Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 18

Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 18
FÖSTUDAGUR 28. október 2005 DÓMSMÁL Synjun dóms- og kirkju- málaráðuneytisins á gjafsóknar- umsókn í tilteknu máli var ekki í samræmi við lög, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns Alþing- is. Beinir hann þeim tilmælum til ráðuneytisins að málið verði tekið til meðferðar á ný, komi fram ósk þess efnis frá viðkomandi félagi. Verði þá leyst úr því í samræmi við þau sjón- armið sem rakin eru í álitsgerð. Forsvarsmaður fyrirtækis lagði fram umsókn um gjafsókn vegna bótamáls á hendur íslenska ríkinu sökum þess að hald var lagt á trakt- orsgröfu í eigu félagsins. Synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins grundvallaðist á þeirri afstöðu að gjafsóknarheimildir laga um með- ferð einkamála eru takmarkaðar við einstaklinga en ekki lögaðila. Maður- inn skaut málinu til Umboðsmanns. Umboðsmaður bendir á að í 178. grein laga um meðferð opinberra mála er mælt fyrir um að sækja skuli bótakröfu í einkamáli í héraði með venjulegum hætti en veita skuli aðila gjafsókn fyrir báðum dómum. Telur hann þó að tilefni kunni að vera til að huga að því hvernig með- ferð þessara mála verði best hagað þannig að úrlausn þeirra verði með sem einföldustum og fljótvirkustum hætti. - jss Umboðsmaður gagnrýnir dómsmálaráðuneytið: Synjun ráðuneytis stóðst ekki lög VEÐURFAR Bretar hafa áhyggjur af því að komandi vetur verði mjög kaldur, en síðustu tíu ár hefur veturinn þar í landi verið mjög hlýr. Í frétt í dag- blaðinu The Independent í vikunni kemur fram að menn hafi áhyggjur af almennum orkuskorti en orkuforðinn þar í landi dugir nú aðeins í ellefu daga, samanborið við 55 víðast á meginlandi Evrópu. „Bretar eru viðkvæmari en flestar þjóðir í Norður-Evrópu þar sem þeir eru vanir mildara veðurfari,“ segir Trausti Jónsson veðurstofustjóri. Hann bendir til að mynda á að upphitun húsa þar sé mun lakari en til dæmis á Norð- urlöndum og að Bretar setji ekki nagladekk undir bíla á veturna. „Líkurnar á mjög köldum vetri eru almennt fimm til átta prósent, en ef þessar spár reynast réttar eru líkurnar eitthvað meiri.“ Trausti segir þessar spár hafa lítið gildi fyrir Ísland. „Það er ekkert endilega kaldara hér í austanátt og oft hlýtt um vetur hér þegar kalt er í Evrópu.“ - grs Orkuforði Breta dugir aðeins ellefu daga: Óttast frosthörkur 1 Dagur ...hur› TRAUSTI JÓNSSON TRYGGVI GUNNARS- SON Umboðsmaður Alþingis telur að synjun dómsmálaráðuneytis á gjafsókn í tilteknu máli hafi ekki samræmst lögum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.