Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 74
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR20 VISSIR ÞÚ... ...að minnsta klukka í heimi er á stærð við hrísgrjón? Hún var afhjúpuð í ágúst árið 2004 í Colorado í Bandaríkjunum. Hún er ekki stór, rétt 10 rúmmillímetrar og það þarf aðeins 75 mW straum til að ganga. Klukkan er ekki einungis lítil, heldur er hún gríðar nákvæm en skekkja hennar er ekki nema ein sekúnda á 300 árum. ...að stærsti lofttæmdi klefinn í heimi er The Space Tower Facility klefinn? Hann er í Glenn Reaserch Center í Ohio í Bandaríkjunum. Hann er 30 m í þvermál og 37 m á hæð. Klefinn er notaður þegar prófa á búnað í geimferjur. ...kílógrammið er eina SL-einingin sem enn er skilgreind eftir raun- verulegri sérsmíðaðri frumgerð? Frumgerðin er sívalningur sem smíðaður er úr platínu og iridíum. Hann er geymdur í Sévres nærri París. ...að fullkomnasta kúlan sem maðurinn hefur gert er 3,81 m í þvermál? Hún er svo fullkomin að ef hún væri stækkuð í sömu stærð og jörðin væri hæðarmunurinn milli hæstu hæðar og lægstu lægðar 1,5 m. ...að nákvæmasta klukka í heimi er frumeindaklukka sem tifar þúsund billjón sinnum á sekúndu? Skekkja hennar er svo lítil að ef hún hefði byrjað að tifa við upphaf alheims- ins myndi aðeins skeika örfáum mínútum í dag. ...að lengsta lestarferðin sem hægt er að fara í án þess nokkurn tímann að skipta um vagn er 10.214 km löng? Þá er lagt af stað frá Moskvu í Rússlandi og endað í Pjong-jang í Norður Kóreu. Ferðin tekur sjö daga, 20 tíma og 25 mínútur. ...að stærsta einkasnekkja í heimi er 147 m á lengd? Stærsta skemmtiferðaskipið er 345 m á lengd en stærsta vöruflutningaskip- ið er 458,45 m á lengd. ...að þyngsta flugvél í heimi er Ant- onov An-225 „Mriya“ (Draumur)? Hámarksflugþyngd er 600 tonn og er vænghaf hennar 88,4 m. Aðeins tvær slíkar flugvélar voru smíðaðar. Astrid Lindgren er einn þekktasti barnabókahöfundur sem uppi hefur verið. Hún var einstaklega afkastamik- ill rithöfundur og hafa bækur hennar verið þýddar á tugi tungumála og alls staðar hlotið góðar viðtökur. Um fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögum Astridar Lindgren og fjölmörg leikrit eða leik- gerðir hafa verið unnin upp úr verkum hennar og sett á svið. Erfitt er að velja á milli bestu verka Lindgren en þó eru nokkrar bækur sem allir þekkja. 1. Lína langsokkur. Allir þekkja þessa rauðhærðu skemmtilegu stelpu sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Bækurnar um Línu hafa verið þýddar á flest tungumál af bókum Lindgren, alls 51. 2. Emil í Kattholti. Annar ólátabelgur með hjartað á réttum stað. Erum við ekki öll misskilin á einhvern hátt? Hægt er að lesa um Emil á 39 tungu- málum. 3. Bróðir minn Ljónshjarta. Ævintýra- lega skemmtileg bók um bræðraást og lífið eftir dauðann. Bókin hefur verið gefin út á 37 tungumálum. 4. Ronja ræningjadóttir. Vinnur hug og hjörtu allra barna með ævintýrum sínum í skógi sem fullur er af ótrúleg- um verum. 5. Elsku Míó minn. Ljúfsár saga drengs í ævintýralegri leit að föður og ást. TOPP 5: ASTRID LINDGREN Hver er uppáhaldsbúðin þín? Fríða frænka. Þar er svo mikið af fallegu gömlu dóti með sál. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Föt, skó og dót í íbúðina mína. Verslar þú í útlöndum? Já ég geri það. Það er ekkert sem ég kaupi frekar en annað, bara það sem mig langar í. Eru einhverjar venjur við innkaup? Ég er ekki lengi að hugsa mig um. Ég sé hlutinn og veit að annaðhvort langar mig í hann eða ekki. Ég er ekki að kaupa bara eitthvað. Tekurðu skyndiákvarðanir í fata- kaupum? Ég er mjög sérvitur í fatasmekk. Það gildir það sama um fötin og annað. Ég máta flíkina ef mig langar í hana og ef hún passar kaupi ég hana. Ég er ekkert að velta mér upp úr hlutunum. KAUPVENJUR Sérvitur í fatasmekk LILJA NÓTT ER HRIFIN AF DÓTINU Í FRÍÐU FRÆNKU. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Levi´s store - Kringlan - Smáralind Opnunartilboð 24. - 26. maí -40% af 131 Engineered Kringlan N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.