ávallt lægsta verðið á Íslandi. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef þú bókar strax, því einungis takamarkað sætaframboð er á lægstu verðunum. Gríptu tækifærið og nældu þér í sæti á lægsta verðinu á www.heimsferdir.is. Sala hafin! Bókaðu strax! www.heimsferdir.is *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð. Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Kr. 7.400 Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð. Ath. takmarkað sætamagn í boði á lægsta verðinu. Kr. 16.990 Flugsæti báðar leið með sköttum. Netverð. A th. takmarkað sætamagn í boði á lægsta verðinu. Flaga Group ætlar að opna nýjar höfuðstöðvar dótturfélagsins Med- care í Bandaríkjunum en breyting- ar á skipulagi samstæðunnar hafa verið kynntar. Einnig ætlar fyrir- tækið að styrkja rekstur sinn í Evr- ópu og lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu. Það mun hafa verið að ósk stjórnenda Flögu sem viðskipti með hlutabréf félagsins voru stöðvuð á þriðjudagsmorgun eftir að tíðindi um fyrirhugaðar skipulagsbreyt- ingar höfðu lekið út. Bréf félagsins hafa verið færð af athugunarlista í kjölfar tilkynningarinnar. Samkvæmt heimildum hefur engum starfsmanni verið sagt upp en ætlunin er að leggja niður mikinn hluta starfa hérlendis. Fjármála-, sölu- og markaðsdeild og vélbúnað- ardeild verða eftir, hugbúnaðardeild og tækniþjónusta flyst út til Banda- ríkjanna en allt sem snýr að fram- leiðslu og dreifingu verður úthýst. „Starfsemin verður flutt nær viðskiptavinum félagsins, kostnað- ur mun lækka umtalsvert og tæki- færum til tækniþróunar mun fjölga,“ segja stjórnendur Flögu í tilkynningu. - eþa Ló›aframbo› er einn af fleim fláttum sem hafa áhrif á flróun fasteigna- marka›arins. Greiningardeild KB banka áætlar að lóðir fyrir að minnsta kosti 17.500 nýjar íbúðir muni bætast við á suðvesturhorni landsins á næstu sjö árum, fram til ársins 2012. Mesta aukningin verði í Reykjavík þar sem gert sé ráð fyrir lóðum fyrir átta þúsund nýjar íbúðir. Samkvæmt mati Greiningar- deildar KB banka munu bætast við lóðir fyrir að minnsta kosti 17.500 nýjar íbúðir á suðvesturhorninu á næstu sjö árum, fram til 2012. Mesta aukningin verður í Reykja- vík þar sem gert er ráð fyrir lóðum fyrir 8.000 nýjar íbúðir. Í Kópavogi áætlar greiningardeildin að um 1.500 til 2.000 íbúðir séu óbyggðar, um 2.000 í Garðabæ og 600 til 700 í Hafnarfirði. Þannig muni lóðum fjölga um 12.500 á höfuðborgar- svæðinu á næstu sjö árum. Ásgeir Jónsson, lektor við Há- skóla Íslands og hagfræðingur á greiningardeild KB banka, segir það meðal annars velta á aukningu framboðs, þróun langtímavaxta á húsnæðislánum og almennri launa- þróun hvernig fasteignamarkaður- inn standi af sér næstu niður- sveiflu. Aðlögunin kunni þó að vera harðari en árið 2001. Þar hjálpist tvennt að; framboð á lóð- um sé meira nú en þá og Seðla- bankinn muni líklega ekki lækka vexti jafnhratt og eftir síðustu niðursveiflu. Þá hríðféll raun- vaxtastigið. Í sérefni KB banka um fast- eignamarkaðinn er tekið fram að sveitarfélög geti frestað eða aflýst fyrirhuguðum lóðaúthlutunum. – bg Breytingar á skipulagi Flögu Leki um skipulagsbreytingar var ástæ›a fless a› vi›skipti voru stö›vu›. HANDABANDIÐ SLITNAR Hannes Smárason, Jón Karl Ólafsson, Ragnhildur Geirsdóttir og Sigurður Helgason, þegar Ragnhildur tók við af Sigurði sem forstjóri Flugleiða sem nú um stundir heita FL Group. Hannes tekur nú sæti Ragnhildar, en Jón Karl mun áfram stýra alþjóðaflugstarfsemi félagsins. Fréttablaðið/Hari ÁSGEIR JÓNSSON Aðlögun fasteigna- markaðarins kann að verða harðari í næstu niðursveiflu en þeirri sem varð árið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. LÓÐAFRAMBOÐ Á SUÐVESTURHORNINU* Bæjarfélag Fjöldi íbúða Fram til Reykjavík 8.000 2012 Kópavogur 1.500-2.000 2012 Garðabær 2.000 2012 Hafnarfjörður 600-700 2006 Hveragerði 600 2012 Akranes 3.000 2015 Reykjanesbær 1.200 2012 Grindavík 100 2020 Selfoss 100 2006 Samtals: 17.500 *Samantekt greiningardeildar KB banka. Upplýsingar voru fengnar af vefsíðum við- komandi sveitarfélaga. Nóg frambo› af ló›um BOGI PÁLSSON, STJÓRNARFOR- MAÐUR FLÖGU Félagið hefur tilkynnt um miklar breytingar á skipulagi félagsins. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnað- ar í Bandaríkjunum. Fjölmörg störf verða lögð niður á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.