Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 18
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR Akureyringur- inn Þráinn Karls- son fagnaði fimmtíu ára leikafmæli í vik- unni. Hann var fyrsti fastráðni starfsmaður Leikfélags Akur- eyrar árið 1971, tveimur árum áður en leikfé- lagið varð að atvinnuleikhúsi, og starfaði þá við leikmynda- gerð ásamt því að leika. Þráinn hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli og sviðshlut- verkin eru orðin á annað hundrað. Auk þess hefur hann leikstýrt á annan tug sýninga og leikið í kvik- myndum, sjón- varpi og útvarpi. Þráinn er fæddur í gamla barnaskólanum á Akureyri árið 1939, í húsinu við hliðina á Sam- komuhúsinu þar sem hann hefur laðað fram hlátur og grátur og allt þar á milli. For- eldrar hans voru Karl Sigfússon og Vigfúsa Vigfús- dóttir en Þráinn var yngstur sex systkina. Þrír bræðra hans eru fallnir frá en bróð- ur og systur á hann á lífi. Þráinn var vinæll strax í æsku og sem unglingur reri hann oft með félögum sínum út á Akureyr- arpoll til fiskjar. Þegar vel viðraði var róið lengra út með Eyjafirði og aflinn var ekki alltaf aðalatrið- ið. Þráinn var og er barn náttúr- unnar með sterkar taugar til hafs- ins. Leiklistaráhuginn kom snemma í ljós og sem unglingur sótti hann leiklistarnámskeið. Hann er þó ekki með langt leiklistarnám að baki en komst í fremstu röð íslenskra leikara með því að vinna sjálfur úr þeim hæfileikum sem honum voru gefnir í vöggugjöf og með því að læra af hæfileikaríku samstarfsfólki. Að loknu öðru ári í gagnfræðaskóla lærði Þráinn járnsmíði í iðnskóla og starfaði hjá Slippstöðinni á Akureyri allt þar til hann var ráðinn til Leikfé- lagsins, að undanskildum þremur árum þegar hann var til sjós. Eiginkonu sinni, Rögnu Garð- arsdóttur, kynntist Þráinn á Akur- eyri og saman eiga þau tvær dætur: Rebekku, sem er rúss- neskufræðingur og þroskaþjálfi að mennt, og Hildigunni en hún er bókmenntafræðingur og leikari. Auk þess á Þráinn eina stjúpdótt- ur, Kristínu Konráðsdóttur, og starfar hún á bókasafni Háskólans á Akureyri. Að eigin sögn, og þeirra sem til Þráins þekkja, er hann sósíalisti. Hann var fylgis- maður Alþýðubandalagsins á meðan það starfaði og stóð keikur eftir þegar skoðanabræður hans hlupu undan merkjum, hver á fætur öðrum. Árið 1974 stofnaði Þráinn, ásamt fleirum, Alþýðuleikhúsið í því augnamiði að reka pólitískt leikhús. Leikhópurinn setti upp sýningar vítt og breitt um land og fór með Krummagull og Skolla- leik til Skandinavíu. Hjarta Þráins slær enn með hinni vinnandi stétt og hann var fyrstur manna til að sýna starfs- mönnum Slippstöðvar- innar á Akur- eyri samstöðu þegar þeir fengu ekki greidd laun sín, skömmu fyrir gjald- þrot félagsins í fyrra. Með rússneska kuldahúfu á höfði og rauð- an fána að vopni mætti Þráinn á athafnasvæði Slippstöðvar- innar og stóð varðstöðu með starfsmönnun- um næturlangt til að koma í veg fyrir að verðmæti yrðu fjarlægð. Þráinn er sagður drengur góður og ein- stakur vinur í gleði og sorg. Illsakir vill hann ekki troða við nokkurn mann en rík réttlætiskennd gerir honum kleift að standa fast á sínu ef á hann, eða þá sem minna mega sín, er hallað. Hóg- værð er Þráni í blóð borin en einnig kapp; blanda sem nýtist skapandi listamönnum. Þráinn er sagður hjálpsamur fram úr hófi og hafa ungir meðleikarar hans oft notið góðs af. Hann er dýravinur mikill og líklega er Þráinn eini íslenski leikarinn sem tekið hefur með- leikara sinn i fóstur, tíkina Tátu, þegar eigendur hennar þurftu að halda af landi brott. Helstu áhugamál Þráins eru ferðalög innanlands og fiskveiðar í Akureyrarpolli. Hann skellti skollaeyrum við hjól- og fellihúsa- byltingunni og er einn fárra Íslendinga sem enn sofa í tjaldi. Soðninguna sækir hann í Pollinn, á litlum opnum báti, og þangað sækir hann einnig sína andlega næringu. Á sólríkum og kyrrum sumardögum, að leikári loknu, leysir Þráinn bólfestar á báti sínum og heldur út á spegilsléttan Pollinn árla dags. Stöngin yfir kinnunginn og færið strax út. Í Pollinn fara hlutverk vetrarins og eiga ekki afturkvæmt. MAÐUR VIKUNNAR Sósíalisti sem hvergi má bágt sjá ÞRÁINN KARLSSON LEIKARI ? Hrikalegt líf íslenskra sprautufíkla Mæður og börn segja sögu sína af baráttunni við dauðann 3 hver kona með bindi þriðja Allt sem þú þarft að vita um þvagleka kvenna helgar augl 31.3.2006 14:23 Page 3 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.