Fréttablaðið - 09.07.2006, Síða 19

Fréttablaðið - 09.07.2006, Síða 19
Haraldur komið upp rannsóknar- stofu, hlaðinni af teikningum sem hann kallar Ofnæmi. „Mér finnst þetta skemmtilega tvírætt orð, annars vegar hefur það sína hefð- bundnu merkingu en getur líka þýtt „ofurnæmi.“ Ofnæmis- teikningarnar eru uppdráttur eða birtingarmyndir af ákveðnum fyrirbærum og fjalla um hvernig við samsömum okkur við umhverfið eða hvernig það verður fráhrind- andi. Þetta er tilraun til að sjá það fallega í því hryllilega og kallast um leið á við þessa margradda og þversagnakenndu hljómkviðu sem lífið er.“ Fortíð og nútíð mætast í Gróttu „Ég býð upp á ljósmyndasýningu sem heitir Áhöfn,“ segir Hrafn- kell Sigurðsson myndlistarmaður. „Þetta eru aðallega portrett- myndir af skipverjum á togara og nærmyndir af búkum verkamanna í áberandi skærum vinnugöllum með endurskinsmerkjum. Ég fékk þessa hugmynd þegar við fórum að skoða okkur um þarna á Gróttu. Sjórinn er náttúrlega þarna allt um kring og ég fór að hugleiða sögu staðarins, útgerðina, verbúð- irnar og fleira og ímynda mér hvernig það hefði verið og ákvað að gera verk út frá því.“ Myndum Hrafnkells verður stillt upp í risi gamla vitavarðar- hússins, en alls eru þrjár hæðir í húsinu og sex hæðir í vitanum sem allar eru nýttar fyrir sýninguna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hrafnkell gerir Gróttu að viðfangsefni. Hann kenndi við Listaháskóla Íslands í vor og setti nemendum meðal annars fyrir það verkefni að hanna byggð á staðn- um. Rómantíkin í hafinu Hafið er Ragnari Kjartanssyni hugleikið í Eilandi en verk hans samanstendur af fjölmörgum teikningum og málverkum af hafinu. „Ég hef áður unnið með svona teiknimyndasyrpur, eins og í Nýlendunni sem sýnt var í Kling og Bang. Mér finnst heillandi ein- hver ósköp af sama þemanu. Fjöldaframleiðsla.“ Ragnar segir að verkið um sjó- inn minni sig á afa sinn og alnafna sem hafi málað margar vatnslita- myndir af hafinu og gert fjöl- marga skúlptúra um land allt í minningu um drukknaða sjómenn. Hann fór líka oft með mig út í Gróttu þegar ég var pjakkur og málaði margar myndir af húsun- um og hafinu í kring. Það er eitthvað ótrúlega rómantískt við hafið, dauði, myrkur, kuldi, eilífð og mystík. Mér finnst eins og ég hafi verið að gera teikn- ingar af teikningum þegar ég gerði þessar myndir. Þetta er ekki beint eins og samtímalist heldur eins konar fölsun á öðrum tíma. Það er heillandi. GRÓTTUVITI Friðrik Örn hefur myndað vita um allt land að næturlagi. FRÁ GRÓTTU Nafnið Eiland er dreg- ið af því að bæði er Grótta einskis- mannsland og auk þess bæði eyja og tengd meginlandinu. Sýningin Eiland í Gróttu stendur frá 15. júlí fram yfir Menningarnótt 20. ágúst. Opnunartímar verða sam- kvæmt flóðatöflu. Flóð og fjara breytast dag frá degi en í megin- dráttum verður sýningin seinni hluta dags aðra hvora viku og fyrri hluta dags aðra hvora viku og opin sex tíma í senn. Nánari upplýsingar um Eiland má finna á heimasíðu sýningarinnar, www.eiland.is. SUNNUDAGUR 9. júlí 2006 19

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.