Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 79

Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 79
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Humar 1.290, kr/kg Ótrúlega gott verð á fínum humri. Vinkona mín kom að tali við mig á MSN um daginn og sagði: Hæ, mér var dömpað á MSN! Eins og mér finnist ekki nógu asnalegt að tilkynna mér þetta á MSN en að hann hafi í raun og veru hætt með henni í tölvusmáskilaboði fannst mér gersamlega fyrir neðan allar hellur! Ég missti hökuna niður í kjöltu yfir ósmekklegheitunum og lúðaskapn- um í aumingja drengnum. Hún sýndi mér síðan þessi merkilegu skilaboð yfir kaffibolla eftir að við ákváðum að hætta að haga okkur eins og við gætum ekki talað saman öðruvísi en í gegnum eitt- hvert apparat. Skilaboðin voru þessi: Ég er ekki alveg að finna mig í þessu, það er bara ekki pláss fyrir aðra manneskju í lífinu mínu, þetta ert ekki þú heldur ég og ég þarf að taka til í mínum málum áður en ég fer út í frekara samband. Hún náttúrlega sprakk úr hlátri eins og hver heilvita manneskja myndi gera og svaraði honum svona: Ha ha ha, en ófrumlegt að enda þetta á MSN og nota frasa sem ég og annar hver jarðarbúi hefur klínt í andlitið á einhverjum sem hann vill losna við, hafðu það gott... Mér fannst þetta helvíti gott hjá henni enda ekkert annað svar við svona dömpi. Stuttu seinna frétti ég af fleiri álíka uppsögnum sem falla undir sama gæðastaðal. Ein vinkona mín hætti með sínum til nokkurra ára í SMS-i sem í stóð: Áhuginn er búinn! Annar kunningi minn sagðist hafa drýgt dauðasynd- ina leti þegar hann sendi sinni: Ég er ástfanginn af annarri konu, vertu farin á morgun! Stutt og skorinort og engin mannleg samskipti þörf. Þumallinn stimplar nokkra stafi og málið er dautt! Á þetta einhver skilið, ég bara spyr? Mér finnst að eftir allt sem maður þarf að standa í og ganga í gegnum þegar maður er yfir höfuð að leggja á sig samband verðskuldi hver heiðarleg manneskja að viðkomandi hafi aðeins fyrir því að vera sá sem slítur samband- inu. Má ekki bara vera svolítið erfitt að brjóta hjartað í einhverjum og er ekki bara í lagi að sá hinn sami fái sting, örlítið samviskubit og svitni aðeins yfir dramanu sem verið er að skapa? Þróunin undanfarin ár hefur sem sagt skilað sér í því að fólk játar stefnumóta- boði í SMS-i og endar svo leikinn, ef hann hentar ekki að svo stöddu, í einu stykki SMS. Ég er ansi hrædd um að næst segi mér einhver að bónorðið hafi komið í gegnum SMS eða MSN og svo á endanum verður örugglega hægt að skrifa undir skilnaðarpapp- írana, úrskurða um forræði og skipta eignunum „online“. REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR FURÐAR SIG Á UPPSÖGNUM Á MSN Djöfullegt internet-dömp Rithöfundinum Árna Þórarinssyni hefur verið boðið á alþjóðlega krimmahátíð í Vilníus, höfuborg Litháens, dagana 9.-12. nóvem- ber, en hún er haldin af Norrænu ráðherranefndinni. Hátíðin nefn- ist Vilnius Alibi en hana sækja glæpasagnahöfundar frá öllum Norðurlöndum auk höfunda frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi en umræðuefnið verður glæpir, glæpasögur og samfélag, „Það kom bara boð á tölvupósti og ég tók því kurteisislega og fagnandi,“ segir Árni þegar hann er inntur eftir því hvernig standi á þessari ferð hjá honum. Höfund- urinn segist hlakka til ferðalags- ins enda hafi hann aldrei komið til Vilníus. „Mér skilst að mannlífið sé mjög skrautlegt og að þeir séu ekki síður að glíma við glæpi en við,“ segir hann en bætir við að þó ákveðinnar tilhlökkunar gæti sé hann ekki mikill ráðstefnukarl.“ Ég hef ekkert sérstaklega gaman af málþingum en auðvitað eru undantekningar á því,“ viðurkenn- ir hann. Ráðstefnuhaldarar báðu alla höfunda um að skrifa smásögu sem gerðist í Vilníus án þess að vita hvort einhver af ráðstefnugest- unum hefði komið þangað. „Mér fannst þetta djarft hjá þeim en gat því miður ekki tekið þátt í tilraun- inni þar sem ég var að klára Tíma nornarinnar,“ útskýrir hann en bætir við að þetta hefði örugglega reynt verulega á hugmyndaflugið. „Einhverjir tóku þátt og þær smá- sögur koma út í bók,“ segir hann. Fundar um glæpi í Vilníus ÁRNI ÞÓRARINSSON Undirbýr nú jómfrúarferð til Vilníus. Þar mun hann verða í góðum félagskap glæpasagnahöfunda sem ætla að ræða glæpi, glæpasögur og samfélag. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VILHELM LÁRÉTT 2 slitrótt tal 6 2 eins 8 struns 9 stormur 11 skyldir 12 ráðagerð 14 hlátur 16 nafnorð 17 mánuður 18 pappírsblað 20 í röð 21 dreifa. LÓÐRÉTT 1 listi 3 samtök 4 afsal 5 skjön 7 kista 10 bergtegund 13 þrep í stiga 15 fjar- skiptatæki 16 á nefi 19 íþróttafélag. HRÓSIÐ ...fær heimspekingurinn Valur Brynjar Antonsson fyrir sýning- una Föðurmorð og nornatími í Norræna húsinu. Fáar bækur hafa fengið jafn sterk viðbrögð og Myndin af pabba. Í henni rekur Gerður Kristný sögu Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar sem máttu þola hryllilegt ofbeldi af hendi föður síns. Hafn- arfjörður hefur verið töluvert í kastljósi fjölmiðla enda áttu stúlkurnar heima þar. Hafnar- fjarðarbær hefur ákveðið að efna til málþings í næstu viku meðal þeirra starfshópa sem hafa með málefni barna að gera. Verður málþingið opið starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar en Thelma mun ávarpa það og taka þátt. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjöl- skylduráðs í Hafnarfirði, segir að yfirvöldum í bænum hafi fundist að þau þyrftu að bregð- ast við en að viðbrögðin hefðu komið þótt þessir atburðir hefðu átt sér stað í einhverju öðru bæj- arfélagi. „Svona ofbeldi getur þrifist enn þann dag í dag en til þess að koma í veg fyrir það þarf samstarf allra hópa sem hafa með velferð barna að gera,“ segir Guðmundur og bætir við að honum hafi þótt framtak þeirra Gerðar og Thelmu bæði þarft og djarft. Bæjarfulltrúinn bætir við að það skorti ekki á úrræð- in eða tækin heldur vanti sam- eiginlega vitund okkar um þær skyldur sem við höfum. „Ef fólk hefur minnsta grun á það að láta vita og láta sérfræðinga skoða málin,“ segir hann. Guðmundi finnst það mikilvægt að umræð- an um þessi málefni gleymist ekki eftir að hafa farið af stað með jafn miklum hvelli. „Það er skylda okkar að halda henni gangandi. Ekki til að elta uppi einhverja sökudólga heldur til að nýta skelfilega reynslu þessara stúlkna og koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.“ Gerður Kristný, höfundur bók- arinnar, er mjög ánægð með þau viðbrögð sem bókin hefur feng- ið. „Alla rithöfunda dreymir um að skrifa bók sem kemur góðu til leiðar. Mér finnst stórkostlegt að Myndinni af pabba hafi tekist það,“ segir hún en bætir við að hvorki hana né Telmu hafi grunað hver viðbrögðin yrðu. „Fólk vindur sér að manni úti á götu og vill fá að ræða við mig um sögu Thelmu.“ Gerður segir að Myndin af pabba sé hverjum og einum nauðsynleg lesning en hún hafi passað sig á því að skrifa hana þannig að allir gætu lesið hana. „Við þurfum að geta talað um kynferðisbrot. Það er mjög auð- velt að halda að það sem ekki er talað um sé ekki til.“ freyrgigja@frettabladid.is HAFNARFJARÐARBÆR: BREGST VIÐ MYNDINNI AF PABBA Thelma tekur þátt í málþingi THELMA OG GERÐUR Thelma mun ávarpa málþing sem Hafnarfjarðarbær heldur fyrir þá starfshópa sem koma nálægt velferð barna. GUÐMUNDUR RÚNAR ÁRNASON Segir að það eina sem geti komið í veg fyrir að svona atburðir geti átt sér stað sé samstarf allra hópa. FRÉTTIR AF FÓLKI Sá orðrómur er kominn á kreik að Quentin Tarantino muni mæta og afhenda Edduna fyrir bestu kvikmynd- ina. Ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum og eftir því sem næst verður komist hefur erindið ekki verið borið upp við Tarantino sjálfan. Hann er væntan- legur til landsins ásamt leikstjóranum Eli Roth í tilefni af heimsfrumsýn- ingu Hostel, nýjustu hryllingsmyndar þess síðarnefnda. Tarantino er sagð- ur vera ákaflega jákvæður maður og hann á það til að segja já við hinu og þessu. Hann er víst einnig þekktur fyrir að láta ekki sjá sig þrátt fyrir vilyrði þess efnis. Það er því ljóst að aðdáendur Eddunnar koma til með að vera með öndina í hálsinum þegar hulunni verður svipt af því hver hljóti þann heiður að afhenda verðlaun fyrir bestu mynd- ina í ár. Þorsteinn Guðmundsson, leikari og fyrrum Fóstbróðir, hefur verið fenginn til þess að vera kynnir á Eddu- hátíðinni sem fram fer 13. nóvember. Þykir fólki þetta benda til þess að nú eigi að gera verðlaunin meira í ætt við Óskarinn eða BAFTA þar sem kynnar gera óspart grín að viðstöddum og fjar- stöddum. Eru aðstandendur þess fullvissir um að Þorsteinn eigi eftir að draga sjónvarpsáhorf- endur að skjánum enda vinsæll með eindæmum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.