Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TTMINN 9 og greiddi atkvæði samkvæmt þvi. Bg tel þvi að máli minu hafi verið vel tekið. Éghef flutterindi á ellefu stöðum viðsvegar um landið, og auk þess hef ég flutt er- indið hjá nokkrum félagssamtök- um. Skarpasta gagnrýnin — Hefur þú ekki verið gagn- rýndur á þessum fundum? — Jú, menn ræða þetta vitt og breitt. Skarpasta gagnrýnin, sem ég minnist að hafa fengið, kom frá hagfræðingi. Hann sagði, að að vísu væri það sennilegt, að kenningar minar væru i meginat- riðum réttar, en það myndi ekki takast að koma þeim i fram- kvæmd. „Kerfið”, og jafnvel alþingismenn, myndu ekki fást til þess að hrinda svona byltingar- kenndum áformum i fram- kvæmd. — Ertu samiiiáia honum? — Ég hef ekki rökstudda ástæðu til þess að halda það. 1 fyrsta lagi held ég að þróunin knýi á um róttæka skipulags- breytingu í búskap okkar. 1 öðru lagi hef ég ekki að óreyndu ástæðu til þess að vantreysta alþingismönnum i þessu efni. Einn þeirra, sem hlýtt hefur á erindið i heild og þekkir sjálfur til sjávarútvegs, hefur einmitt lýst eindregnum stuðningi við megin efni þessara tillagna. Tveir fyrrverandi þingmenn þafa lika farið viðurkenningar- orðum um þessar hugmyndir. — Hvernig hefur fundarsóknin verið, og hvað taka margir til ináls á svona fyrirleslrum? — Fundarsókn hefur yfirleitt verið góð. T.d. mættu yfir 50 manns á Raufarhöfn, en á staðn- um búa ekki nema um 470 manns. Menn hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og 6-12 manns taka yfir- leitt til máls, bera fram fyrir- spurnir og ræða tillögurnar. Umræðan hefur verið mjög mál- efnaleg, þvi að stjórnmálin blandast þar ekki inn i, en flokks- pólitikin setur umræðu um efna- hagsmál oft á mjög lágt plan. Mikill áhugi virðist rikjandi á framtiðarmálum. Hrunamenn buðu mér til dvalar á hóteli hjá sér, svo timi gæfist til þess að ræða málin. Mývetningar voru i gær aðbjóða mér að koma norður til þess að halda erindið og ræða við þá, og á næstunni fer ég um nágrennið á Suðurlandi. Veitir ,,kerfið” upplýsingar? — Nú hefur þú orðið að safna saman miklum fróðleik og stað- reyndum um efnahagsstöðuna. Hefur gengið vel að fá stofnanir tii þess að veita upplýsingar? — Ég tel mig hafa fengið alveg sérlega góðar viðtökur og ljúfleg- ar hjá þeim aðilum, sem leitað var til. Má þar nefna til Haf- rannsóknastofnunina, Hag- rannsóknastofnun og Fram- kvæmdastofnun rikisins. Sama var að segja um aðrar stofnanir, nema að rikisábyrgðasjóður átti örðugtmeðað veita nauðsynlegar upplýsingar, sem þó var ekki af tregðu einni saman. — Hvað um framhaldið. Held- urðu áfram fyrirlestrahaldi? — já. Ég tel mjög brýnt að heyra álit manna og undirtektir sem viðast. — Ég vil reyna að koma þessu sem skilmerkilegast til almenn- ings. Reyndar hef ég komið inn á sum þessi mál i bók minni Farsældarrikið, svo að eitthvað sé nefnt. Annars er ekki ákveðið, hvernig né hvenær ég lýk þessari málsmeðferð. Ég tel að hún hafi þegar sannað ágæti sitt, þvi að málefnalega umræðu um vanda- mál þjóðarinnar hefur skort. Menn hafa viljað komast hjá þvi að hugsa. 150 nýjar iðngreinar — Án þess að unnt sé að fara út i svona flókið mál i stuttu blaða- viðtali, þá langar mig að lokum aðspyrjast fyrir um cinn þátt til- lagnanna. Þú talar um að draga úr fiskveiðum fyrir Norðurlandi og Austurlandi. Fisk eigi aðallega að veiða frá Vestfjöröum og Suð- vesturlandi. Hvaða iönað ætlar þú að stunda, og hvers vegna má ekki veiða fisk hvar sem er við landið? — Ég er þvi mótfallinn að ræða einstaka þætti „hagkeðjunnar” i blaðaviðtölum. En fiskurinn sem við veiðum er einfaldlega of gamall, þegar honum er landið. 10-15 daga gamall fiskur á ekkert erindi i neytendaumbúðir. Frost- þolnar bakteriur verða til i skip- unum, og geymsluþolið er i lág- marki, þegar húsmæður erlendis fá fisk i hendur og geyma hann i kæli. Dragnót og botnvarpa eiga ekki að sjást á uppeldisstöðvun- um fyrir Norður- og Norðaustur- landi, því þar er fiskurinn að alast upp. Við eigum aðeins að veiða 6-7 ára gamlan þorsk. Ég liki veiðun- um núna við að við færum að slátra lömbunum þegar eftir sauðburðinn. Norðurlandssjórinn er hag- lendi. Varðandi hina spurninguna um iðnaðinn vil ég segja þetta: Ég héf lista yfir tæplega 150 iðngreinar, sem ég tel að hér megi stunda. Ég tel, að við eigum að sneiða hjá fjöldaframleiðslu, að búa til mikið magn af einum litlum hlut. Lika eigum við að sneyða hjá frumstæðum hand- iðnaði sem mest. Vinnuafl er of dýrt til þess að það geti náð nægi- legri arðsemi fyrir heildina. Þá tel ég að vefnaður i stórum stil komi naumast til greina. Það sem við eigum að einbeita okkur að, er þróaður iðnaður, sem krefst kunnáttu og véla. Við eigum að kaupa iðnvélar — þær beztu, sem völ er á. Sem dæmi um hentugan iðnaðsem viðfangs- efni má nefna t.d. vökvadrifnar vindur fyrir fiskiskip. Við höfum mikla reynslu i fiskveiðum og nægjanlega fagkunnáttu til þess að framleiða vindur. Af hverri gerð eru aðeins framleiddar nokkur þúsund stykki. betta er aðeins eitt dæmi um þær 150 iðn- greinar sem ég tel henta. — Ég hef orðið var við að hér rikir vantrú á iðnaði. Islendingar eiga samt fleiri uppfinningamenn miðað við fólksfjölda en nokkur önnur þjóð, nema ef vera skyldu Gyðingar, en á þessa menn er lit- ið eins og vitfirringa, og þeir fá enga peninga til neins. Þetta er listræn og vitur þjóð, sem hefur hæfileika til þess að stunda margskonar atvinnugreinar. — Hvað um stóriðju? — Ég legg ekki mikið upp úr stóriðju. Þó tel ég að við eigum að fást eitthvað við hana, bæði á Norðurlandi og Austfjörðum, en þá aðeins til þess að stuðla að byggingu orkuvera og tryggja ódýra raforku fyrir landsmenn, sagði Kristján Friðriksson iðn- rekandi að lokum. — jg. NÝIIÐNAÐURINN GERIR Kl£YFT AÐ KREFJAST ÞES5A GEFUR 60 MILJARÐA í ÞJOÐARBUÍÐ &/ETT-NYTING breytiœgra 5TARFSKRAFTA HÆFNISNÝTING Póstpantið Munið að senda gjafirnar TÍMANLEGA MYNDALISTI — Póstkröfuþjónusta i sima 8-54-11. umJ GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REYKJAVlK ICELAND listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI MAGNUS E. BALDVINSS0N BRAUN SYNCHRON PLUS Örþunnt platínuhúðað blað Það er leyndardómur hins snögga og mjúka raksturs Snöggur og mjúkur á raksturinn að vera. Hann á svo sannarlega ekki að vera harður og óþægilegur. Þess vegna er blaðið húðað örþunnri platínuhúð og það er mjúkt þegar það leggst þétt að húð þinni. Platínuhúðin er öruggasta tryggingin fyrir þægilegum, snöggum og mjúkum rakstri. Þessi þægilegi/ snöggi ogmjúki rakstur er ástæðan fyrir því, að þér kaupiðog notið BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina. Fæst í raftækjaverzlunum i Reykjavík og víða um land og hjá okkur.— Verð kr. 12.385. Sími sölumanns er 1-87-85. BRAUN-UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS Ægisgötu 7 — Sími 17975/76

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.