Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 66

Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 66
Mán.-Fim. 18:00-23:30 Föstudaga 18:00-03:00 Laugardaga 11:30-03:00 Sunnudaga 11:30-23:30 Góð aðstaða fyrir afmæli, árshátíðir og aðrar samkomur. Lifandi tónlist allar helgar. Boltinn í beinni. Kirkjustétt 2-6, Grafarholti S. 567 8197 SPORTBAR opið: KRINGLUKRáINKRINGLUK ÁIN Frelsi, nýtt íslenskt leikrit eftir Hrund Ólafsdóttur, verður frum- sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins í kvöld. Verkið fjallar um fjögur ungmenni sem eru ekki sátt við umhverfi sitt og samfélagi. Í leit að leiðum til að láta rödd sína heyrast kviknar hugmynd, en í heimi þar sem peningar eru mæli- kvarði alls geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar. Þetta er fyrsta leikrit Hrundar í fullri lengd og jafnframt fyrsta verk hennar sem sett er upp í atvinnuleikhúsi. Þá er þetta frum- raun Jóns Páls Eyjólfssonar sem leikstjóra í Þjóðleikhúsinu. „Ferl- ið hefur gengið vel,“ segir Jón Páll. „Að vísu nokkur boðaföll eins og alltaf, enda er stórhættulegt að setja upp nýtt íslenskt leikverk,“ segir hann sposkur. Frelsi spyr áleitinna spurninga telur Jón Páll og það heillaði hann við verkið. „Við búum í samfélagi þar sem hlutir öðlast virði með peningum. Ég tek þá afstöðu að það hljóti að vera eitthvað annað og meira í lífunu, annars erum við ekkert nema fötin á bakinu og bíllinn í innkeyrslunni. Leikhúsið á einmitt að vera eitthvað annað og sýna okkur að það er meira til að lifa fyrir en næsta raðgreiðsla og það held ég að Hrund takist í þessu verki.“ Jón Páll segir það ekki hafa komið sér á óvart að Þjóðleikhúsið hafi viljað setja verkið upp. „Þjóð- leikhúsið hefur alltaf verið vett- vangur fyrir nýskrif og ég held að það felist líka ákveðin skilaboð í því sem er að peningar eru ekki sá mælikvarða sem er lagður á leik- hús; sýningar eru ekki settar upp eingöngu undir þeim formerkjum hvað má græða mikið á þeim.“ Aðalhlutverk sýningarinnar eru í höndum Ólafs Steins Ingunnar- sonar, Ísgerðar Elfu Gunnarsdótt- ur, Arnbjargar Hlífar Valsdóttur og Gísla Péturs Hinrikssonar. Stórhættulegt að setja upp íslenskt leikverk ÚR FRELSI Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Gísli Pétur Hinriksson. JÓN PÁLL EYJÓLFSSON Frelsi er fyrsta leik- stjórnarverk Jóns í Þjóðleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.