Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 27
Siinnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN 27 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — LANGAVITLEYSA VERRI VITLEYSA EÐA ER ÞAÐ RUSSELMANIA? Samband þeirra Bates og Reed er þaö athyglisveröasta viö myndina. Vinátta þeirra er byggö á vilja og þörf, en er aö mestu án skilnings. Tónabió: Women in love Leikstjórn: Ken Russeii Aðalhlutverk: Alan Bates, Glenda Jackson, Oliver Reed, Jennie Linden. Gerö eftir samnefndri sögu D. H. Lawrence. Þér svefnlausir, sem reikið um nætur og fáiö ekki hvilst. Lausnin er í nánd, þér getið litið bjartari daga og sofið um nætur. Farið og sjáið kvikmyndina Women in love, sem nú er til sýninga i Tónabió, og yður mun veitast hvild. Já, jafnvel yður mun hún geta svæft. öðrum gestum Tónabiós, sem láta tælast inn á sýningu á enn einu „snilldarverki” Ken Russels, Women inn love, sem að sjálfsögðu er gerð eftir sam- nefndri sögu D.H. Lawrence, er aðeins hægt að gefa eitt ráð. Takið með góða bók og vasaljós, þá mun yður ekki leiðast. SVO BREGÐAST.... ....sem aðrir raftar. Alan Bates, Oliver Reed, Glenda Jackson og Jennie Linden undir stjórn meistara Russel. Einhvern tima heföi slikt fereyki með þennan lika kúsk, þótt vænlegt til stórvirkja. Svo getur þó talist i þetta sinn, þvi árangurinn af samstarfinu er hörmulegur. Hreint hörmu- legur. Myndin er löng — óhóflega löng. Hún er leiðinleg — óhóf- lega leiðinleg. Hún er of sein — óhóflega of mikið sein — tuttugu árum, jafnvel þrjátiu árum of sein. Eða hvað? Hefði hún verið jafn leiðinleg þá? Það er æði oft sem kvik- myndahússferðir eru til lítils farnar. Þeim mun sárara er það þó þegar við miklu er búist, að finna sem næst ekkert. Það er þvi likast að klæðast til veizlu, en verða svo, þegar á staðinn kemur, dæmdur til að skríða um gólf i leit að molum. SÉRHVAÐ HEFUR TIL SÍNS.... Fátt er svo meö öllu illt, að ekki boði nokkurt gott. Þegar veizlan er fjölmenn og gestir taka vel til matar sins, fellur alla jafnan nokkuð af molum á gólf. Svo er og i þetta sinn, þvi ein- staka atriði myndarinnar standa upp úr og bera hæfileik- um aöstandenda hennar vitni. Fyrst má þar telja að mynda- takan er með miklum ágætum. Hún og leikur i aðalhlutverkum gefa myndinni nokkurt gildi, þó hvergi nærri nóg. Sameining manna og náttúrunnar um- hverfis þá ber þar einkum af. Af einstökum leikatriðum mætti til dæmis telja fram sam- spil þeirra Bates og Reed, en sambandið milli þeirra er það athyglisverðasta sem I mynd- inni er að finna. Að öðru leyti reyndist myndin hin daufgerðasta og hefði mátt hafa eín fimm hlé eða svo. Það er svo þreytandi að láta sér leiðast. HV Hafnarbió: Skotgiaöar stúlkur, Leikstjórn: Eddie Romero Aðalhlutverk: Gloria Hendry, Cheri Caffaro, Rosanna Ortiz, Sid Haig, Eddie Gomes, Rita Gomes, John Ashley. Eitt stykki bandltó, eitt stykki „sjarmöör” eitt stykki hugsjónaher, eitt stykki ást- fangin, amerlsk stúlka og eitt Eitt stykki banditó stykki svört afturbatapika. Hvillkur samsöfnuður. Eink- um þegar i leikinn bætist kúgaraher, undir stjórn valda- girugs hershöfðingja. Það er fátt eitt um þessa mynd að segja. Hún hefur til að bera nógan hasar og nóg ofbeldi til þess að sleppa frá kvikmyndaeftirlitinu at- hugasemdalaust og það segir allnokkuð eitt fyrir sig. Annars er hún heldur tilgangslitil og öllu nær fyrir venjulega borgara, með litt eða ekkert mengað hugarfar, að fá sér bara kvöldgöngu i staðinn. Ef ofbeldið heillar, þá má alltaf ganga fram hjá Þórscafé eða Röðli og reyna að hitta á slagsmál. Svo mörg voru þau orð og meðmæli fylgja engin. -HV. Eitt stykki „sjarmööör” j Eitt stykki afturbatapika Skrúfstykki 5 stærðir Borðsmergiar HAMARSBÚÐ HF. Tryggvagötu 2 Sími 2-21-30 Blaupunkt unnai SfyizetfMan h.{. Reykjavík-Akureyri. Umboösmenn vída VEIABCCe SUNDABORG Klettagörðum 1 Simi 8-66-80 Dráttarvélar til afgreiðslu strax: 40 hestafla C-335 á 567.000.- 60 hestafla C-355 á 749.000.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.