Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 20
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR20 ■ LAUGARDAGUR, 25. MARS Snemma á laugardags- morgni... Vaknaði klukkan átta í morgun til að mæta á námskeið í notkun myndvinnsluforrita við grafíska hönnun. Þetta er náttúrlega bilun. Það sem byrjaði á saklausu skriðsundsnámskeiði í haust hefur þróast í þýskunámskeið, fjármála- námskeið og loks þetta tölvunám- skeið. Þetta er samt ekki eins sjúk- legt og halda mætti heldur útspekúleruð áætl- un um að hægja á öldrunarferli. Það er engin kúnst að halda skrokknum í sæmilegu formi með hreyfingu og skynsamlegu mat- aræði. Vandinn er sá að heilinn slæpist á sínum stað inni í hauskúpunni þótt líkam- inn hamist og svitni. Þess vegna verður að sjá heilanum fyrir hreyfingu, til dæmis með því að drífa hann á námskeið þar sem hann þarf að taka á móti upplýs- ingum, greina þær, skilja og leggja á minnið eða „vista“ þær. Á námskeiðum getur líkaminn slappað af meðan heilinn puðar. Tilgangurinn er ekki sá að lifa lengur. Tilgangurinn er sá að reyna að komast hjá því að staðna og festast inni í einhverjum hug- arheimi sem ég kann orðið utan- bókar. Mig langar til að fylgjast með, kynnast nýjum hug- myndum, breytast og þroskast, að svo miklu leyti sem maður getur sjálfur haft áhrif á eigin þróun. Ég vil hafa líf og fjör í heilabúinu. Það held ég nú. ■ SUNNUDAGUR, 26. MARS Blóðhefnd handa byrjendum Fórum í sunnudagssund í Laugar- dalslauginni. Það þótti krökkunum óhemjufyndið. Það er skemmti- legt þegar börn uppgötva að það skuli vera hægt að leika sér að orðum. Orð eru reyndar stór- hættuleg leikföng svo að ábyrgir foreldrar ættu eiginlega frekar að kenna börnum sínum að þegja en tala. Í kvöld brugðum við okkur í bíó og sáum myndina „V“, eða „V - for Vendetta“, en „vend- etta“ er jú blóð- hefnd. Þessi mynd er byggð á teiknimyndasögu með sama nafni. Um 70% af öllum kvikmyndum rekja uppruna sinn til skáldsagna, ævisagna, sagnfræðilegra heim- ilda, ævintýra eða annarra höf- undarverka sem svo aftur eru sótt í þá menningarlegu brunna sem höfundar hafa aðgang að. Upp- runaleg og frumleg söguefni eru fágæt. Einhver sagði að aðeins væru til 16 sögur í veröldinni og allar sögur væru afleiður og til- brigði við þessar upprunalegu sögur. Mér fannst þetta prýðilega skemmtileg mynd. Sennilega vegna þess að hún byggir á vin- sælli teiknimyndasögu svo að handritið hefur sloppið við að lenda í þeirri skelfilegu formúlu- og stöðlunarmaskínu sem Holly- wood hefur hannað til að sníða agnúa af handritum. En handrits- gerð í þeim bæ hefur verið analýseruð til ólífis - eða eins og læknirinn sagði: Aðgerðin tókst mjög vel en sjúklingurinn dó. Hugmyndaflugið hjá teiknimynda- söguhöfundum kemur eins og hressandi andblær til Hollywood. Sólveigu fannst ekki eins gaman. Sem bendir til að „hefnd“ og „teiknimyndasögur“ séu meira fyrir stráka og „V“ ekki bara merki Kvennalistans. ■ MÁNUDAGUR, 27. MARS Einstæður getraunavinningur! Í morgun fékk ég eftirfarandi orð- sendingu frá Íslenskum getraun- um: „Þú hefur unnið 440 kr. Til ham- ingju!“ Hvílík heppni! Þetta er eins og að vinna (tæplega) tvo strætó- miða! Í ham- ingjuví- munni yfir vinningn- um sé ég að ábyrg fréttastofa á netinu segir: „Framkvæmdir við ris gamla Hlaðvarpans hafa verið stöðvaðar á meðan verið er að rannsaka hvort þær standist deiliskipulag. Niðurstöður liggja nú fyrir og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að hæð rissins sé um 60 senti- metrum hærri en deiliskipulag gerði ráð fyrir. Að sögn bygginga- fulltrúa Skipulags- og bygginga- sviðs Reykjavíkurborgar hafa framkvæmdir við risið verið stöðvaðar á meðan málið er í rann- sókn en beðið er eftir því að eig- endur hússins skýri frá sinni hlið málsins. Að rannsókn lokinni verð- ur tekin ákvörðum um hvað gera skuli en risið er nánast tilbúið. Íbúar bíða nú eftir að sjá hvort risið verði rifið og lækkað eða hvort borgaryfirvöld leyfi hækk- unina.“ Þetta er nú meira ruglið. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur ekki ennþá haft ráðrúm til að svara netpósti sem ég sendi honum 9. þessa mánað- ar. Nema hann svari öllum póstinum sínum með því að senda flöskuskeyti. Reyndar virðist ekkert ofurkapp vera lagt á að menn fari eftir lögum og regl- um við húsbyggingar. Það hefur aldrei verið unnið af meiri krafti við Hlaðvarpann en síðan mæling- ar sýndu að ekki var farið eftir teikningum. Byggingaraðilanum var alls ekki sagt að stöðva verkið heldur var honum einungis bann- að að fikta meira við rishæðina sem var nánast tilbúin. Sem er álíka gáfuleg ráðstöfun og að taka bensínbrúsa af brennuvargi en bjóða honum að halda eldspýtun- um. Aumingja byggingarfulltrúinn. Hvað á hann að gera? Einhver í hans sporum mundi auðvitað láta sér detta í hug að reikna út að löglega hefði verið að öllum þessum framkvæmdum staðið þótt einhverjar mælingar segi annað. Og losa sig þar með við að taka ábyrgð á því að hafa ekki fylgst með framkvæmdun- um. Það er nefnilega hægt að gera ótrúlega hluti ef maður er flinkur í reikningi. Sölvi Helgason reikn- aði til dæmis tvíbura í kvenmann - og var annað barnið hvítt en hitt svart. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 28. MARS Einkennisbún- inga handa öllum! Rólegur dagur heima fyrir en þeim mun merkilegri fréttir fann ég á net- inu: „Gæludýraeigend- ur geta ekki lengur gantast með það að dýrin borði betur en þeir því það gæti reynst rétt. Eðlileg skýring á langlífi kvenna! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um námskeiðafíkn, blóðhefnd, eldspýtur og brennuvarga; bent er á hollustu gæludýrafæðis og útskýrt hvers vegna konur lifa lengur en karlar. Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ, fla› gæti henta› flér. www.lbhi.is Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is Landbúna›arháskóli Íslands Starfsmenntanám vi› LBHÍ – lífsstíll fyrir flig? Búfræ›i * Gar›yrkja • Blómaskreytingar • Gar›yrkjuframlei›sla * • Skógur og umhverfi * • Skrú›gar›yrkja * fiessar brautir bjó›ast einnig í fjarnámi Gar›yrkjufræ›ingur - Búfræ›ingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.