Fréttablaðið - 20.10.2005, Page 56

Fréttablaðið - 20.10.2005, Page 56
18 ■■■ { Hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar á ný- uppgerðu Thorsplaninu í Hafnarfirði fyrstu helgina í aðventu. Undirbún- ingur gengur vel, að sögn Helgu H. Magnúsdóttur verkefnisstjóra. „Út- leiga á húsum gengur vel og mikill áhugi hjá þeim sem hafa tekið þátt áður,“ segir Helga. „Það er mikil al- menn ánægja með staðsetningu þorpsins sem er nú komið heim og verður framvegis á Thorsplaninu.“ Þetta er í þriðja sinn sem jóla- þorpið er opið og það verður með svipuðu sniði og áður, tuttugu fagur- lega skreytt hús þar sem boðið verð- ur upp á ýmislegt sem tengist jólun- um á einn eða annan hátt. Helga seg- ir að spennan nái langt út fyrir Hafn- arfjarðarbæ. „Grýla er alltaf að senda sms og er gríðarlega spennt. Hún fór á námskeið í fyrra í því að hætta að borða börn og er nú búin að læra á síma. Hér verða einnig jólasveinar og tónlistarfólk á ferli. Þegar fólk kemur í jólaþorpið á það að upplifa jólin með öllum skilningarvitum og hér verða kerti, glögg, piparkökur og brjóstsykur.“ Opið verður allar helgar aðventunnar og á Þor- láksmessu. Þeim sem vilja taka þátt í Jóla- þorpinu er bent á að senda tölvupóst á jolat- horp@hafnarfjordur.is. sögubrot } Fólkið var steinhissa RAFMAGN VAR KOMIÐ Á Í HAFNARFIRÐINUM UPP ÚR ALDAMÓTUNUM 1900. Árið 1904 var fyrsta almenningsrafstöðin á Íslandi tekin í notkun í Hafn- arfirði að frumkvæði Jóhannesar Reykdals trésmíðameistara. Hann hafði dvalið í Noregi og kynnst þar vatnsaflsvirkjunum Norðmanna og þótt mik- ið til koma. Jóhannes átti lóð við Hamarskotslækinn og hugkvæmdist að virkja lækinn til framleiðslu á raforku. Skömmu fyrir jólin 1904 var kveikt á fyrstu ljósunum í 16 húsum. Stöð- in gat framleitt 9 kílóvött og var verðið fyrir rafmagnsafnot 6 krónur á ári fyrir 16 kerta ljós. Notendur greiddu fyrir ákveðinn fjölda ljósa, oftast tvö ljós, en ljósastæðin voru fleiri og perurnar þá fluttar milli herbergja. Ári síðar var lagt rafmagn í nokkur hús til viðbótar en svo kom að því að raf- stöðin var ekki lengur aflögufær og greip þá Jóhannes til þess ráðs að reisa nýja stöð rétt ofan við Hörðuvelli á landi í eigu Garðakirkju. Ljósatímabil- ið var níu mánuðir, frá 15. ágúst til 15. maí og var kveikt á ljósunum þeg- ar skyggja tók á daginn og þau látin loga til miðnættis. Á öðrum tímum sólar- hringsins var ekkert rafmagn að hafa. Rafmagnið var selt neyt- endum fyrir visst gjald án til- lits til þess hvort logaði leng- ur eða skemur á ljósaperun- um. Seljandi rafmagnsins, Jóhannes J. Reykdal, varð sjálfur að gæta þess að ekki væru notuð fleiri rafljós en greitt var fyrir. Hann seldi því perurnar sjálfur gegn því að hin- um ónýtu væri skilað. Til er lýsing á því hvernig þessi fyrstu rafmagnsljós komu bæjarbúum fyrir sjónir: „Og svo var það galdra- maðurinn hann Jóhannes Reykdal. Hann gat smíðað allt mögulegt, og svo gat hann tendrað ljós af hreint engu. Hann þurfti enga olíu og lampaglösin voru bara kaldar kúlur! Þetta kallar hann rafljós! Fólkið er steinhissa á þessum ósköpum.“ Jólaþorpið í Hafnarfirði gladdi mörg jólaþyrst hjörtu í fyrra og á örugglega eftir að gera það einnig í ár. Jólin undirbúin á Thorsplaninu Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar 26. nóvember og undirbúningur er í fullum gangi. Helga M. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Jólaþorpsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.