Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 69
THURSDAY 22. june 2006 33 staðar. Ef þær hugmyndir sem nú eru uppi af hálfu stjórnvalda um hvers kyns verndarsvæði ná fram að ganga þá geta þau orðið allt að 35% af flatarmáli Íslands. Til sam- anburðar má benda á að verndar- svæði í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi eru samtals 8-9% af flatarmáli hvers lands í dag. Það er einnig ástæða til að spyrja: Getur verið að við séum stödd í miðju Framtíðarlandinu; með kostum þess og göllum? Það er nú einu sinni svo að það fylgja vaxtaverkir svo miklum breyting- um sem hafa verið að ganga yfir. Í fræðilegri skilgreiningu á hinu svokallaða þekkingarsamfélagi kemur í ljós að þar er ekki allt jákvætt. Hinir neikvæðu fylgifisk- ar eru m.a. vandkvæði á að tryggja framleiðni og þar með viðunandi laun í hefðbundnum þjónustu- og umönnunarstörfum, aukið kyn- bundið misrétti, félagsleg einangr- un o.fl. Það væri efni í aðra grein að fjalla um þessa þætti. Það er hins vegar alveg ljóst að það næst enginn árangur ef við- fangsefnin eru ekki rétt skil- greind; ef sviðsmyndin er röng. Það þjónar engum tilgangi að benda á orkuiðnaðinn sem söku- dólg varðandi meintar neikvæðar þjóðfélagsbreytingar ef hin meg- inástæðan er hliðarverkanir hraðr- ar þróunar til þekkingarsamfé- lagsins. Það er út í hött að kenna fjárfestingum í orku- og álverum um núverandi óróa í efnahagsmál- um ef hin meginástæðan er lausa- tök í fjármálum hins opinbera (ríkis og sveitafélaga) og að við hvert og eitt höfum ekki getað hamið kaupgleði okkar í velmegun síðustu ára. Það er tilgangslaust að hengja bakara fyrir smið. Höfundur stundar nám í hag- nýtum hagvísindum á Bifröst. Þær tölur sem eru notaðar við vinnslu þessarar greinar eru að mestu fengnar frá Hagstofunni. Einnig frá einstökum fyrirtækum og atvinnugreinum. Öll úrvinnsla þeirra er hins vegar alfarið á ábyrgð höf- undar. Allar tölur í töflu eitt byggja á verðlagi og meðalgengi ársins 2005. Reiknað er með meðalál- verði 2005. Reiknað er með að 2008 verði flutt út 780 þúsund tonn að áli , sömu aflaheimildum og nýtingu afla og 2005 og að annar útflutningur aukist um 10%. Reiknað er með að innlendur hluti í útflutningstekjum á áli sé 37,5% en 75% í þorsk. Reiknað er með að innlendi hlutinn af heildar vöru- útflutningi sé 60%. Reiknað er með að í sjávarútvegi náist hagræðing til jafns við þá sem eru með bestu framleiðni vinnuafls í dag. Í töflu 2 er alfarið notast við tölur frá Hagstofunni. Tölur um verndar- svæði eru byggðar á gögnum frá Umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. STÖRF Í SJÁVARÚTVEGI OG FJÖLDI Í HÁSKÓLANÁMI 1995–2005 1995 2005 18.000 9.000 16.000 9.000 sjávarútvegur háskólanám Ungt áhugafólk um íslenska nátt- úru, umhverfið og hreint loft, kom heldur betur við kaunin á nýgerð- um utanríkisráðherra Framsóknar- flokksins. Þessi undarlega þen- kjandi fyrrverandi stóriðjumála- ráðherra, virðist svo lygilega veru- leikafirrt, að hún heldur í fúlustu alvöru að lífi hennar stafi hætta af líkingamáli vel hugsandi ung- menna. Ég vil óska þjóð minni til hamingju með þetta úrvalsfólk. Fulltrúar þess komu fram í Kast- ljósi og svöruðu fyrir sig af einurð og hreinskilni. Nokkuð sem tals- mönnum Framsóknarflokksins er framandi. Ungu mennirnir létu þess ógetið, að ráðuneyti þessa ráðherra, hefur nýtt sér ótakmarkað vald og fjár- muni til að ófrægja og takmarka starfsemi náttúruverndarsinna. Einkennilegt hvað þjóðin virðist eiga erfitt með að átta sig á hinum raunverulegu vinum og óvinum. Greina á milli þess sem er henni til góðs, eða ills. Minnir óþægilega á söguna af Marbendli. Umhverfið og heilnæmt loft, er mál málanna. Í þeim efnum skilur á milli góðs lífs og úrkynjunar. Eyðing ósonlagsins mun valda Íslandi meiri skaða en öllum öðrum löndum og það er ekki langt í þann veruleika, ef fram held- ur sem horfir. Framsóknarflokkur- inn er hættulegasti málsvari umhverfiseyðingar og stóriðju. Fyrir þessa hugsjón sína, er hann tilbúinn að vera hækja þeirra sem best bjóða. Setur eiginlega óorð á ágætt hjálpartæki fatlaðra. Af framansögðu mætti ráða, að fötlun sé margbreytilegri og beri víðar niður en áður var ætlað. Allt tal ráðherrans, um að hún hafi ein- ungis verið að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar, er ósvífinn útúr- snúningur. Hún er sannfærður stóriðjusinni og glámskyggnin á heimsmælikvarða. Henni, eins og hennar ástkæra flokki, er fyrir- munað að skilja mikilvægi náttúr- unnar til annars en að nýta hana í fjötrum. Það ætti að vera þjóðinni umhugsunarefni, hve oft ráðherrar Framsóknarflokksins stagglast á væntumþykju sinni á flokknum. Aldrei hef ég heyrt þá minnast á að þeim þyki vænt um þau sem kjósa þá, hvað þá heldur um þjóðina. Málfrelsi angrar Framsóknarflokkinn FRÁ KÁRAHNJÚKUM Greinarhöfundur segir að ef þær hugmyndir sem nú eru uppi af hálfu stjórnvalda um hvers kyns verndarsvæði, verði mun lengra gengið í þeim málum hér á landi en til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALBERT JENSEN SKRIFAR UM STÓRIÐJUSTEFNU www.bluelagoon.is Styrkur Imperial 42 cl rauðvínsglös 1.924 kr. 12 stk. Smart og létt á fæti – heilsteypt glös á tilboðsverði Þórunn Kristjánsdóttir Sölumaður hjá RV Maldive 36 cl bjórglös Imperial 31 cl rauðvínsglös Imperial 23 cl hvítvínsglös Imperial 19 cl hvítvínsglös 1.757 kr. 12 stk. 1.579 kr. 12 stk. 1.341 kr. 12 stk. 854 kr. 6 stk. R V 62 07 A Rauð vínsg lös, h vítvín sglös og b jórgl ös á tilbo ðsve rði í jún í 200 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.