Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 59

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 59
Íslensk-danskur kvintett alt-sax- ófónleikaranna Sigurðar Flosa- sonar og Benjamins Koppel verð- ur á ferð um landið um helgina. Kvintettinn heldur tvenna tón- leika í Reykjavík, á Café Rósen- berg annað kvöld kl. 21.30 og á Grand Rokki á föstudagskvöld kl. 21. Kvintettinn kemur síðan fram á djasshátíð Vestmanna- eyja, Dögum lita og tóna, á laug- ardag og sunnudag. Benjmin Koppel er af mörg- um talinn fremsti altsaxófónleik- ari Dana um þessar mundir en auk vopnabræðranna Benjamins og Sigurðar skipa kvintettinn þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Róbert Þórhallsson á kontra- bassa og Kristian Leth á tromm- ur. Margir telja Benjamin Kopp- el einn fremsta altsaxófónleikara Dana um þessar mundir en Kristian Leth er einnig meðal fremstu trommara þar í landi. Þess má geta að í desember síðastliðnum stóðu saxófónleik- ararnir fyrir vel heppnaðri minn- ingardagskrá um Charlie Parker í Reykjavík en Koppel hefur áður leikið víða um land, til dæmis með tríói sínu. Að þessu sinni verður áherslan þó á frumsamda tónlist eftir þá félaga Koppel og Sigurð Flosason. Kvintettinn mun einnig leika á fernum tón- leikum í Kaupmannahöfn og í Árósum í júlí. - khh Koppel í kvintett BENJAMIN KOPPEL LEIKUR MEÐ SIGURÐI FLOSASYNI OG ÖÐRUM KNÁUM DJASSLEIK- URUM UM HELGINA Áhersla á frumsamda tónlist saxófónleikaranna. Ljóðskáldið Dagur Sigurðarson öðl- ast framhaldslíf í tónlist Þórs Eldon. Smekkleysa sm/ehf hefur nú gefið út geisladiskinn Túnglskinsmjólk en þar má finna lög Þórs við sjö af ljóðum skáldsins sem Dagur les sjálfur við undirleik Þórs. Upptökur fóru fram á tímabilinu 1985-2005 en Dagur lést árið 1994. Hann var einn af merkustu og kraft- mestu ljóðskáldum síðustu aldar þótt hann hafi löngum verið utan- garðs enda gaf hann lítið fyrir borg- aralegt velsæmi og tepruskap. Í ljóðum sínum tókst Dagur á við breyttan veruleika borgarlífsins með blöndu af rómantík og grodda- legri hreinskilni og hafa verk hans öðlast æ meiri sess meðal lesenda í seinni tíð. Diskurinn kemur út í takmörk- uðu upplagi. - khh Túnglskinsmjólk LJÓÐ OG LÖG Lög Þórs Eldon og upplestur Dags Sigurðarsonar. MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 27 Ástralska kvenréttindakonan Germaine Greer er komin til landsins til að flytja fyrirlestur á ráðstefnunni Tengslanet III - Völd til kvenna í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst á föstudag. Germ- aine er einna þekktust fyrir bók sína The Female Eunuch sem kom út 1970 og var mjög umdeild. Greer er af mörgum talin einn öflugasti málsvari kvenréttinda- baráttunnar á 20. öld, en hún hefur starfað sem fræðimaður og rithöfundur og lét nýverið af störfum sem prófessor í ensku við University of Warwick á Eng- landi. Þetta er þriðja árið í röð sem Tengslanetsráðstefnan á Bifröst er haldin, að frumkvæði Herdís- ar Þorgeirsdóttur prófessors við laga- deild Viðskiptahá- skólans á Bifröst. „Markmiðið með ráðstefnunni er að mynda tengsl milli kvenna, að auka skilning kvenna á eigin stöðu og hlut- verki þeirra í fram- vindu samfélagsins og auka samheldni þeirra um leið,“ segir Herdís. Hún er ánægð með mikla þátttöku á ráðstefn- unni. „Það er mikil gleði í því fólgin að hafa náð þessum árangri, að þetta sé ein af öflug- ustu ráðstefnum sem haldnar eru í íslensku viðskipta- lífi,“ segir hún. Ráðstefnan hefst kl. 16.00 á fimmtu- dag með fjall- göngu á Grábrók, en á föstudag munu Greer og Guðrún Erlends- dóttir hæstarétt- ardómari flytja erindi. Að því loknu verða fjórar pallborðsumræð- ur þar sem staðal- ímyndir, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna verða í brenni- depli. Germaine Greer á Íslandi GERMAINE GREER Heldur erindi á ráðstefnunni Tengslanet III – Völd til kvenna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.