Fréttablaðið - 20.10.2005, Side 46

Fréttablaðið - 20.10.2005, Side 46
Er farinn norður Ungur hafnfirskur leikari hefur ráðið sig hjá Leikfélagi Akureyrar. Bak við gamla Lækjarskóla má finna Gamla bókasafnið, kaffi- og menningarhús fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Gerð var stór könnun meðal ungs fólks og þar kom í ljós að það vildi fá aðstöðu í bæinn fyrir ýmsar uppákomur, fundi, tónleika og menningarlega viðburði og fleira. Gamla bókasafnið hefur verið opið fyrir slíkt í um þrjú ár, en þar var allt unnið í samvinnu við ungt fólk og er húsið og starfsemin þar ætluð fyrir sextán ára og eldri. Viðtökurnar hafa verið góðar, þó sérstaklega á kvöldin. Ungt fólk getur nýtt sér þessa aðstöðu í ýmsa viðburði og má með sanni segja að þetta hafi mikið gildi. Meðal þess sem fram fer á staðnum er að einu sinni í viku hittast ungar mæður á aldrinum 16-20 ára, hljóta fræðslu og ræða málin sín á milli. Þegar tónleikar fara fram í kaffihúsinu er oftast mjög vel mætt og hefur það komið fyrir að þurft hafi að vísa fólki frá vegna þrengsla í húsinu. Gamla bókasafnið KAFFI- OG MENNINGARHÚS FYRIR UNGT FÓLK. Gamla bóka- safnið stendur bak við gamla Lækjarskóla. Ungar mæður hittast á staðnum einu sinni í viku með börn sín.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Jóhannes Haukur Jóhannesson er ungur leikari á uppleið og útskrifað- ist í vor frá leiklistardeild Listahá- skóla Íslands. Jóhannes er Hafnfirð- ingur í húð og hár en hann ólst upp í Norðurbænum og er þekktur undir nafninu Jói Prestley í Hafnarfirði. Hann hefur ráðið sig hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hann mun taka þátt í þremur sýningum og verður meðal annars þriðji Hafnfirðingur- inn til að bregða sér í hlutverk tann- læknisins í Litlu hryllingsbúðinni. „Ég fékk þetta viðurnefni þegar ég var í grunnskóla en þá var Elvis Presley mér ofarlega í huga og ég reyndi m.a. að greiða mér eins og hann. Vinur minn Davíð Geirsson byrjaði að kalla mig Jóa Prestley og það festist alveg við mig jafnvel þó ég hafi hætt að greiða mér svona,“ sagði Jóhannes sem er fluttur til Akureyrar og mun búa þar þangað til í maí á næsta ári. „Nú er ég búinn að vera á Akur- eyri í um tvo mánuði og bærinn minnir mig mikið á Hafnarfjörð, andinn er mjög svipaður. Það er svona nettur sveitafílingur án þess að við séum í sveit. Þar er eitt kaffi- hús sem eiginlega allir fara á og svo er öll þjónusta mjög góð því fólk er svo almennilegt og leggur sig fram við að hjálpa manni.“ Hann kann meira fyrir sér en að leika og syngja því hann spilar bæði á gítar og píanó. „Ég hef verið að spila í veislum og á pöbbum og þannig,“ sagði Jóhannes, en hann leikur í sýningunni Fullkomið brúð- kaup sem verður frumsýnd í kvöld. Hann leikur í Litlu hryllingsbúð- inni sem tekin verður til sýninga í febrúar á næsta ári og þá mun hann leika í Maríubjöllunni sem frum- sýnd verður í apríl. „Þetta er fínn pakki, ég hefði ekki flutt til Akur- eyrar bara upp á grínið þó það sé fínn staður. Maður vill helst vera heima hjá sér,“ sagði Jóhannes sem lék í Hárinu og Grease auk þess sem hann tók þátt í einu verki í Þjóð- leikhúsinu. Jóhannes mun feta í fótspor Ladda og Stefáns Karls með því að leika tannlækninn í Litlu hryllingsbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 ■■■ { Hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.