Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 29

Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 29
[ ]má setja í frysti í nokkra tíma og þá er auðveldara að brjóta skelina utan af þeim. Ef ekki er til hnetubrjótur má nota hamar.Hnetur Smáflöskur eru hentugur kostur fyrir þá sem vilja drekka eitt og eitt rauðvíns- glas en ekki opna heila flösku auk þess að vera góður kostur í móttökum. Nú fæst hið vinsæla Santa Rita vín frá Chile í hentugri öskju með fjórum smáflöskum. Vín fyrirtækisins þykja afar hagstæð miðað við gæði og var Santa Rita m.a. útnefnt „hag- stæðasti vínframleiðandinn“ í tíma- ritinu Wine & Spirits árið 2002. Santa Rita 120 vínlínan hefur sögulega tilvísun í sjálfstæðis- baráttu landsins. Snemma á 19. öld, er landsmenn reyndu að komast undan ofríki spænsku krúnunnar, földu 120 hermenn uppreisnarmanna sig í kjöllurum víngerðarinnar og herjuðu þaðan á hermenn Spánarkonungs. Voru hermennirnir 120 undir stjórn hershöfðingjans Bern- ardo O‘Higgins, sem varð einn af leiðtogum landsins er það hlaut sjálfstæði. Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon er frísklegt og ávaxtaríkt vín sem ræður við flestan mat. Verð í vínbúðunum 1.400 krónur. SANTA RITA: Fjórar smáflöskur í hentugri öskju Gestasaumarinn Stefán Jón Hafstein sýnir glaðbeittur handverk sitt. Kristín Árnadóttir, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, einbeitir sér að saumaskapnum. Sláturtíðin er að líða undir lok að þessu sinni en það er aldrei of seint að gleðjast í góðra vina hópi og sauma nokkrar vambir. Guðrún Ögmundsdóttir passar að safna að sér skemmtilegu fólki og taka með því slátur helst á hverju ári. Í húsi einu við Nóatún hittist um daginn glaðbeittur hópur og lét heilt fimmtudagskvöld snúast um kindainnyfli, blóð og saumaskap. Húsráðandi, Guðrún Ögmunds- dóttir, segist alltaf taka slátur þegar hún getur enda er hún alin upp við þann sið. „Mér finnst óskaplega gaman að gera slátur því það er svo skemmtileg félags- leg athöfn fyrir utan auðvitað að vera heilmikil búbót,“ segir Guðrún. „Við Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Árnadóttir og Fríða tengdamamma höfum gert þetta á víxl heima hjá hvor annarri í nokkur ár og höfum stundum boðið til okkar gestasaumurum. Gestasaumarinn í ár var Stefán Jón Hafstein en áður hefur til dæmis Þórhildur Þorleifsdóttir verið gestasaumari hjá okkur. Frumskilyrðið fyrir að fá að vera gestasaumari er að hafa gaman af þessu og þykja slátur góður matur.“ Guðrún segir að aðfar- irnar skili að minnsta kosti ellefu máltíðum fyrir hverja fjölskyldu. „Við hittumst svo alltaf og borðum slátur saman þegar sláturgerðinni er lokið og það gerðist síðastliðinn sunnudag heima hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Þá kemur öll fjölskyld- an með svo við vorum þar átján í mikilli sláturveislu.“ Að sögn Guðrúnar eru gerð bæði blóðmör og lifrarpylsa og uppskriftin nokk- uð hefðbundin. „Viðsetjum reynd- ar rjóma og kjötkraft í staðinn fyrir mjólk.“ Og verkaskiptingin er nokkuð ákveðin. „Ég er eigin- lega með meginumsjónina eftir forskrift Fríðu, sé um að hræra, troða og sníða en eftirlæt þeim hinum saumaskapinn.“ Og það er oft glatt á hjalla þegar slátur- gerðarhópurinn kemur saman. „Pólitíkin fær stundum að fljóta með í umræðunni en það fer eftir því hvað er að gerast hverju sinni. Annars ræðum við allt frá sögum af börnunum okkar og að handan- heiminum.“ brynhildurb@frettabladid.is Sláturtíð svo björt og blíð Guðrún Ögmundsdóttir húsráðandi einbeitt á svip við blóðhræringinn. E.ÓL. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, saumar vambir undir árvökulu auga Sigfríðar Hallgrímsdóttur. Réttir kvöldsins Fordrykkur í boði hússins M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja rétta máltíð Humarsúpa kr. 850 m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890 m/ hvítvínssósu , grænmeti og bakaðri kartöflu Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890 m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990 m/chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Eftirréttur Súkkulaðifrauð kr. 690 Borðapantanir í síma 562 1988 Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27 / www.madonna.is Tilboðin gilda öll kvöld Fá›u hól fyrir framan sjónvarpið Allt til víngerðar Opið mán. - fös. 10 - 18 laug. 10 - 15

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.