Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 28.07.2006, Qupperneq 50
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■18 Fyrirtaks áningar- staðir um allt land Marga góða veitingastaði er að finna nálægt þjóðvegum landsins. RÁIN Í KEFLAVÍK Ráin er talinn vera með betri veitingastöðum Kefla- víkur. Í hádeginu er hægt að velja um breskan morg- unmat, súpu eða fjóra aðal- rétti. Á kvöldin er stílað inn á a la carte-matseðil. Staðurinn er rómaður fyrir humarhala og lambalæri, sem er borið fram fyrir tvo. Þá þykir sjávarréttagratín hússins einstaklega gott. HÓTEL HEKLA Hótel Hekla er skemmtilegt sveitahótel sem stendur á Skeið- um með gott útsýni til allra átta. Á hótelinu eru 37 herbergi búin öllum helstu nútímaþægindum, svo sem baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu internetsambandi fyrir þá sem vilja. Í veitinga- sal hótelsins er hægt að panta ýmsa ljúffenga rétti og rúmgóðir fundarsalir með góðum tækja- búnaði standa hópum til boða. Sjá nánar www.hotelhekla.is. RAUÐA HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Veitingastaðurinn Rauða húsið er á Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, skammt frá kirkjunni og byggða- safninu Húsinu. Hann hefur verið starfræktur í fimm ár og nýtur sífelldra vinsælda. Rauða húsið er á þremur hæðum. Miðhæðin er kölluð Guðmundu- búð í höfuðið á Guðmundu Niel- sen tónskáldi og verslunarkonu, sem byggði húsið árið 1919. Á þeirri hæð er eiginlegur veit- ingastaður hússins. Á þriðju hæðinni eru suðursalur, með útsýni yfir hafið, og norðursalur, með útsýni alveg upp í Gríms- nes. Í kjallara hússins er góð fundaraðstaða og bar. Aðalsmerki Rauða hússins er sjávarréttasúpa, uppfull af alls kyns fiski, humri og fersku nið- urskornu grænmeti. Nýbakað brauð og heimatilbúinn humm- us eru ávallt borin fram með súpunni. Af öðru lostæti má nefna saltfisk, fiskitvennu og nýjan humar. INGÓLFSSKÁLI Í EFSTALANDI Ef þú vilt upplifa sannkallaða víkingastemningu þá er Ingólfs- skáli í Efstalandi í Ölfusi málið. Skálinn er í víkingastíl og matur að hætti landnemanna. Reykt hangikjöt, silung, síld, harð- fisk og rúgbrauð má fá í for- rétt, lambasteik eða kjúkling í aðalrétt, en skyr og bláber eru vinsæll eftirréttur. Hægt er að panta bjór og hornasnafs með matnum. NARFEYRARSTOFA Í STYKKISHÓLMI Á Narfeyrarstofu við Aðalgötu 3 í Stykkishólmi (í miðbænum við hlið gömlu kirkjunnar) er boðið upp á ferskan afla úr Breiðafirði, svo sem humar, rauðsprettu og skötusel. Af eftirsóttum rétt- um má nefna hörpuskel, þorsk, reyktan svartfugl, léttsoðið egg í brauðbollu með salati og fiski- súpu, byggða á soði af humar- skeljum, trjónukrabba og fiski, sem hefur notið samfelldra vinsælda frá upphafi. Ekki nóg með að Narfeyrarstofa bjóði upp á ljúffengan mat heldur standa eigendur staðarins nú fyrir hest- vagnaferðum um bæinn. FJÖRUBORÐIÐ Á STOKKSEYRI Fjöruborðið á Stokkseyri er margrómaður fyrir ljúffengan, grillaðan humar með hvítlauk og smjöri, borinn fram með góðu brauði og salati. Aðeins er unnið með ferskt hráefni enda stend- ur staðurinn við fjöruna. Þá þykir humarsúpan vera einstök. Fyrir þá sem ekki borða humar má velja á milli lambafillets og nauta carpaccio sem er hvort tveggja með góðu meðlæti. Sér- stakur barnamatseðill er á staðn- um. Sjá www.fjorubordid.is. KRISTJÁN X Á HELLU Kristján X er veitingahús og bar á Hellu á Rangárvöllum. Húsið sem nú hýsir Kristján X á um margt merkilega sögu. Það var reist á Þingvöllum fyrir alþing- ishátíðina 1930 og notað sem matsalur fyrir hirð Kristjáns X Danakonungs, en þaðan kemur einmitt nafn staðarins. Árið 1938 var húsið svo flutt á Hellu og í því starfrækt pakkhús. Í apríl 1999 var hafist handa við að gera húsið upp og lauk því í nóvember sama ár þegar staður- inn var opnaður. Á veggjum veitingahússins má finna nokkrar myndir af Kristj- áni X konungi og meðal annars má þar sjá veiðistöng sem kon- ungurinn veiddi með í heimsókn sinni til landsins árið 1930. Á Kristjáni X má meðal annars fá fisk og steikur, meðal annars hrossafillet og hrefnusteik. Einn- ig er hægt að fá súpur, spaghetti, hamborgara og pitsur svo fátt eitt sé nefnt. Kristján X er nota- legur veitingastaður í sveitasæl- unni en alveg við þjóðveginn. (D) Einu sinni á (A) ágúst(D)kvöldi (D7) (G) austur í (A) Þingvalla(D)sveit (D7) (G) gerðist í (A) dulitlu (D) dragi (Bm) (m) dulítið, sem (A) enginn (D) veit, (Em) nema við og (A) nokkrir (D) þrestir (Bm) og (Em) kjarrið græna (A) inn í (D) Bolabás og (Am) Ármannsfellið (D7) fagurblátt og (G) fannir Skjaldbreið(Em)ar og (Bm) hraunið fyrir (E7) sunnan Eyktar(Em)ás. (A) (Em) Þó að ævi(A)árin (D) hverfi (Bm) (Em) út á tímans (A) gráa (D) rökkur-veg, við (Am) saman munum (D7) geyma þetta (G) ljúfa leyndar(Em)mál landið okkar góða, (A) þú og (D) ég. Lag: Jón Múli Árnason Texti: Jónas Árnason Ferða-lög Einu sinni á ágústkvöldi HÓTEL HÖFÐABREKKA Vinalegt sveitahótel sem stað- sett er um fimm kílómetrum frá Vík í Mýrdal. Á hótelinu eru 62 tveggja manna herbergi sem öll hafa sérbaðherbergi og sjón- varp, að auki eru heitir pottar fyrir utan hótelið og eru drykk- ir þjónustaðir í pottana sé þess óskað. Veislusalurinn tekur yfir tvö- hundruð manns í sæti og getur staðurinn boðið upp á hvort sem er veisluhlaðborð eða þriggja rétta kvöldverð. Á svæðinu við Hótel Höfðabrekku er mikil afþreying í boði. Sem dæmi má nefna veiðivötn við hótelið, fjór- hjólaferðir í fjörunni og jeppa- ferðir upp á afrétt. Í grenndinni er glæsilegur 9 holu golfvöllur auk þess sem mikið er um fal- legar gönguleiðir. Frá hótelinu er mjög stutt að fara í göngu- og sleðaferðir upp á Mýrdalsjökul. Höfðabrekka er tilvalinn stað- ur til þess að gefa sér tíma á og njóta náttúrunnar. FRIÐRIK V BRASSIERE Á AKUREYRI Friðrik V Brassiere er ósvikinn eyfirskur veitingastaður, við Strandgötu 7 á Akureyri, þar sem áhersla er lögð á íslenska og evrópska matargerð eins og hún gerist best. Unnið er úr vönd- uðu og fersku íslensku og evr- ópsku hráefni en lostæti eins og kræklingur, laxahrogn, hangi- kjöt, þorskur, saltfiskur og skyr eru meðal annars á boðstólum. Þá eru gamlir íslenskir réttir á borð við saltkjöt með rófum og kjötsúpu framreiddir með nýstárlegum hætti. Ofnbakaður lambavöðvi með mysuosti og pistasíu-skorpu er mjög vinsæll. KJÖT & KÚNST Í HVERAGERÐI Kjöt & Kúnst er girnileg sælkera- búð sem býður meðal annars upp á sveitakaffihlaðborð og ýmiss konar tilbúna rétti. Kjöt & Kúnst sérhæfir sig í ljúffengu svínalæri sem eldað er með hveraorku sem leidd er inn í húsið. SYSTRAKAFFI Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Á Kirkjubæjarklaustri er að finna veitingastaðinn Systrakaffi sem er til- valinn áningarstaðar fyrir ferðalanga sem orðnir eru leiðir á hefðbundnu sjoppufæði. Matseðill staðarins er afar fjölbreyttur og freistandi og má þar nefna Klaustursbleikjuna sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd á Klaustri. Hlýlegur og þægilegur veitingastaður. „Ég var staddur í bíl með félaga mínum á föstudeginum fyrir versl- unarmannahelgina, árið 2002 minnir mig. Vinur minn var að vinna á blaði sem átti að fjalla um hóp sem hafði unnið ferð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann átti að redda ljósmyndara til að fara með hópnum en það fékkst enginn í verkið. Að lokum var ég settur í verk- ið á síðustu stundu án þess að hafa nokkra reynslu af ljósmyndun,“ segir Þorvaldur Davíð. Það gekk þó eitt- hvað erfiðlega fyrir hópinn að kom- ast á leiðarenda. „Það átti að fara með þyrlu til Eyja en við komumst bara hálfa leið vegna veðurs. Þá vorum við bara keyrðir í limmósíu á Bakka og þaðan flugum við til Vestmannaeyja. Ég var ekki með neitt dót með mér og vissi ekkert hvar ég ætti að gista en að lokum gisti ég bara á hótelinu með hópnum. Ég hafði aldrei hitt þessa gaura áður en okkur kom vel saman og skemmtum okkur konunglega.“ Eins og margir vita þá eru ótal hefðir hafðar í hávegum á Þjóðhá- tíð í Eyjum. Þorvaldur Davíð kynnt- ist því af eigin raun. „Ég hitti einn heimamann og hann dró mig út um allt þannig að ég fékk heimastemn- inguna beint í æð. Ég fór til dæmis í kjötsúpupartí hjá einni fjölskyldunni. Þar var borðuð dýrindis kjötsúpa og hlustað á lifandi tónlist. Síðan fór ég í partí í hvítu tjöldunum, fékk lunda og ótrúlega góðar móttökur. Eyjamenn eru upp til hópa ótrúlega gestrisnir.“ Þorvaldur Davíð býst alveg eins við því að fara á Þjóðhátíð nú í ár en félagar hans hafa leigt heilt félags- heimili þannig að það ætti ekki að fara illa um hann. „Ég hef einu sinni gist í tjaldi en mér finnst miklu þægi- legra að vera í húsi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af dótinu mínu og svona. Það skiptir svo sem ekki máli hvar maður er – það er alltaf rífandi stemning í dalnum,“ segir Þorvaldur Davíð að lokum. erlabjorg@frettabladid.is Fór óvænt á Þjóðhátíð Leiklistarneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur nokkrum sinnum farið á Þjóðhá- tíð í Eyjum en einu sinni fór hann án nokkurs fyrirvara í hlutverki ljósmyndara. Þorvaldur Davíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.