Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 78
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR42 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON VEITINGASTAÐURINN SILFUR HÓTEL BORG, PÓSTHÚSSTRÆTI 11, S. 5782008 -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • S: 554 7200 • www.hafid.is Nú er sumarið komið Laxatilboð Laxflök 990kr/kg beinlaus Lax í teryaki og hunangs 1290kr/kg Fiskigrillspjót-Lúða í smjörkryddi- Keila í miðjarahafskryddi og margt margt fleira. Opið til 18:30 Þorri Hringsson er þekktur fyrir skrif sín um vín í Gestgjafanum og veitingahúsagagnrýni en færri vita að matargerð höfðar enn meira til hans. „Áhugi minn á víni spratt út frá áhuga á mat. Ég veit miklu meira um mat ef út í það er farið og hef meiri áhuga á matargerð en víni,“ segir Þorri. Hann eldar mikið heimavið og leikur sér með hrá- efnið. „Ég vil hafa þetta fjölbreytt bara til að „stimulera“ sjálfan mig og víkka sjóndeildarhringinn. Maður reynir alltaf að prófa ein- hvern nýjan vinkil á hlutunum þó að maður endi oft á svipuðum upp- skriftum. Þannig virkar öll sköp- un,“ segir Þorri, en hann starfar einnig sem listmálari. Þorri gefur hér uppskrift að salati með hægelduðum tómötum og geitaosti. „Ég gef þetta upp fyrir fjóra sem nokkuð mikinn forrétt, svo má líka hafa þetta fyrir sex sem lítinn forrétt og aðalrétt fyrir tvo til þrjá,“ segir Þorri. „Þetta er ákaflega gott salat sem tekur svolítinn tíma að undir- búa en er auðvelt að gera deginum áður. Aðalvinnan felst í því að hægelda tómatana en þar gildir þolinmæðin og ekkert annað,“ segir hann. Geitaosturinn fæst meðal annars í Ostabúðinni og Hagkaupi en hann er hvítur og pakkaður í rúllu. „Það eru nokkrar tegundir til, sá þekktasti heitir Soignon. Svo eru í þessu bara venjulegar hunangsristaðar hnet- ur,“ segir Þorri. Salat með hægelduðum tómötum og ferskum geitaosti 500 g kirsuberjatómatar (eða bara smáir tómatar) 120 g ferskur geitaostur, t.d. Soignon. 200 g blönduð salatlauf, s.s. frisée, klettasalat og lollo rosso 2 msk. hunangsristaðar jarðhnetur (gróft saxaðar) balsamedik extra-virgin ólífuolía sjávarsalt, t.d. Maldon hrásykur Ofninn er hitaður í 120° C. Sker- ið tómatana í tvennt og raðið þeim í eldfast mót og látið sárið snúa upp. Blandið saman sæmilegan skammti af balsamediki, ólífuolíu og hrásykri, t.d. einn dl af olíu, 1 msk af balsamediki og 1 tsk af hrásykri, og penslið tómatana með blöndunni. Stráið ögn af sjávarsalti yfir og hægeldið í ofninum í 5 til 7 klst. og penslið af og til með olíublönd- unni. Aðalatriðið er að elda tómat- ana á sem lengstum tíma, við sem lægstan hita því þannig verða þeir sætir og safaríkir. Kælið svo tóm- atana í ísskáp, þerrið salatið og skiptið því á fjóra diska. Dreifið tómötunum jafnt á diskana og myljið ferska geitaostinn yfir sal- atið og tómatana. Stráið að lokum pínulítlu af hunangshnetunum yfir allt. Þegar salatið er borið fram er gott að skvetta góðri ólífuolíu og smá balsamediki yfir (því dýrara því betra). Þetta salat er gott með hvítvíni frá Nýja-Sjálandi, t.d. Kim Crawford sauvignon blanc. Sumarsalat vínsérfræðingsins ÞORRI HRINGSSON Þorri gaf út Vín, handbók um vín og vínmenningu, árið 2003 en hann hefur einnig skrifað um vín í Gestgjafanum og víðar. Í dag verður veitinga- staðurinn Silfur á Hótel Borg formlega opnaður. Staðurinn sérhæfir sig í minni réttum sem hægt er að blanda saman og er maturinn í anda franskrar matargerðar. Svört og hvít leðursæti, steingráir veggir, kristalsljósakrónur og arineldur setja svip sinn á rýmið sem er nútímalegt og móðins. Matseðillinn: „Hugmyndafræðin er að þetta sé staður til þess að koma og upplifa mat og prófa eitthvað nýtt frekar en að fá magafylli,“ segir Jón Páll Haraldsson, framkvæmdastjóri veitingasviðs Hótel Borgar. „Grunn- urinn í eldamennskunni er ný-frönsk matargerð en matreiðslumeistari árs- ins 2005, Þórarinn Eggertsson, heldur utan um þetta,“ segir Jón Páll. Kokk- arnir setja saman fimm rétta seðil á hverjum degi. Einnig geta gestir sett saman seðil sjálfir, en þrír réttir sam- svara venjulegum aðalrétti. Boðið er upp á dúfu, önd, lamb, naut, ostrur, og ýmiss konar fisk svo eitthvað sé nefnt, auk „grænna“ rétta eins og grænurtu- súpu. Silfur er opið í hádeginu og þá er boðið upp á hefðbundna, fljótlega rétti sem og flóknari. Verð: Hver réttur er frá 1600 upp í 2400 krónur og fimm rétta sælkeraseðill er á 6.800 kr. Í hádegi er hægt að fá tvo rétti á 2400 og þrjá á 2900 krónur. HM í Þýskalandi er mikil bjórhátíð og eru þýskir móðgaðir yfir því að amerískur bjór skuli vera opinber bjór mótsins. Gáfust ekki upp fyrr en Budweiser leyfði Bitburger að fljóta með niður hálsa vallar- gesta. Þýskaland er enda eitt höfuðríki bjórgerðar í veröldinni. Vín- gerð hefur verið stunduð af þrótti í Þýskalandi í margar aldir en ekki skorað jafnhátt og bjórinn hjá neytendum. Löngum hefur verið litið niður á þýsk vín, einkum sökum óorðsins sem hin dísætu Lieb- fraumilch-vín komu á gjörvöll vín þessa mikla lands. Á síðustu árum hafa orðið gríðarlegar framfarir í þýskri víngerð. Víntímarit hafa hampað þeim og flestir bestu veitingastaðir Vesturlanda leggja sig fram um að bjóða upp á þau á vínlistum sínum. Talað er um þýsku nýbylgjuna í víngerð rétt eins og talað var um þýsku nýbylgj- una í kvikmyndagerð sem stóð einmitt hæst síðast þegar HM var haldið í Þýskalandi. Helsti páfi nýbylgjunnar er Ernst Loosen sem valinn var maður ársins í víntímaritinu Decanter í fyrra. Hann er oft kallaður „Herra Riesling“ því enginn hefur átt jafn mikinn þátt í því og hann að hefja þá mögnuðu þrúgu til vegs og virðingar á ný. Þýsku riesling vínin eru mörg hver alveg sérdeilis prýðileg, afbragðs matarvín sem eiga einkar vel við okkar ágæta sjávarfang. Úrval þeirra hefur aukist nokkuð undanfarið í vínbúðum hérlendis þótt áherslan sé einkum á ódýari og einfaldari vínin. Þau eru afar hagstæð í verði hér á landi vegna þess að þau eru lág í alkóhóli og ofuralkóhólskattarnir leggjast því ekki á þau af eins miklum þunga og á alkóhólríkari vín. Vegna hins lága alkóhólmagns eru þau kjörin í samkvæmi, hægt er að dreypa á þeim eins og bjór án þess að svífi um of á mannskapinn. Léttvín eru reyndar iðulega valin fram yfir bjór í samkvæmum í Þýskalandi rétt eins og hér á landi þar sem léttvínsneysla eykst stöðugt á kostnað bjórneyslu. Alkóhólléttu hvítvín- in hafa þó ekki náð fyllilega þeirri hylli sem þau verð- skulda, ennþá eimir eftir af þeim molbúahætti hjá okkur Íslendingum að kaupa vín einkum eftir styrk- leika. Þýsku vínin skora VERT AÐ SPÁ Í: Í vínbúðum fást bæði einföld riesling vín og dýrari og vandaðri frá til dæmis Dr. Loosen og Guntrum sem hefur um árabil átt mest selda hvítvínið hérlendis. Palts er annar athyglisverður framleiðandi með frambærileg vín og fyrir þá sem vilja eignast minjagrip um HM er vert að benda á vínið FiFA WM 2006 frá framleiðandanum Moselland sem alltaf er með skrautlegar flöskur. Staður þar sem fólk prófar nýja hluti > Prófaðu... að grilla ferskju- helminga með hvítu súkkulaði ofan á. Stráðu yfir sykri, kan- il, og settu með örlítið af bræddu smjöri. Smá skvetta af amaretto og nokkrar pistasíuhnetur setja punktinn yfir i-ið. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er örugglega sesam gerlausa hrökkbrauðið, ég ferðast með það til útlanda. Set alltaf jarðarberjasultu og ost ofan á það. Fyrsta minning um mat? Rjúpurnar hjá mömmu á aðfanga- dag. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Rjúpurnar hjá mömmu á aðfanga- dag. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Hákarl, ég kann ekki að meta hann. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég á alltaf rucolasalat, balsamedik og gott sinnep. Það er hægt að nota í geggjaðar samlokur eða salat. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hafragraut. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Trönuberjadjús og vínber. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Hrökkbrauðið og gott Kaffitárs-kaffi. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ekkert sérstakt sem ég man eftir. MATGÆÐINGURINN: SVAVA JOHANSEN, EIGANDI NTC Alltaf með sinnep og rucolasalat í eldhússkápnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.