Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. 40—60 MILL- JARÐA EFNA- HAGSBATI — EDA FÁTÆKT Rætt við Kristján Friðriksson, iðnrekanda, sem flutt hefur byltingarkennda fyrirlestra um efnahagsmálin Þvi er oft haldift fram, að stjórnmálamenn skorti frumleika og ný úrræði, og þótt aukin sam- neyzla og mannúðarstefna stjórnmáiaflokkanna séu þakkar- verð, þá komi i rauninni fátt nýtt fram. Ef til vill er þetta rétt, og ef undan er skilið landhelgismálið, þá er tiltölulega fátt um nýjungar á stjórnmálasviðinu. Það er ef til vill þess vegna, sem það hefur vakið töluverða at- hygli, að Kristján Friðriksson iðnrekandi hefur flutt fyrirlestra viöa um landið, og hefur rætt þar um byltingarkenndar leiðir i efnahagsmálum og atvinnumál- um og sýnt ýms merkileg linurit máli sinu til sönnunar. Fyrirlestrar Fyrirlestrar Kristjáns Frið- rikssonar hafa ekki einasta vakið athygli hér á landi, heldur lika erlendis, og má það vera til marks um það, að norska sjónvarpið sá ástæðu til þess að eig£ vrð hann itarlegt við tal um málið. Kristján hefur áður vakið at- hygli fyrir frumlegar skoðanir sinar og hefur tekið þátt i stjórnmálastarfilengi,hefur m.a. átt sæti á alþingi. Hann er lika þjóðkunnur iðnrekandi i vefnaði og fatagerð, enda stundum kenndur við fyrirtæki sitt.últimu. Það vekur athygli, að Kristján fer nýja — en þó gamalkunna — leið til þess að flytja mönnum þessi nýju tiðindi. Hann notar ekki fjölmiðlana, útvarp og sjón- varp, eða dagblöðin, til þess að flytja mál sitt, heldur ferðast hann um landið og heldur fyrir- lestra. — Við hittum Kristján að máli og spurðum hann fyrst, hvers vegna hann notaði þessa aðferð til þess að flytja mál sitt? Hann svaraði á þessa leið: — Til þess eru tvær ástæður aðallega. önnur er sú, að ég tel mikilvægt að heyra undirtektir manna og hlusta á gagnrýni i hin- um ýmsu landshlutum. Meðal annars er það vegna þess að til- lögugerð min gerir ráð fyrir nýrri verkaskiptingu i landshlutunum, og þess vegna hljóta viðhorf manna að verða misjöfn eftir búsetu. Hin ástæðan er sú, að mér finnst málið vera svo mikilvægt, að ekki sé hættandi á að láta það kafna i þeirri fjölmiðlamengun, sem hér er nú rikjandi. Ef þér sýnist náungi þinn vera að fara sér að voða, væri það afsakanlegt, að þú hrópaðir hátt. ísland á leið til fátæktar? — Ber þá að skilja þetta svo, að þú teljir islenzku þjóðina vera að fara sér að voða — efnahagslega? — Ja. 6g sé ekki betur en að stefnt sé inn i fátækt með sama áframhaldi. Ég held, að lifskjör- in hljóti að versna um 10-15% á næstu 5-8 árum —ef haldið verður i nústefnu.sem ég reyndar leyfi Hér er Kristján Friðriksson, iðnrekandi méð eina af skýringarmynd- um sinum, en myndin skýrir að hans sögn, til fulinustu það sem henni er ætlað, en þá aðeins i tengslum viö erindi hans. Alls hefur hann látið gera 15 skýringamyndir og linurit sem hann notar við fyrirlestrana. (Timamyndir Gunnar) mér að nefna þá fátæktarstefnu i erindi minu. Sú lifskjaraskerðing verður ekki aðeins sársaukafull, heldur er hún beinlinis hættuleg fyrirlandið,þvi að hún mun m.a. leiða til atgervisflótta. B jörn Frið- finnsson skaut þessu ágæta orði að mér á fundi á Húsavik um dag- inn, en orðið er yfir það, þegar framtakssamasta fólkið flyzt úr landi til þess að fá betri lifskjör — En er ekki einmitt nauðsyn- legt að skerða lifskjörin um tima til þess að koma efnahagsstöð- unni i frainfarahorf? Að efnahagserfiðleikar okkar séu aðeins timabundnir? — Nei, ég tel að til þess þurfi ekkiaðkoma nema ef til vill rétt i bili. Ég tel þvert á móti að við getum með nýstefnu, breyttri stefnu i efnahagsmálum, náð miklum efnahagsbata, svo að segja strax. En ef farið verður að minum ráðum, geti framvindan orðið önnur, að batinn geti náð 40-60 milljörðum, eða um 30% lifskjarabótum á einum áratug, þvi hluti af efnahagsbafanum verður að fara i að ná traustari efnahagsstöðu fyrir þjóðarbúið almennt. Ný uppröðun efnahagsþáttanna — Hvernig ætlar þú að ná þcss- um mikla „efnahagsbata”, svo notuð séu þin orð? — Með nýrri uppröðun efna- hagsþáttanna. Ég nefni erindi mitt „Hagkeðju” til þess að undirstrika, að þessum mikla árangri á að ná með þvi að mynda einskonar orsakakeðju, láta efna- hagsþættina verka hvern á annan á nýjan hátt. — Þú ert þá með öðrum orðum með „patentlausn” á vandanum? — Ja, það mætti vel komast svo að orði. Menn segja oft mjög spekingslegir, að engin „patent- lausn” sé til á þessum vanda og hinum, og þá i niðrandi merk- ingu. En ef þetta er skoðað niður i kjölinn, kemur i ljós að það eru einmitt ýmiss konar „patent- lausnir”, sem öll velmegun bygg- ist á. LAUGAVEGI I Vill minnka fiskveiðiflotann — Ný „uppröðun efnahagsþátt- anna”. „Hagkeðja”. Hver er fyrsti hlekkur keðjunnar? — Fyrsti hlekkur keðjunnar er minnkun fiskiskipaflotans. Við temprum stærð flotans með auð- lindaskatti. 55 þúsund lesta veiði- floti er nógu stór til að fullnýta tslandsmið. Ef þetta er gert, spörum við i útgerðarkostnaði 7-9 milljarða króna á ári. Með þessu fé á að „koma hagkeðjunni i gang”. — Þessu til skýringar getur þú fengiðaðsjá eina mynd ef þú vilt. Annars nota ég 15 linurit og skýringamyndir til stuðnings þessum málflutningi, en þetta snertir mest sjávarútveg og iðn- að. Ein-forsendan er sú, að viö veiðum okkar fisk of snemma, smáfiskadrápinu má likja viö það, að bændur slátruðu lömbum sinum svo til nýbornum, en biðu ekki til haustsins. Annars ætla ég ekki að fara að halda fyrirlesturinn yfir þér. Þetta er mikið mál, og fundirnir hafa tekið þrjá tima með umræð- um og fyrirspurnum. — Hvernig hefur erindaflutn- ingi þinum verið tekið? — Mér hefur verið vel tekið, og til marks um það hafa á mörgum fundunum verið samþykktar til- lögur, þar sem skorað hefur verið á valdhafa að gefa gaum að þess- um tillögum. Þessar funda- ályktanir hafa verið samþykktar samhljóða, nema á einum fundi, þar sem einn maður var á móti,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.