Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 22 ágúst 1976 menn og málefni Skattar og auðgunarbrot Ranglát skattalög Liklega er þaö tvennt, sem fólki hefur oröib tiöræddast um siöustu daga. Annaö er skattarnir, og þó einkum þeir menn, sem dags dag- lega er ekki annaö aö sjá en hafi nóg fyrir sig aö leggja, jafnvel meira en gengur og gerist, en bera þó litla skatta eöa enga, ef þeir fá þá ekki styrktarfé sér til uppihalds. Hitt er ávisanamáliö mikla, sem upp komst viö athug- un i Seölabankanum i framhaldi af hinu svonefnda Geirfinnsmáli. Þetta tvennt er þaö, sem oftast ber á góma, þar sem hittast tveir menn eöa fleiri. Aö sjálfsögöu er þaö ekki neitt nýtt, aö fólk ræöi um skattana, bæöi þá sem þvi sjálfu er gert aö borgaogöörum.um þaö leytiárs, erskattskrárnarerulagöar fram. En þaö, sem mestu f jöri hleypir i þessar umræöur, er hiö augljósa og ódulda ranglæti, er blasir viö a siöum skattskránna. A hverju einasta ári birta blöö landsiris heila runu af nöfnum manna, sem komiö hafa sér undan því aö taka eölilegan þátt i framlögum til rikissjóös, og hinir reyndustu og færustu starfsmenn á skattstof- um landsins fórna höndum og fá ekki aö gert hversu fegnir sem þeir vildu. Skatlalögin eru oröin eins og gloppótt net, sem bók- haldsrefum er ieikur einn aö smjúga i gegnum, nema þvi aö- eins aö þeir séu menn á iaunum hjá öörum en sjálfum sér. Einn yfirmanna i skatt- stjórnarkerfi landsins uefur sagt: Þeir, sem viö skattaframtölin vinna, vita iöulega, aö verk þeirra eru gagnslaus eins og i pottinn hefur veriö búiö. Meö þá vitneskju i veganesti koma þeir til vinnu á morgnana, sú vit- neskja er fylgifiskur þeirra i starfi frá morgni til kvölds, og þetta geristviku eftir viku, mán- uö eftir mánuö og ár eftir ár. Þaö er aöeins nokkur hluti þjóöarinnar, sem ber tekjuskatt, og hann riflegan, en aörir geta smeygt fram af sér beizlinu, nema þeir séu börn i lögum og einfeldningari framtölum, eöa aö öörum kosti of heiöarlegir til þess aö notfæra sér undankomu- leiöirnar. Qg fyrir þaö hefnist þeim aö sjálfsögöu, þegar til kasta gjaldheimtunnar kemur, svo hollt sem þaö er hugarfari fólks og þeirri hneigö til heiöar- leika, sem eftir er. Bankar og skatt- kúnstarmenn Fjölmargir þeirra manna, sem þannigsleppa viöeölilegan skatt, hafa órafé I veltu og eiga eignir, sem nema mörgum tugum millj- óna. Slikar eignir kunna jafnvel aö hafa myndazt á sömu árum og þessir menn greiddu litla eöa enga skatta og höföu samkvæmt niöurstööum framtalsins tæpast til hnifs og skeiöar. Hér kemur þaö til, aö sumir þessara manna viröast eiga innangengt I banka landsins og geta fengiö þaöan stórar fúlgur, þótt venjulegu fólki veitist iöu- lega erfitt aö fá teljandi lán, þótt nauösyn beri til. Aö minnsta kosti kom þaö á daginn, þegar mál Al- þýðubankans voru efst á baugi, aö fáeinir menn höföu getaö safn- aö þar skuldum, sem námu tug- um oghundruöum milljóna, og þá segir sig sjálft aö æriö mörgum öörum, sem fóru fram á hlutfalls- lega litiö, hefur oröiö aö neita um liðsinni — fjölmörgum fyrir hvern einn af stóru hákörlunum. Vextir af miUjónaskuldum eru aö visu háir, en þó er veröbólgari enn meiri, og um eignirnar, sem keyptar voru fyrir peningana, gildir hiö sama og svo fallega er sagt um skóginn, sem vex á meö- an þú sefur. Eignirnar hækka óö- fluga I veröi, ogskuldarinn getur staðið upp rlkur, þegar honum þykir þaö henta. RUciö kemur ekkiogkrefurhann um neittfrek- ar en fyrri daginn, ef hann kann sina kúnst. Sumar þessara eigna er meira aö segja unnt aö nota með afskriftum og skyndiaf- skriftum tU þess aö gera miklar tekjur aö engu á skattaskýrsi- unni. Réttlæti í skattamálum Sumir hafa vUjaö nota sér gremju fólks út af ranglætinu i skattamálunum tU þess aö afla sér fylgis með þeirri kenningu, aö tekjuskatt eigi aö afnema með öllu. Þá losnuðu láglaunamenn aö sjálfsögöu viö aö greiöa skatt af litlu, en hálaunamenn myndu lUca halda mUdu óskertu sem sagt öllu slnu. Ekki væri það réttlæti. Auk þess yröi rlkissjóður vita- skuld aö fá jafngildi tekjuskatts- ins með öðrum hætti, og þaö hafa þessir menn boðað, aö ætti aö gerast meö nýjum eöa hækkuöum neyzlusköttum. En einmitt þaö kæmi harkalega viö suma þá, er sizt skyldi. Barnafólkiö, stóru fjölskyldurnar yröu haröast úti. Þannig myndi breyting af þessu tagi fyrst og fremst færa hálaun- uðum mönnum meö fátt fólk á framfæri ávinning, en láglauna- fólk yrði engu bættara, og þaö, sem meöalþungt eöa þungt heimili heföi, yröi enn verr úti en áður. Skattalögin þarf aftur á móti aö gera svo úr garöi, aö þau séu sanngjörn, og geri ekki upp á milli manna og stétta, og per- sónufrádráttur aö miðast viö brýnar nauöþurftir, en. ekki draga dám af þeim tima, þegar beinllnis viröist hafa gert ráö fyrir almennum skattsvikum. Siöferöi og almenn réttlætis- kennd I landinu á mikiö undir þvi, aö þolanlega takist til um þá endurskoöun skattalaganna, sem nú fer fram. Þaö mun enn siga á ógæfuhliö, ef skattalögin veröa eftir sem áöur óskapnaöur, sem veitirsumum svigrúm til aö kom- astundan skattgreiöslum og öðr- um sligandi krossi.en þaö veröur læknisdómur fyrir sjúka þjóöar- sálina, ef tekst aö gera skattalög- in nokkurn veginn réttlát. Aö sönnu þarf ekki ab gera þvi skóna, aö meö öllu veröi komiö í veg fyrir undandráttog skattsvik, en viö ættum þó aö geta fengiö skattalög, sem hvorki bjóöa þús- undum manna upp á aö gerast liöhlaupar I skattamálum né gera starfsfólki á skattstofum ókleift eða iilkleift aö þjóna réttlætinu. Stórskaðlegt laumuspil Hitt málið, sem mest hefur ver- iö rætt um, ávisanasvikin al- ræmdu, er annars eölis. Þaö ber svip undirheimanna. Þeir, sem smokra sér fram hjá þvi aö greiöa skatt, gera þaö langflestir 1 skjóli afleitra laga. Meö ávisanamisferlinu hafa ófyrir- leitnir menn myndaö meö sér hring eöa hringi, sem varla getur annað veriö en stjórnaö hafi veriö af mestu nákvæmni, til þess aö klófesta vaxtalaust veltufé á ólöglegan hátt. Kunn er tala þeirra aöila, ein- staklinga og fyrirtækja, sem þetta hafa iðkaö árin 1974 og 1975, en ekki hvaö fyrr kann aö hafa gerzt, ef þetta atferli á sér rætur lengra aftur i timann. Vitaö er nokkurn veginn, hvaö þessi þokkalegu samtök hafa náö út miklu fé samtals á innstæöulaus- ar ávisanir — i kringum fjórar miil. kr. aö jafnaði hvern virk- an dag á þessum tveimur árum, sem rannsóknin nærtil. Siazthef- ur út, aö þó nokkrar banka- stofnanir komi viö sögu á ein- hvern hátt, ekki endilega svik- samlegan, og spurzt hefur, aö einn bankagjaldkeri hafi hætt störfum. Loks er alþjóö kunnugt, aö máliö er nú hjá sakadómi aö undangenginni rannsókn i Seðla- bankanum. Það, sem berst manna á miili um þetta mál aö ööru leyti, er sumt ef til vill nærri lagi, en ann- aöafkyni þess oröróms, sem fæö- istaf getgátum og missögnum. Sá háttur hefur sem sé verið hafður á af hálfu þeirra, sem um þetta mál hafa fjallað, Seölabanka og sakadóms, aö leyna þvi, sem unnt hefur verið aö leyna sem allra lengst, en þess konar orkar eins og þrigildur áburöur á ræktar- land: Þá fá sögusagnirnar breiöa vængi og fijúga frjálsar manna á milli. Hver sem vill ljá þvi eyra, getur heyrt nefnd nöfn fjölda manna, karla og jafnvel kvenna, sem eiga að vera meöal skúrk- anna i ávisanasvikunum — þar á meöaí margra, sem tvi- mælalaust eru alsaklausir. Eftir þvi sem fleiri dagar li'öa i þögn hjá þeim aöilum, sem meö málib hafa fariö, mun mannorö fleira og fleira fólks verða fóta- þurrka þeirra, sem eru velta þvi fyrir sér, hverjir aö þessu stór- fellda svikamáli standi. Sumt af þessu fólki er áreiöanlega alveg grandalaustsjálft, þar til einhver vandamanna þess eöa kunningja segir þvi, hvaöa orðrómur er á kreiki. Nöfnin á borðið I forystugrein blaösins i gær var þess krafizt, aö þeir menn, sem viö þessi umfangsmiklu ávisanasvik eru riönir, veröi sótt- ir til saka svo fljótt sem veröa má, og nöfn þeirra birt almenn- ingi. Þaö hlýtur aö vera skylda sakadóms og Seðlabanka aö rjúfa þögnina. Meginrökin eru tvenn: Annars vegar er óhæfa, aö nafn- greint fólk skuli bendlaö viö málib aö ósekju — hins vegar hafa þeir, sem viö þessa sögu koma, sizt af öllu unniö til þess aö breiddur sé yfir þá einhver liknarhjúpur. Þaö gildir einu, hverjir þeir eru, hvaö þeir heita og hvar i stétt þeir standa. Þá veröur aödraga fram i dagsljósiö, og þeir verða aö hlita óvilhöllum dómi að vel rannsök- uöu máli. Og það sem fyrst. Þaö má með engu móti ala á tortryggni meðal almennings þess kyns, að löggæzlumenn i landinu séu fyrst og fremst á hlaupum eftir hnuplurum ogsiga- rettuþjófum, en fari huldu höföi meö stórmál af þessu tagi. Flugnaveiðina á löggæzlusviöinu þarf vafalaust aö stunda, en þaö þýöir ekki, að gammarnir eigi aö fá að fela sig. Þaö væri i hrópandi mótsögn viö réttarvitund heiðar- legs fólks i landinu aö þegja til langframa um nöfn i þessu máli, og þaö er áreiöanlega jafnt viö- horf mannsins á götunni, sem kallaöur er, og þeirra, sem skipa hin æðstu embætti. Auðgunarbrotin undirheima- einkenni Þjóöfélag okkar hefur veriö misferlasamt mörg hin seinni ár. Silkihanzkar geta veriö viö hæfi, þegar ungir menn og ómótaöir glæpast til afbrota og ekki örvænt um vilja þeirra til þess aö sjá fót- um sinum forráö. Smávægilegar yfirsjónir eru ekki neitt til þess aö fara meö i fjölmiðla eða blása út á annan hátt. En stórkostleg auögunarbrot, drýgö af full- þroska mönnum af rábnum huga um langt skeiö, hljóta aö lúta öör- um reglum, ef viö eigum ekki beinlinis aö kynda undir þá elda, sem á þjóöinni brenna og magna ófyrirleitna ágirndina, sem ekki skirrist viö aö beita hvers konar brögöum til þess aö þyngja pyngju sina, og stuöla meö þvi aö þvi, að þjóöin sogist niöur á undirheimastig. Illa fengnir fjármunir eru ekki af hinu góða, og þaö mun koma fleiri og fleiri i koll, ef viö temjum okkur ekki aö gera á þvi strangan greinarmun, hvort efna er aflað meö heiöarlegri vinnu og nytsöm- um fyrirtækjum eöa á annan og vafasamari hátt, þó aö i hnúkana taki, þegar menn, sem hvorki geta afsakaö sig meb neyö, fá- vizku né ósjálfræöi ganga ekki aöeins götuna meöfram glæpa- veginum, heldur hann sjálfan. Peningarnir eruekki allt, þó aö þeir séu kallaðir á stundum afl þeirra hluta, sem gera skal. Manngildiö gnæfir hátt yfir þá. Heiöursfátækt er margfalt betra hlutskipti en vansæmdarauður. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.