Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975, ÞOKKABÓT ! iui::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: : „B-hliðin á þessari plötu er tilraun til að lýsa náttúrunni og þeirri stemmningu, sem hún býður upp á, — með tónlist”. Hljómplatan heitir Bætiflákar. B-hliðin nefnist sólarhringur. - A-hliðin nefnist flug- vélar. Hljómsveitin heitir Þokkabót. Sá sem talaði heitir Egg- ert Þorleifsson. Sá sem talar næst heitir Ingólfur Steinsson. ,,A-hliðin heitir flug- vélar, bæði vegna þess að fyrsta lag plötunnar heitir flugvélar, og kannski ekki siður vegna þess, að A-hliðin er mikið til samin i flugvél milli Egilsstaða og Reykjavikur”. Nú i vikunni kom út önnur breiðskifa Þokkabótar, Bæti- flákar. útgefandi er Steinar h.f. Hljóm- sveitin var þannig skipuð, þegar platan var tekin upp: Ingólfur Steinsson, Magnús Einarsson, Eggert Þorleifsson, Halldór Gunnarsson, Gylfi Gunnarsson og Ragnar Eymundsson. Tveir þeir siöasttöldu hafa setzt aö austur á fjöröum, og munu þvi ekki koma fram meö 'h'ljómsveitinni I vetur. 1 staö þeirra er Leifur Hauksson kominn i hljómsveitina. Ingólfur Steinsson og Eggert Þorleifsson eru komnir i heim- sókn til Nú-timans. — Þaö er miklu meiri tónlist á þessari plötu en þeirri fyrri, sem heitir Upphafiö, segir Ingólfur. A þeirri plötu er mest- megnis efni, sem viö vorum aö troöa upp meö á skemmti- kvöldum. Viö fórum inn i studio og settum þaö á plötu. A nýju plötunni er hins vegar ein- vöröungu efni, sem var sérstak- lega ætlaö á plötu. — Ætliö þiö aö koma fram opinberlega á næstunni? — Viö erum 1 þann mund aö byrja aö æfa saman en þaö hefur dregizt nokkuö aö byrja æfingar sökum aöstööuskorts. En viö ætlum aö æfa upp frum- samiö prdgramm og leika opin- berlegai vetur.Ókkur langar til aö spila mikiö. Okkur langar ekki til aö leika litil lög viö texta. Viö ætlum aö leggja áherzlu á tónlistina. — Þegar viö erum búnir aö fullæfa prógrammiö, munum viö reyna aö koma fram á tónlistarkvöldum I skólum og á öörum slikum samkomum, þar sem fólk er komiö til þess aö hlusta. Nei, viö munum ekki troöa okkur fram á öldurhúsum, þar sem fólk er aö gera sér glaöan dag. Viö reyndum þaö á sinum tima aö skemmta á stööum, þar sem fólk var aö gera sér glaðan dag, og viö höfum fengiö okkur fullsadda af þvi. I sumar komum viö m .a. fram I Valaskjálf á Egilsstööum og fluttum þá lög af jiessari nýju plötu. Þaö tókst þannig til, aö viö vildum helzt siga niöur Ur gólfinu. Drukkiö fólk er ekki I öldurhúsi til aö hlusta á tónlist. Þaö vill brillera sjálft, og þaö vill halda áfram aö segja sessu- nautnum ævisögu sina. — Aö storma inn á sviö i öldurhúsi er eins og aö æöa út i mikinn veöurofsa meö hljóöfæri á öxlinni — allavega gæti maöur taliö, aö sú tilfinnig væri svipuö. Ég man eftir þvi, aö einu sinni áttum viö aö koma fram i ónefndu öldurhúsi hérfbænum ásamt ónefndri eftirhermu. Þaö var mikil drykkja i húsinu og viö kviöum mjög fyrir þvi, aö þurfa aö storma inn á sviöiö og reyna aö beina athygli fólksins aö okkur. Eftirherman átti aö koma fram á eftir okkur, en viö fengum þvi breytt, og hann fór inn á sviöið fyrst. I byrjun reyndi hann itrekað aö fá hljóö I salnum meö þvi aö öskra: Hljóö!! — en svo byrjaöi hann aö herma eftir. Fólkið var nærri búiö aö hengja hann i hlj'öö- nemasnúrunum að lokum. Viö sluppum viö aö koma fram. Tvöfaldir i roðinu Nú hefur nýr maöur bætzt I ykkar hóp og Gylfi og Ragnar hafa setzt aö austur á fjöröum. Hver er Leifur Hauksson? — Leifur er úr Kópavogi og hefur leikiö mjög lengi á gitar, auk þess sem hann hefur samiö slatta af lögum. Við höfum þekkt hann lengi, og hann hefur veriö einn af okkar félögum. Þaö má segja aö hann komi sjálfkrafa inn i hljómsveitina á svipaöan hátt og Eggert. Þokkabótarmenn eru tvö- faldir I roðinu, ef svo má aö oröi komast. Tvö undanfarin sumur hafa þeir félagar nefnilega starfrækt danshljómsveit austur á fjöröum. I sumar sem leiö geröu þeir út hljómsveitina Einsdæmi, utan hvaö Gylfi var ekki i hljómsveitinni. Og sumarið þar á undan ráku þeir danshljómsveitina Gustuk og geröu út frá Homafirði, en þá voru hvorki Gylfi né Eggert meö. — Einsdæmi tók upp þá merkilegu stefnu, sem ýmsir frægir tónlistarmenn úti I heimi hafa tileinkaö sér, aö leika gömul rökklög. Ýmsar Islenzkar hljómsveitir tóku upp þessa stefnu, en viö geröum þaö meö öörum hætti, þvi viö lékum mikiö af gömlu islenzku rokki. — Þaö var skemmtilegt og féll i góðan jarðveg. Bætiflákar A A-hliö hinnar nýju plötu Þokkabótareruátta lög. Þar tekur hljómsveitin fyrir sér- stakt „tema” sólarhringinn — og er sú hlið raunar eitt heil- steypt verk, þótt þarsé aö finna fimm sjálfstæð lög, (Morgunn, Dagur, Kvöld, Vögguvisa og Nótt.) Meöan Bætiflákar snerust á plötuspilara Nú-timans, sögðu Ingólfur og Eggert frá tilurö laganna. A-hlið: Flugvélar (Halldór Gunnarsson — Hannes Pétursson) Hallddr syngur „Sólglampandi fiörildi eru flugvélarnar á sumrin...” Lagiö var samið fyrir 5—6 árum I Ölafsvik Halldór fann ljóöiö I Skólaljóöum. — 17. júni 1972 heyrði ég þetta lag i fyrsta sinn hjá Halldóri, segir Ingólfur. Þá vorum viö báöir viö Mývatn i grenjandi stórhriö. Viö sátum viö vatnið og busluöum og sungum þetta lag, I algjörri mótsöen viö umhverfiö. — Flugvélar er fyrsta lagiö, sem ég heyröieftir Dóra, og þaö hefur tekiö miklum breytingum siöan þaö var samiö i Ólafsvik. — Hefur Hannes Pétursson heyrt lagið? — Nei, hann var ekkert að hafa fyrir þvi. Hins vegar tók hann vel i þaö, aö viö gæfum þetta út. OoO Dufl og dans (Donovan — Val- geir Sigurösson) Gylfi syngur „Þvi ég elska dufl og dans mig dreymir gleöikvenna- fans....” — Viö höföum tilbúiö frum- samiö efni á heila plötu. Hins vegar vorum viö meö þetta lag á skemmtiprógramminu okkar, og þegar viö vorum aö tina til efni á þessa plötu, mundum viö allt I einu eftir þessu lagi og ákváöum aö hafa þaö á plöt- unni. OoO Möwekvæöi (Magnús Einarsson — Þórarinn Eldjárn) Gylfi syngur „Ég hef iðrazt, ég skal gera bót. ég skal renna á Möwe gegnum lifiö.” — Lagiö hefur veriö aö seytla út úr Magnúsi jafnt og þétt á nokkrum árum. Takturinn er reiöhjól i praxis og gefur glögg- lega til kynna pólitiskt frjáls- lyndi Magnúsar, þvi auövitað er Möwe ekkert verra hjól en önn- ur. Viö sendum Þórarni stofn- upptöku af báöum lögunum (sjá næsta lag) aö beiöni hans, og er hann haföi hlýtt á lögin, sendi hann bréf um hæl og sagöi aö sér fyndust lögin vond!!! — Kannski eru þessi tvö lög lika talandi dæmi um okkar smekkleysi... OoO Sveinbjörn Egilsson (Gylfi Gunnarsson — Þórarinn Eld- járn) Gylfi syngur „Margt eitt fól þó stökkvi á stöng er stefnan bæöi lág og röng. Staöreyndin er semsagt sú aö Sveinbjörn heitir Valbjörn nd...” — Gylfi samdi lagiö sér til hægöarauka (?) og lagiö rann út úr honum eins og steinsmuga — enda er Gylfi músikmenntaöur maöur. Þaö var horfiö frá þvi aö kalla lagiö steinsmuga, og þaö var frábær texti litla prinsins sem kom I veg fyrir þaö rétt- nefni. OoO Miövikudagur (Ingólfur Steins- son — Steinn Steinarr) Ingólfur syngur „Og mennirnir græöa og menn- irnir tapa á vixl, og mönnum er iánaö, þó enginn skuld sina borgi...” — Keikjan aö laginu spratt upp á leiöinni milli Flugfélags Islands og Nýja Garös, þ.e. i Vatnsmýrinni. Þaö var dumb- ungur, og ég var meö þetta ljóö Steins Steinarrs i huga. OoO Mansöngur (Donovan — Hall- dór Gunnarsson) Magnús syngur „Marfa Jóna i möttlinum græna mætti ég tróna viö hliöina á þér...” — Textinn er um vinkonu okkar. Lofsöngur til hennar. OoO Viö Austurvöll (Jón Asgeirsson — Jónas Arnason) (útsetning: Þokkabót) Ingólfur syngur. „Ég hitti eitt sinn viö Austurvöll ungan zebrahest...” — Þetta lag varð til fyrir mjög mörgum árum, þegar þeir félagar voru stráklingar. Nú, viö báöum Jón aö koma og hlusta á útsetningu okkar, og hann kom upp f stúdió. Þannig hittist á, aö það var veriö aö leika lagið i gegn um stóru há- talarana I stúdióinu, þegar JOn var að ganga upp stigann. Viö vissum ekki af honum fyrr en viö heyröum hrópaö neöan úr stiganum: „Þarna á að vera 4. sæti”. Þá var þaö Jón, sem haföi heyrt villu i hljómsetningu neöan úr stiga. Svo heilsaöi hann. — Þetta atriöi stakk Jón I tón- eyraö. Viö höfum ekki hugmynd um þaö, hvernig lagiö er I upp- runalegri mynd. Textinn er of- skynjun. Lagiö er meö vægri sveiflu. OoO Unaösreitur (Magnús Einars- son — Halldór Gunnarsson Halldór syngur „Eldrautt glmald Geimhildar gapir viö fullt velvildar...” — Lagiö er aö mestu leyti leikiö af fingrum fram. Grunnur, hljómar og söngur voru fyrir hendi, en aörir þættir lagsins voru leiknir af fingrum fram i stúdióinu. Textinn??? OoO B-hlið: Sóla rhr ingur Morgunn (Ingólfur Steinsson — Halldór Gunnarsson Dagur (Ingólfur — Magnús — Halldór) Kvöld (Halldór Gunarsson) Vögguvisa (útsending: Magnús Einarsson) Nótt (Ingólfur Steinsson — Hall- dór Gunnarsson) Ingólfur sy ngur sólósöng i öllum lögunum. — A þessari hlið gefum viö okkur ákveðiö „tema” og ger- um tilraun til aö láta hljóöfærin framkalla þá stemmningu sem viö á.frekar en aö leggja hana á borö I oröum. Textinn dregur aö visu upp mynd, en tónlistin ger- irþá myndgleggri. Ja, þetta er I rauninni austfirzkur sólarhring- ur. Halldór samdi alla textana. Morgunn: „Morgunsólin blessuö ofar alfaraleiö allt I einu llfi lofar, fjallatinda og kletta klofar, klöngrast niöur fjallasneiö...” Dagur: „Dagur er runninn enn á ný dagurinn sigrar, lýsir ský, næturvættir fyrir löngu orönar lúnar...” Kvöld: „I kvöld skulum samtaka leita aö ljóöi, ljósisem skfn...” Nótt: „Hnigur I djúp hljóölát sorg, hillir undir draumaborg...” — Sólarhringur er ekki sam- fellt verk. Þaö eru fimm sjálf- stæö lög, sem eiga þaö eitt sam- eiginlegt, aö þau fjalla um hinar ýmsu stundir sólarhringsins. Siöasti hluti plötunnar er leikinn af fingrum fram i stúdióinu, og þar má finna ýmsa hortitti. Hins vegar vorum viö samtaka i þvi aö draga upp ákveöna stemmn- ingu og hún kemur svona fram á plötunni, og þannig viljum viö hafa hana. Akveöna stemmn- ingu, sem allir þekkja, er ekki hægt að þrautæfa og skipu- leggja. Bætiflákar eru teknir upp I Hljóörita undir stjórn Tony Cooks og Clafs Þóröarsonar. Þokkabót til aðstoöar var Reynir Sigurösson á vibrafón, marimba og á ásláttarhljóðfæri. Aö lokum báöu þeir Ingólfur og Eggert fyrir kveöju til Jó- hannesar Eðvaldssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.