Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 6
6 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Félagar í Vildarþjónustu fá 50% afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A Græn framtíð! Við Vinstri-græn viljum að Reykjavík verði til fyrirmyndar á sviði umhverfis- mála. Við viljum flétta umhverfis- sjónarmið inn í allar ákvarðanir. Stunda nútímaleg vinnubrögð við sorpflokkun og gera það eftirsóknarvert að ferðast með strætó og nota hjólið. Forgangsröðum í þágu náttúru og umhverfis Kjósum Vinstri-græn Svandís Svavarsdóttir 1. sæti í Reykjavík HORF‹U EINSOG fiÉR S†NIST! Yfir 300 sjónvarpsflættir og kvikmyndir í stafrænum gæ›um á vísir.is fiÚ ERT SJÓNVARPSSTJÓRI Á Kópavogur SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2006SKOÐANAKÖNNUN NFS ■ Kosningar 2002 B 11,7% D 46,8% S 34,7% V 6,8% Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til kosninga nú? Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS 17.-20. maí 2006 LANDHELGISGÆSLAN Tillaga Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra, um að gengið verði til samninga um leigu á tveimur þyrlum, var samþykkt á ríkis- stjórnarfundi í gær. Þyrlurnar verða af sambærilegri gerð og nú eru í rekstri hjá landhelgisgæsl- unni og verða leigðar til viðbótar við þyrlurnar sem þegar eru í rekstri. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september næstkomandi. Á undanförnum vikum hefur á vegum dómsmálaráðuneytisins og landhelgisgæslunnar, með aðild utanríkisráðuneytisins og sendi- ráða Íslands, verið kannað um allan heim hvernig standa megi að leigu nýrra björgunarvéla. Eink- um hefur framboð á Super Puma þyrlum verið kannað, þar sem flugdrægi þeirra og björgunargeta er mun meiri en Dauphin þyrla, en landhelgisgæslan rekur nú þyrlur af þessum gerðum. Björn Bjarnason segist ekki geta tjáð sig um hver kostnaðurinn við leigu á Super Puma þyrlu er því að um samningsatriði sé að ræða. „Frá þessu verður gengið með vísan til ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar.“ Björn segir að vel gangi að ráða starfsfólk en stefnt sé að því að unnt verði að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólar- hringinn allan ársins hring. - shá Ríkisstjórnin samþykkir tillögur dómsmálaráðherra um leigu á þyrlum: Leita að þyrlu eins og TF-LÍF FARIÐ UM BORÐ Í TF-LÍF Ákvörðun um að leigja tvær þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna var tekin á ríkisstjórnarfundi í gær. Leit að þyrlum beinist aðallega að þyrlum af Super Puma gerð eins og TF-LÍF. KJÖRKASSINN Ertu ánægð(ur) með úrslitin í Eurovision? Já 82,5 Nei 17,5 SPURNING DAGSINS Í DAG Viltu opinbera rannsókn vegna upplýsinga um símhleranir? Segðu þína skoðun á visir.is KOSNINGAR Framsóknarflokkur tapar, einn flokka, fylgi í Kópavogi samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir NFS. Könnunin var gerð dagana 17. til 20. maí og eru niðurstöðurnar bornar saman við úrslit sveitar- stjórnarkosninganna árið 2002. Svarhlutfall var 60 prósent. Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi eða rúmum 16 prósent- um. Í kosningunum 2002 fékk Fram- sóknarflokkurinn 27,9 prósenta fylgi og þrjá bæjarfulltrúa en mælist nú með 11,7 prósent og tapar tveimur bæjarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka nú eða 46,8 prósent sem myndi skila meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum bæjarfulltrúa og myndi ná inn sex manns. „Þetta er stuðningur við okkar verk á síð- asta kjörtímabili. Ég vara þó við bjartsýni því oft kemur minna úr kjörkassa en í könnunum,“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna. Samfylk- ingin, sem hefur setið í minnihluta á kjörtímabilinu á móti meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, bætir við sig rúmum 6 pró- sentum og þar með einum manni við þrjá bæjarfulltrúa í dag. Vinstri grænir bæta lítillega við sig en ná ekki inn manni. - sdg Allir flokkar nema B-listi bæta við fylgi sitt samkvæmt könnun NFS í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkur næði meirihluta PALESTÍNA, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að Ísraelar „ræði alvar- lega“ við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í stað þess að ræða við Palestínustjórn, sem nú er í höndum Hamas-samtakanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hélt í gær til Bandaríkj- anna þar sem hann hitti meðal annars Bush forseta að máli. Megintilgangur ferðar Olmerts var að heyra frá fyrstu hendi álit Bandaríkjaforseta á áformum Ísraela um einhliða ákvörðun landamæra Ísraels og væntanlegs ríkis Palestínumanna, en þær hug- myndir fela í sér að þó nokkur hluti af byggðum ísraelskra land- tökumanna á svæðum Palestínu- manna verði undir stjórn Ísraels. Ekki þótti líklegt að Olmert fengi nein ákveðin svör frá Bush um þetta, en fyrir tveimur árum gaf Bush Ariel Sharon, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, grænt ljós á að innlima nokkrar byggðir landtökumanna nálægt Jerúsalem færi svo að friðarsamkomulag næðist. Bush tók þó fram að sam- þykki Palestínumanna fyrir þeirri innlimun væri nauðsynlegt. Innbyrðis átök meðal Palest- ínumanna hafa verið að aukast á síðustu dögum. Vopnaðar sveitir á vegum Hamas-samtakanna hafa lent í mannskæðum átökum við lögreglusveitir hliðhollar Fatah- hreyfingunni. Háttsettir fulltrúar beggja fylkinga hittust í Gaza-borg í gær, en sá fundur skilaði litlum árangri. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínustjórnar, fullyrti hins vegar að Hamas myndi aldrei láta átökin þróast út í borgarastyrjöld. Í gær var Palestínumaðurinn Ibrahim Hamed, sem er háttsettur í Hamas-samtökunum, handtekinn í Ramallah á Vesturbakkanum. Hann gaf sig fram eftir að ísra- elskir hermenn höfðu umkringt húsið sem hann leyndist í og hótað að leggja það í rúst. Hamed er grunaður um að hafa staðið að baki nokkurra helstu árása Hamas-samtakanna á Ísrael síðustu árin. Ísraelar hafa reynt að hafa hendur í hári hans allar götur síðan 1998. gudsteinn@frettabladid.is OLMERT OG BUSH Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, vill vita hvort Bandaríkjamenn krefjist þess að Ísraelar fái samþykki Palestínumanna fyrir endanlegum landamærum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Olmert vill stuðning Bandaríkjaforseta Ehud Olmert hélt til Bandaríkjanna í gær að hitta Bush forseta, sem ráðleggur honum að tala ekki við Hamas heldur eingöngu við Abbas forseta. Á meðan var háttsettur Hamas-liði handtekinn í Ísrael.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.