Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 32
Eliza Reid geislar af lífgleði og hamingju. Hún er tilgerð-arlaus, sjálfstæð nútíma- kona sem lætur ekkert stöðva sig og veit að hver er sinnar gæfu smiður. Fædd og uppalin í Ottawa í Kanada var hún frumburður for- eldra sinna og systir tveggja bræðra, sem öll búa enn í Kanada, en er nú búsett á Íslandi fyrir til- stuðlan ástarinnar. „Ég kynntist Guðna árið 1998 þegar bæði stunduðum nám í sagn- fræði við Oxford-háskóla í Eng- landi og nöfn okkar voru dregin saman í samkeppni um blint stefnumót. Í þessari samkeppni setti maður nafn sitt í bolla og ég fyllti bollann hans Guðna með nafninu mínu, enda ekki hægt að láta forlögunum allt eftir,“ segir Eliza hláturmild en það var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sem óhjákvæmilega dró nafn Elizu úr bolla sínum og bauð henni í ítalskan kvöldverð á einu veitinga- húsa Oxford-skíris, en eftir það fóru Amorsörvar að hitta hjörtu þeirra tveggja. „Þetta var alls ekki ást við fyrstu sýn, en ég hafði verið skot- in í honum úr fjarlægð og í dag erum við hamingjusamlega gift,“ segir Eliza, sem talar nær lýta- lausa íslensku eftir tveggja og hálfs árs búsetu hérlendis, ein- staka íslenskukúrs hjá Endur- menntun Háskólans, kórstarf með Mótettukór Hallgrímskirkju og sjálfboðastarf Rauða krossins á Landspítala þar sem hún starfar í sjoppunni aðra hvora viku. „Ég hef alltaf unnið sjálfboða- starf á sjúkrahúsum, jafnt í Kan- ada, Bretlandi og á Íslandi. Starfið í sjoppunni hefur mikið hjálpað mér í tungumálinu, en fyrsta dag- inn var ég spurð hvort ég ætti tyggjó og hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi, og hef lært mörg ný orð síðan,“ segir Eliza, sem ann- ars starfar sjálfstætt sem mark- aðsfræðingur með prófgráður í alþjóðasamskiptum og sagnfræði, auk þess sem hún er blaðamaður í hálfu starfi hjá Iceland Review. Að ferðast með sjálfum sér Eliza smitaðist ung af ferðabakt- eríunni þegar hún heyrði ömmu sína segja frá heimsreisu sinni og ferðalögum um Evrópu og frænku sína minnast ferðalaga með Síb- eríuhraðlestinni. „Ég fékk snemma áhuga á stjórnmálum heims og stefndi strax á nám í alþjóðasamskiptum því ég þráði að læra um ólík lönd og þjóðir. Sem barn og unglingur ferðuðumst við fjölskyldan tals- vert um Kanada og Bandaríkin, en 22 ára fór ég til meistaranáms í Englandi og hafði áður farið í tveggja vikna ferð til Rússlands á átjánda árinu. Eftir meistaragráð- una ákvað ég að fara ein míns liðs í bakpokaferðalag um Evrópu og það var yndisleg upplifun,“ segir Eliza, sem einnig ferðaðist víða í starfi sínu sem markaðsfræðing- ur í Englandi. „En þótt það væru bisnessferð- ir þótti mér ávallt mikið ævintýri að koma til nýrra áfangastaða. Þegar ég hafði svo tekið ákvörðun um að flytja til Íslands með Guðna; án atvinnu og ótalandi tungumál- ið, fannst mér tilvalið að eyða fyrst öllum mínum sparnaði í viða- mikið ferðalag og byrjaði á að bóka far með Síberíuhraðlestinni. Ég hafði séð ótrúlega heillandi myndir frá Úsbekistan og Kasak- stan sem réðu úrslitum um að ég valdi að ferðast um Mið- og Suð- austur-Asíu en tíu dögum fyrir brottför þurfti ég að hætta við mánaðarferð til Kína vegna bráðalungnabólgufaraldurins,“ segir Eliza, sem fær ekki síður mikið út úr skipulagningu ferða- laga en ferðinni sjálfri. „Það er svo margt sem mér finnst heillandi við ferðalög en ein- hver sagði að undirbúningurinn væri helmingur gamansins og þar er ég sammála. Ég fæ ekki síður mikið út úr því að panta bæklinga, lesa bækur, skoða myndir, plana fjárhaginn og skipuleggja alla þætti ferðalagsins, eins og að upp- lifa ævintýrið að vera á staðnum. Fólk á hverjum stað er alltaf ótrú- legt og einstakt, og dýrmæt reynsla að treysta á sjálfan sig. Það er þroskinn í kjölfar þess að ferðast einn sem er svo eftirsóknarverð- ur; alls staðar mætir maður nýrri áskorun og tungumálaörðugleik- um, því ég hef komið víða þar sem enginn skilur orðið „ókei“,“ segir Eliza en þá koma orðtakabækur til hjálpar eins og þegar hún ferðað- ist með Síberíuhraðlestinni í klefa með þremur Rússum sem enginn talaði stakt orð í ensku. „Með hjálp rússnesku orðtaka- bókarinnar tókst okkur að læra ýmislegt um hvort annað og það er dálítið fallegt þegar kona ferðast ein að fólki finnst það þurfa að gæta manns og líta til með manni, en það sem mér líkar einmitt best við að ferðast ein er þetta tæki- færi að kynnast fólki á eigin for- sendum því annars er hætta á að maður tali eingöngu við vini sína. Það er því engu líkt að upplifa ný lönd á eigin spýtur, sjá ólíka lífs- hætti, prófa framandi þjóðarrétti og þiggja heimboð til ókunnugra án þess að depla auga, en þó með heilbrigða skynsemi í veganesti.“ Ástin er skilningsrík Ótti hefur aldrei stöðvað Elizu á ferðalögum hennar, enda vonlaust að ferðast með ugg í brjósti. „Ég hef svo sem aldrei lent í neinum hrakföllum utan þess hvað ég var rænd í Kasakstan. Það hræddi mig ekkert, en mér varð ekki um sel þegar ég fór í fyrsta sinn á hestbak í Mongólíu. Það er misjafnt hvað hræðir okkur menn- ina, en mér fannst útreiðar alltaf ógnvekjandi sport,“ segir hún og brosir feimnislega. „Það rímar kannski einkenni- lega að ég kjósi að ferðast um heiminn ein, því ég er mikil félags- vera. Mér finnst gott að vera minn eigin herra og ráða alfarið hvern- ig ég eyði deginum, enda þegar maður ferðast í langan tíma og er með sömu manneskjunni allan sól- arhringinn þarf hún helst að vera ástin manns, og Guðni er of hei- makær til að langa með mér. Eins og mörgum Íslendingum leiðist honum of heitt veður en hann sam- gleðst mér að fara og það er ómet- anlegur stuðningur. Það þarf skiln- ingsríkan maka til að skilja þetta flökkueðli og sjá á eftir manni út í óvissuna því sjálf veit ég hvar ég er öllum stundum en hann ekki,“ segir Eliza, sem annað slagið finn- ur netkaffihús á ferðalögum sínum þar sem hún lætur Guðna vita um ferðir sínar. „Það er eitthvað mjög rómant- ískt við svona fjarveru. Ástarbréf bíða manns í tölvum kaffihúsa heimsins og maður lærir að meta maka sinn og ástarsambandið upp á nýtt,“ segir Eliza, sem ferðast hefur til 35 landa. „Úsbekistan er uppáhaldið því landið er ótrúlega fagurt og alls staðar gamlar moskur og söfn en varla ferðamann að sjá. Ég fer ekki að gamni mínu á staði sem teljast hættulegir, en þó langar mig mikið til Íran þótt einhverjir kynnu að vara vestræna ferða- menn við ferðalögum þangað vegna stjórnmálaskoðana. Mín reynsla er sú að fólk er alls staðar eins; gott, gestrisið og skemmti- legt, þótt vissulega finnist alls staðar svartir sauðir innan um, en í miklum minnihluta. Íbúar heims- ins eru upp til hópa yndislegt fólk; þeir hafa áhyggjur af því sama og fást við það sama; að fæða sig og klæða, sjá fjölskyldu sinni far- boða, þeir hafa áhyggjur af stjórn- málaástandi og heimsfriði. Til eru dæmi þess að neikvæður skilning- ur ríki gagnvart bandarískum ferðamönnum, en skoðanir stjórn- valda endurspegla ekki skoðanir almennings sem lítur á vestræna gesti sem sjálfstæða einstaklinga og sýnir þeim einstaka gestrisni og mannkærleika.“ 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR32 Ein á ferð AÐ KAFNA ÚR HITA Eliza fær sér svalandi kókóshnetu til að kæla sig niður. ÆVINTÝRAKONA Eliza Reid er Kanadamær sem fann ástina í Íslendingnum Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi. Hún er nú búsett hér á landi en ferðast þess á milli einsömul um heiminn og velur sér ekki alltaf kunnugar slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Kanadamærin Eliza Reid lifir lífinu lifandi og treystir ekki um of á örlagadísirnar. Hún hikar ekki við að ferðast um framandi hluta heimsins í eigin félagsskap eða gera möguleika sína hagstæð- ari á blindum stefnumótum, en það var ástin sem dró hana til Íslands þar sem hún á nú heima. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir naut framandi ferða- sagna Elizu meðan norðangarrinn skók íslenska skóga. FYLL‘ANN TAKK Bensín tekið í miðri Góbí- eyðimörkinni. Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.