Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 22 ágúst 1976 TÍMINN 29 FLEIRI ÁREKSTR- AR EN MUN FÆRRI SLASAÐIR Fleiri árekstrar en mun færri slasaðir Þegar litið er yfir bráða- birgðaskráningu Umferðarráðs á umferðarslysum fyrstu sjö mánuði ársins kemur i ljós, að á þessum tima hafa mun færri slasazt i umferðinni en á sama tima i fyrra. Fram til siðustu mánaðamóta höfðu alls 277 manns slasazt i umferðinni það sem af er árinu, en á sama tima i fyrra slösuðust alls 362 — með öðrum orðum: ÞAÐ SEM AF ER ARINU HAFA 85 FÆRRI SLASAZT 1 UMFERÐAR- SLYSUM HÉR A LANDI, MIÐAÐ VIÐ SAMA TtMA 1 FYRRA. Þetta er ánægjuleg staðreynd, þvi þótt árekstrum hafi fjölgað nokkuð á þessu sama timabili, er þó meira um vert að slösuðum hefur fækkað. Fyrstu sjö mánuði ársins urðu 3.638 umferðarslys hér á landi, sem lögreglan gerði skýrslu um, en á sama tima i fyrra voru skráð umferðarslys hjá lög- reglunni 3.552 — aukningin milli ára er þó ekki nema 86 umferð- arslys. Það er rétt að athuga i þessu sambandi, að þegar talað er um umferöarslys i opinber- um skýrslum, er átt við bæði árekstra og önnur óhöpp i um- feröinni hvort sem fólk slasast eða ekki. Það getur verið dálitið ruglandi fyrir fólk að heyra um svo og svo mörg umferðarslys og svo miklu færri slasaða, en skýringin er sem sagt sú, að orðið umferðarslys er notað um öll umferöaróhöpp. 149-277 Nú, ef við athugun nánar þessar tölur um þá sem hafa slasazt i umferðinni það sem af er árinu, þá voru 149 af þeim 277, sem slösuðust, lagðir á sjúkrahús. Annars er nú orðið farið að skipta þeim i tvo hópa, sem slasast i umferðarslysum, og er farið eftir ákveðnum regl- um i þvi sambandi. Þannig er talið, að það sem af er árinu hafi 147 hlotið minni háttar meiösli I umferðarslysum, en 130 eru taldir hafa hlotið meiri háttar meiðsli, eins og það er orðað i skýrslum Umferðarráðs. Af þessum 130 má búast við, að svo og svo margir hafi hlotiö varan- leg örkuml, og beri þess aldrei bætur aö hafa lent i umferðar- slysi. Aðrir, sem hafa kannski sloppið með einfalt fótbrot eða handleggsbrot, verða að visu að vera töluvert undir læknishendi, en margir þeirra verða jafn- góðir á ný, hafi þeir ekki brotnað þvi verr. Flestir 15-16 ára En hverjir eru það svo sem slasast i umferðarslysum, eru það gangandi fólk, börn eða gamalmenni. Litum á þá skiptingu. Þegar þeim slösuöu er skipt i aldursflokka er farið eftir á- kveðinni reglu, og mér virðist að langflestir hinna slösuðu séu á aldrinum 15-16 ára eða alls 34. Þá hafa það sem af er árinu slasazt alls 50 á aldrinum 17 til 20 ára, en á sama tima i fyrra slösuðust mun fleiri i þessum aldursflokki, eða alls 71. Langflestir slösuðust þegar bilar lentu i árekstri eða út af vegi. Þá er rétt að benda á þá staðreynd, að flestir þeirra sem slösuðust i umferðarslysum voru farþegar i bifreiðum, eða alls 101, en 83 ökumenn slösuðust. Þá urðu 64 gangandi vegfarendur fyrir bil og slösuðust, fyrstu sjö mánuði þessa árs. Þróunin i ár virðist vera sú, aö mun færri slasast i árekstr- um, og bendir það til þess að árekstrarnir i ár séu ekki eins harðir og i fyrra. Það, sem af er árinu, hafa orðið 95 árekstrar á landinu öllu, þar sem fólk hefur slasazt, en i fyrra á sama tima urðu alls 154 árekstrar, þar sem fólk slasaðist. Þetta er aðeins fjöldi árekstranna, en I mörgum tilvikum hefur fleiri en einn slasazt. Færri slasast í þéttbýli Þetta hlýtur að teljast góð þróun, og bendir hún til þess að ökumenn séu varkárari i um- ferðinni I ár en i fyrra, og vonandi verður áframhald á þessu. Þá er það lika athyglis- vert, að i dreifbýli er tala um- fprðarslysa, þar sem fólk hefur slasazt, nánast sú sama bæöi árin, eða 49 i ár og 50 i fyrra. Það er i þéttbýli, eða með öðrum orðum i bæjum og kaup- stöðum, og þá ekki sizt i Reykjavik, sem mun færri slasast nú i umferðinni. Þannig Það er gott að vita 1 umferðarlögunum segir svo meðal annars um umferð rlðandi manna: „A vegum skulu riðandi menn halda sig á hægrihluta vegarins. Þeim ber að vikja greiðlega til hægri fyrir þeim sem á móti koma, en hleypa fram fyrir sig á vinstri hönd þeim, sem fram fyrir vilja fara. Ef vænta má umferðar öku- tækja um veg, skulu aldrei fleiri en tveir menn einhesta riða samhliða né ríðandi maður teyma fleiri en tvö laus hross. Má þá enginn annar riða honum samhliða. Taglhnýting hesta og stór- gripa er bönnuð á vegum.” Þá segir ennfremur i um- ferðarlögum: „Bannað er að skilja eftir á vegi lausa hesta, eða fyrir vagni eða sleða”. Hér er rétt að bæta við, að hestamenn ættu ætíð að hafa endurskinsmerki á reið- skjótum sinum, þegar farið er um vegi I myrkri. # urðu 219 umferðarslys i þéttbýli i fyrra, þar sem fólk slasaðist, en i ár er talan 168. Þetta leiöir hugann að þvi, aö nú sé fræðslu og upplýsingastarf undanfarinna ára i umferðar- málum að bera árangur, — og væri vel ef svo væri. Við skulum bara vona, að áframhald verði á þessari góöu þróun það sem eftir er ársins, en það verður aöeins ef fólk sýnir hvert öðru tillitssemi og kurteisi i umferð- inni. Kári Jónasson. Nýjasta nýtt frá Paris Simca 1100 LX Nýjasta nýtt frá París SIMCA 1100 LX Þetta er nýjasta gerðin af hinum vinsælu Simca 1100 bilum frá Chrysler France. Allur frágangur er samkvæmt nýjustu frönsku tískunni. Simca 1100 GSL og Simca 1100 LE til afgreiðslu strax. Hafið samband við okkur. O Wlökull hf. Sírni 84366 — 84491. ÁRMÚLA 36,REYKJAVÍK l er heimilis > PRÝÐI HOOVER tauþurrkarar Stærð: Hæð 85 sm, breidd 59 sm, dýpt 55 sm. Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti. Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan vefn- að en hitt fyrir gerviefni. Ilitastig: 55 C, 75 C. Timastillir: 0 til 110 minútur. öryggi: Öryggislæsing á hurð, 13 A rafstraums- öryggi. Tauþurrkarinn er á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. , Hoover- verksmiðjurnar ábyrgjast varahluti i 20 ár, eftir að framleiðslu sérhverra tegunda er hætt HOOVER þvottavélar FALKINN Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 |Stærð: HxBxD. 85X59x55 sm. Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti. Þvottakerfi: 12 til 16 algjörlega sjálfvirk þvotta- kerfi. Vatnsinntak: Heitt og kalt (blandar), eða ein- göngu kalt vatn. Vatnshæðir: Vélarnar velja á milli vatnshæða. Sápuhólf: Skúffa sem skipt er i 3 hólf, forþvott- ur, aðalþvottur og bætiefni. Hitastig: 30 gr. C, 40 gr. C, 60 gr. C, og 95 C. öryggi: Öryggislæsing á hurð, vatnsöryogi á sápuskúffu. 13 A rafstraumsöryggi. Þvotta- tromla úr ryðfriu stáli. Vélarnar eru á hjólum. Allur stjórnbúnaður staðsettur að framan . Þær falla þvi vel i innréttingar eða undir borð. Einnig má sameina þvottavél og tauþurrkara á þann hátt að skoröa þurrkarann ofan á vélina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.