Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 2
2 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur 3 sæti SPURNING DAGSINS Einar, má fara með skutluna heim? Það má ekki fara með hana inn en það má taka hana aftur og aftur. Einar Ágústsson er einn af eigendum Skutlu ehf. en fyrirtækið býður upp á svokallaðar skutluferðir sem fólk getur nýtt sér á heim- leið af djammi um helgar. MENNTUN Kröftug tengsl eru á milli góðs lesskilnings og stærðfræði- kunnáttu hjá íslenskum grunn- skólastelpum. Íslensku stelpurnar hafa þá einstæðu stöðu í heiminum að vera mun betri en strákarnir í stærðfræði og það er að öllum lík- indum vegna þess að þær hafa svo mun betri lesskilning en þeir. Góður lesskilningur gerir það að verkum að þær koma mun betur út úr lesnum dæmum í prófum. Í Pisa-rannsókninni 2003-2004 kom fram að Ísland væri eina land- ið þar sem stelpurnar eru verulega betri í stærðfræði en strákarnir. Þetta er einstakt í heiminum og því hafa vísindamenn á vegum Náms- matsstofnunar reynt að finna út ástæðurnar. Þeir hafa nú lokið rannsókn sinni og birt á bók. Júlíus Björnsson, forstöðumaður Náms- matsstofnunar, segir að kynjamun- urinn í stærðfræði sé að öllum líkindum vegna þess að hvergi sé jafn mikill munur milli kynjanna í lestri stelpunum í hag. „Strákarnir okkar eru slakir í lestri en stelpurnar eru góðar í lesskilningi. Ef strákarnir væru jafn góðir og stelpurnar í lestri værum við í fjórða til fimmta sæti í stærðfræði í heiminum. Það er því ljóst hvað við þurfum að gera. Við þurfum að hífa pjakkana upp,“ segir hann. Þó að íslenskar stelpur séu betri en strákarnir í stærðfræði skilar það sér ekki í raungreinanámi í framhaldsskólum og háskólum. „Það er mjög merkilegt þegar við skoðum viðhorfin. Strákarnir ganga um og halda að þeir séu betri en stelpurnar í stærðfræði. Og það sem meira er, stelpurnar ganga líka um og halda að þeir séu betri en þær. Það er misskilningur. Stelpurn- ar eru betri en strákarnir í stærðfræði,“ segir Júlíus. Stelpurnar lesa meira og hafa meiri hæfileika til að vinna úr textanum, end- urheimta upplýsingar og draga ályktanir af honum. Þetta kemur sér vel fyrir þær í lesnum stærðfræðidæmum en Pisa könnunin byggir einmitt á slíkum dæmum. Júlíus segir að efla þurfi les- skilning strákanna en þetta sé ekki alveg klippt og skorið, kynjamun- urinn tengist líka námsaðferðum og áhuga. Ef strákarnir fái texta eða dæmi á tölvuskjá þá fái þeir áhuga og standi sig betur. ghs@frettabladid.is Betri í stærðfræði því þær lesa betur Íslenskar stelpur eru miklu betri en strákarnir í stærðfræði vegna þess að þær eru miklu betri í lestri en þeir. Strákana þarf að hífa upp í lestri svo að þeir standi jafnfætis stelpunum í stærðfræði. Þetta sýnir ný rannsókn. JÚLÍUS BJÖRNSSON SAMRÆMD PRÓF „Ef strákarnir væru jafn góðir og stelpurnar í lestri værum við í fjórða til fimmta sæti í stærðfræði í heiminum. Það er því ljóst hvað við þurfum að gera. Við þurfum að hífa pjakkana upp,“ segir Júlíus Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar. DÓMSMÁL Enskir dómstólar hafa hafnað endurupptökubeiðni Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur honum. Jón vann meiðyrðamál á hendur Hannesi í Englandi og voru dæmdar 12 milljónir króna í bætur. Hannes krafðist í kjöl- farið endurupp- töku málsins, en henni hefur nú verið hafnað. Heimir Örn Herbertsson, lög- maður Hannesar, segir að rök- stuðningur fyrir niðurstöðunni liggi ekki fyrir og ekki verði tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verður fyrr en svo verður. Það verði lík- lega innan fárra daga. - sh Beiðni Hannesar hafnað: Málið ekki tek- ið upp að nýju HANNES HÓLMSTEINN DÓMSMÁL Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhald yfir einum mann- anna þriggja sem handteknir voru vegna líkamsárásar á mann 13. maí síðastliðinn. Þá var gengið í skrokk á manni, ekið með hann í skotti bifreiðar upp í Heiðmörk og misþyrmingunum haldið áfram þar. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í gæsluvarðhald til 30. maí en Hæstiréttur mildaði dóm- inn í ljósi breytinga á framburði hinna tveggja og mun maðurinn því losna úr varðhaldinu í dag. - sh Líkamsárásin í Heiðmörk: Gæsluvarðhald stytt um viku Bílvelta á Húsavík Nóg var að gera hjá lögreglunni á Húsavík í gær vegna veðurs, og meðal annars valt einn bíll. Ekki urðu þó slys á fólki. Aðstæður til aksturs voru slæmar nyrðra í gær. HÚSAVÍK STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin ætlar að láta rannsaka símahleranir sem viðgengust á tímum kalda stríðs- ins. Málið var rætt á ríkisstjórnar- fundi í gær. „Ríkisstjórninni finnst sjálf- sagt og nauðsynlegt að leitast verði við að upplýsa þessi mál með sem bestum hætti,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra eftir fundinn í gær. „Ég er að kanna með hvaða hætti það yrði best gert og legg fyrir ríkisstjórnina tillögu um það efni á þriðjudaginn.“ Hall- dór segir að hann geri sér ekki grein fyrir því hvort þeir sem urðu fyrir símahlerununum eigi bóta- rétt. „En eftir því sem ég best veit þá var hlerunin gerð í samræmi við íslensk lög á þeim tíma.“ - gag Ríkisstjórnin boðar rannsókn: Hlerunarmál verði upplýst Barn handtekið Lögreglan í Brooklyn í Bandaríkjunum handtók átta ára gaml- an dreng á mánudag og kærði hann fyrir manndráp af gáleysi. Drengurinn er grunaður um að hafa laumast inn í skólabíl og tekið hann úr handbremsu með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað og varð skólasystur drengsins að bana. BANDARÍKIN HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Land- spítala háskólasjúkrahúss segja að formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga hafi haft uppi vill- andi og ósanngjarnan samanburð á kjörum fastráðinna hjúkrunar- fræðinga á spítalanum og 20 danska hjúkrunarfræðinga sem koma til starfa á spítalanum í gegn- um danska starfsmannaleigu. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir ekki rétt að bera saman kjör fastráðinna hjúkrunarfræð- inga á LSH annars vegar og verk- takagreiðslur til einhvers starfs- manns, hvort sem hann er íslenskur eða danskur. Landspítalinn sé ekki vinnuveitandi dönsku hjúkrunar- fræðinganna. Á blaðamannafundi sem stjórnendur spítalans boðuðu til í gær kom fram að tólf hundruð hjúkrunarfræðingar eiga rétt til sumarleyfa nú. Ljóst sé að mjög sérhæfðum deildum, svo sem gjör- gæsludeildum, lungnadeild, tauga- lækningadeild og krabbameins- deild, verði ekki lokað. Því hefði verið gripið til þess ráðs að ráða mjög sérhæfða erlenda hjúkrunar- fræðinga yfir sumarleyfatímann. Á fundinum kom enn fremur fram, að vart hafi orðið mikillar reiði meðal hjúkrunarfræðinga á spítalanum og jafnvel umræður um uppsagnir. Fréttablaðið hafði samband við tvo sviðsstjóra þyngstu hjúkrun- ardeilda LSH. Til þeirra höfðu engar uppsagnir borist síðdegis í gær. -jss KJARASAMANBURÐI ANDMÆLT Magnús Pétursson forstjóri segir spítalann ekki vinnuveitanda dönsku hjúkrunarfræðing- anna. Stjórnendur Landspítala háskólasjúkrahúss um kjör danskra hjúkrunarfræðinga: Samanburður talinn villandi BAUGSMÁL Arngrímur Ísberg hér- aðsdómari segir að vera kunni að lýsing ákæruefnis í hluta endurút- gefinna ákæra í Baugsmálinu sé ekki svo glögg sem vera skyldi. Hann vakti athygli Sigurðar Tómasar Magnússonar setts sak- sóknara og Gests Jónssonar verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á þessu við fyrirtöku málsins í gær. Dómarinn lét jafnframt færa til bókar að ákær- an kynni af þessum sökum að vera í ósam- ræmi við fyrirmæli laga um með- ferð opinberra mála. Þau lög kveða meðal annars á um að greina skuli frá því hvert brotið sé sem ákært er fyrir. Sam- kvæmt sömu lögum getur dómari vísað máli frá telji hann ann- marka á því svo mikla að ekki verði bætt úr við rekstur málsins. Honum er þó skylt að gefa máls- aðilum kost á að tjá sig um málið áður. Dómarinn vísar í bókun sinni til þess kafla endurútgefinnar ákæru sem snýr að meintum auðgunarbrotum Jóns Ásgeirs í 1,5 milljarða króna viðskiptum með hlutafé á Vöruveltunni fyrir sjö til átta árum. Verjendur krefjast frávísunar málins, meðal annars á grund- velli mannréttindasáttmála Evr- ópu. Málið verður flutt þann 15. júní næstkomandi. - jh Dómari hefur efasemdir um lýsingu á meintum brotum Jóns Ásgeirs: Óglögg lýsing á ákæruefni VERJENDUR Á LEIÐ Í HÉRAÐSDÓM Verjendur krefjast frávísunar Baugsmálsins á grundvelli mannréttindasáttmála. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Sjálf- stæðisflokkurinn bætir enn við fylgi sitt samkvæmt niðurstöðum raðkönnunar Gallup fyrir frétta- stofu RÚV. Hann fengi 47 prósent og átta menn í borgarstjórn. Sam- fylkingin hafði um 32 prósent í könnun Gallup á sunnudag en fengi nú 25 prósent og 4 menn kjörna. Vinstri grænir fengju 16 próent og tvo menn kjörna. Fylgi Frjályndra er um sjö pró- sent og dalar nokkurð. Þeir fengju einn mann kjörinn. Framsóknar- flokkur nær engum manni í borg- arstjórn en fylgi flokksins þokast upp á við og er 4,7 prósent sam- kvæmt könnun Gallup í gær. - jh Könnun Gallup fyrir RÚV: D-listinn eykur fylgið enn DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir sölu og vörslu fíkniefna á Akureyri. Ákærurnar voru þingfestar í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra á mánudag. Mennirnir voru handteknir í fyrra í íbúð sinni og fannst þar nokkuð af amfetamíni, e-pillum og hassi. Þeim er gefið að sök að hafa ætlað að selja efnin á Akureyri. Réttri viku síðar, 8. desember, voru mennirnir teknir aftur með 131 e-pillu og um 100 grömm af hassi sem sennilegt þykir að ætlað hafi verið til sölu. - sh Tvítugir piltar á Akureyri: Ákærðir fyrir fíkniefnasölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.