Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. mal 1978. n lil'AílililL! Franska þingið samþvkkti 1. júní 1958 með talsverðum meirihluta að veita de Gaulle viðtæk völd. 4. júnl fór hann til Alsír og ávarpaði mannfjöld- ann á aðaltorgi Algeirsborg- ar. Þarmælti hann hin tvíræðu orð: ,,Ég skil ykkur! ” Myndin sýnir de Gaulie við þetta tæki- færi. í Afriku réðu þeir yfir miklum landsvæðum og á Indlandshafi og við strendur Ameriku voru enn frönsk yfirráðasvæði. Franska Indókina var þó blessunarlega komið úr umsjá Frakka. Það sem de Gaulle lagði Frökkum til á hættustund i mai 1958 var innanlandsfriður. Hann hefúr trúlega með nærveru sinni komið i veg fyrir alvarleg átök innanlands. Astæðurnar eru margar en veigamest er sú að hann stóð utan við pólitíska flokkaskiptingu i landinu. Hann hafði sagt af sér 1946, er hann taldi að hann fengi ekki komið fram nauðsynlegum umbótum vegna andstöðu og undirróðurs hinna æfðu stjórnmálamanna. I staö þess að halda völdum i krafti persónulegra vinsælda og trausts almennings kaus hann aö draga sig i hlé og biða þess að Frakkland þyrfti á sam- einingartákni að halda. Þetta kemur greinilega fram i minningabókum hans. Þar ræðir hann stöðugt um sjálfan sig sem bjargvætt, Frakk- landsmanninn sem kemur þeg- ar mest á riður. Atburðirnir I maí fannst honum kalla á sig til bjargar Frakklandi. Striðinu i Alsir lauk vissulega ekki á nokkrum vikum eins og margir höfðu haldið. Það tók fjögur löng ár að leiöa átökin þar til lykta og i stað þess að berjast fyrir frönsku Alsir eins og iandnemarnir og herforingj- arnir höfðu vænzt- þegar þeir fögnuðu de Gaulle sem nýjum þjóðarleiðtoga, þá stefndi hann að þvi að Alsir hlyti sjálfstæði og yrði óháð Frakklandi, ef meirihluti ibúanna vildi. Sú saga verður ekki rakin hér en vegna stefnu de Gaulle snerust þeir hatramlegast á móti hon- um er hæst höfðu hrópað á hann vorið 1958. Soustelle, Bidault, Salan gerðu allir uppreisn gegn de Gaulle og töldu hann hafa svikið málstað fransksinnaðra Alsirbúa: Staða Frakklands i Evrópu var annað áhugamál de Gaulle. Hann taldi að franskir stjórn- málamennn hefðu átt stærstan þátt í að draga úr áliti Frakk- lands úti um viða veröld. Hann var þeirrar skoðunarfað Frakk- landi bæri sæti með störveldum heimsins. Hann taldi ennfremur að i hernaðarsamstarfi Atlants- hafsbandalagsins og i efnahags- samvinnu Evrópurikjanna eftir strið hefði Frakkland fórnað meiru en það hafði þegið. Kjarnorkuvopn voru að hans mati það sem greindi stórveldi frá öðrum rikjum. Hann lagði þvi alla áherzlu á að Frakkar eignuðust kjarnorkuvopn. Það skipti ekki máli þótt þessi vopn væru frumstæð og fá. Það sem máli skipti varaðeiga slik vopn og geta sýnt heiminum að Frakkar réöu yfir þekkingu og getu til að framleiða kjarnorku- og vetnisvopn. Það var þó ekki fyrst og fremst vegna viðleitni sinnar til að efla hernaðarmátt Frakka að de Gaulle breytti umræðum um alþjóðastjórn- mál. Afstaða hans til samskipta rikja var sú að hver væri sjálf- um sér næstur. „Riki á engan vin”, var setning sem hann vitnaði oft til. Utanrikisstefna rikis er að ná sem hagstæðastri stöðu gagnvart þeim rikjum sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta. Hvert það ríki,semsemur við annað riki i lakari aðstöðu en gagnaðilinn, hlýtur að verða undir. Sama máli gegnir um stöðu rikja innan bandalags hvort sem um er að ræða hernaðarbandalag eða efna- hagsbandalag. Þeir sem reyna að ná samkomulagi verða að standa nokkurn veginn jafnfætis á einhverju þvi sviöi sem mikilvægt er. Merkilegasta viðfangsefni de Gaulle reyndist þó vera starf hans að þvi að leysa nýlendu- málin. Honum tókst að leysa Al- sirdeiluna með samningunum i Evian 1962 og nýlendur og verndarsvæði Frakka i Alsir fengu sjálfstæði hvert á fætur öðru upp úr 1960. ValdatimideGauIle^em hófst svo dramatiskt fyrst i júni 1940 og siöan aftur hina órólegu vor- daga 1958 stóð i 11 ár. Það var timi mikilla umbyltinga i ver- öldinni, Vietnamstriðið og stúdentahræringar settu svip sinn á siðari hluta þessa tima- bils. Raunar má segja að áhrif de Gaulle hafi máðst út mai-dagana 1968, tiu árum eftir uppreisnfranska hersins i Alsir. Stúdentahreyfingin átti rætur i félagslegum og stjórnmálaleg- um umbreytingum sjöunda ára- tugarins og sumt af þessum breytingum átti rætur i at- burðunum sem hófust 13. mai 1958. Þessistutta grein um aðdrag- andann að þvi að de Gaulle kom til valda i annað sinn i Frakk- landi á myrkri hættustund eins og Coty orðaði það gefur aðeins grófa mynd af þeim marg- slungnu þáttum, sem mynda stjórnmálavef, franska rikisins og alls heimsins. Ég hefi viljað benda á nokkur atriði sem gera daginni'dag fyrirferðarmikinn i sögu eftirstriðsáranna. Um næstu helgi verður haldið áfram aðrekja nokkra þræði áfram til ársins 1968 og atburðanna þá er stúdentar höfðu nær steypt rikisstjórn landsins. Þá gat de Gaulle enn stillt til friðar en um leið varð honum ljóst að hans timi var liðinn og nýir menn og nýjar hugmyndir voru að ná tökum á ,,hinu eilifa Frakk- landi.”. Það fer liklega ekki framhjá neinum, að nýtt verðmætamat hefur i kyrrþey orðið að veru- leika á Norðurlöndum og i norðanverðri Evrópu, eins kon- ar ný —rómantisk stefna, hefur veriðtekinuppog mennsem áð- ur elskuðu fjöll og dali og jökla tinda, elska nú gömul hús, orma og fugla, og ef einhver vill byggja nýtt hús á gömlum stað, er eins vist að almenningur taki af honum ráðin, og ef einhverj- um dettur i hug að brúa fljót, eða hlaða uppistöðu til að safna orku, verður liann að spyrja ormana fyrst, lifrikið sjálft, sem nú gengur um f hvitum slopp með smásjá að vopni. Undir söng disilvéla og gastúr- bina, sem drekka gjaldeyri, hugsa menn sig um lengi, hvort óhætt sé að knýja orkuver með fjallavatni, og hvort það valdi röskun i garði ormanna. Þessinýjastefna erum margt áhugaverð, og hún á sinn fulla rétt. Hún er gjaldið fyrir gáleysi vört og landspjöll, jeppaför og efnistöku i svööusárum i holdi landsins, gjaldið fyrir Morgun- fólk í listum Glansmynd af Chistianiu blaðshöllina, Landspitalalóðina, Oddfellowhúsið og margt annað einkennilegt, sem við höfum fundið upp á. En menn hafa ekki látið við það eitt sitja að miða aftur- hvarfið við lifrikið, þ.e. ormana og húsin, maðurinn sjálfur hef- ur lika dregizt inn I myndina. Gömul húsgögn, gömul föt, gamaldags lífsform, hefur kom- ið í stað innskotsborða, teppa út i horn og hins tvöfalda glers, sem áður var metnaður hins framsækna manns, og lifið hef- ur um margt oröið hentugra og þægilegra, en það var, meðan stöðutáknin voru klár og kvitt, og augljós hverjum einasta manni. Samfélagsflóttinn og Cristiania Við höfum þó ekki sloppið viö öfgar í nýja sið, fremur en öðru. Reynt hefur þó veriö hér að um- bylta rikjandi fjölskylduformi, og gerðar hafa verið tilraunir með stórfamiliur til að auka á velliðan manna, en I Danmörku hefur orðið til ný þjóð, sem hlot- ið hefur Evrópufrægð, eöa jafn- vel heimsfrægð, en þaö er Christianíuþjóöin i Danmörku, sem hreiðrað hefur um sig i miðhluta Kaupmannahafnar, i gömlum herbúðum, sem herinn yfirgaf árið 1971 eftir þrjú hundruð ára dvöl. Eftir að herinn var fluttur burt, þá byrjaði húsnæðislaust fólk að hreiöra um sig i herstöð- inni, og smám saman myndað- ist þarna sérstakt samfélag, sem taldi nokkur hundruð manns. Þetta voru eiturlyfja- neytendur, ofdrykkjumenn, hippar og alls konar fólk, sem viöskila haföi orðið við sam- félagið. Lika ungt fólk, sem þoldi ekki lifsmáta millistéttar- innar, bónuskerfið, samkeppn- ina, lifsgæðakapphalupiö og at- vinnuleysið og nú telur Christania þúsund manns. En Christiania er ekki aðeins rónahverfi, heldur hafa menn talið sig greina þar sérstakan, og heilbrigðari lifsstil á ýmsum sviðum, og gengur þar margt i berhögg við visindalegar kenn- ingar og niðurstöður. Heil- brigðisástand er t.d. gott, þrátt fyrir slæma hreinlætisaðstöðu, og það skelfilegasta af öllu er liklega það, að fólkið i Christi- aniu er yfirleitt hamingjusamt, þrátt fyrir bág kjör frá borgar- legu sjónarmiði. Listir og handiðnir blómgast og mannúðin lika. Svo rammt kveöur að þessu, að félagsfræöingar hika við aö sækja „vandræðaunglinga” inn i Christianiu, ef þeir hafa leitað þangað á flótta undan hinum danska aga. Sambúöinviö yfirvöldin hefur verið stormasöm. Samt mun einlægur vilji vera hjá stórum hluta þingmanna og borgarfull- trúa að finna lausn á Christianiu-málinu án þess að jafna hverfið við jörðu — og þá samfélagið þar um leið. Sam- félagið i herstöðinni hefur þótt athyglisverðara en svo, að væri réttlætanlegt aö aka yfir það með ýtum. Danir eru lika þrátt fyrir allt ofboðlitið hreyknir af ástandinu, sem er liklega frumlegasta til- ræðið við eignarréttinn þar i landi, siðan Stauning sálugi lagði Strandveginn og heimilaði fólkinu að sulla i sjónum fyrir framan villuhverfin við Sundin. Stauning tók ströndina eignarnámi, eða réttara sagt, þá tók þjóðin ströndina eignar- námi frá einstaklingunum. I Christianiu taka ein- staklingarnir hús á þjóðinni, taka virki hennar og skotgrafir eignarnámi og búast þar um til langrar dvalar. Norræna húsið kynnir Christianiu Norræna húsið kynnir nú Cristianiu i landi hallærisplans- ins. Danskur arkitekter kominn með litmyndir af hinni nýbornu þjóð undir múrnum. Sýningin mun vera hluti af stærri sýn- ingu, Alternativ arkitektur, sem sett var uppi' Danmörku i fyrra. Það er gaman aö skoða þessa sýningu, en allir vita, að auðvit- að er þetta glansmynd. Arki- tektum hættir oft til þess að breiða sig yfir fjarskyld svið, sem minnir á trúarbragðahroka kirkjufeðranna, — ekkert er guöi eða arkitektum óviðkom- andi. Arkitektúr og skreytilist Cristianiu er auðvitað aðeins litill hluti þessa máls, að visu ekki ómerkur, viö fræðumst þó harla litið um Cristianiu af blómapottum veggskreytingum og ofhasmiði. Við vissum um hæfileika Dana til þess að gjöra vistlegt oghlýlegti kringum sig, og oft af litlum efnum. Danir eru listræn þjóð, sem liður illa án fegurðar og þokka. Mjög örðugt er líka að festa reiður á hinum raunverulega tilgangi með þessari sýningu, þvi hún hefur ekki stefnuskrá, eða stil til leiðbeiningar. 1 Danmörku getur svona sýn- ing vissulegagengið, þar sem al menningur þekkir þessa félags- legu kröfluvirkjun út i æsar, þekkir hverfið af daglegri og áralangri umræðu, af lögreglu- fréttum. af æsilegum sálfræöi- legum yfirlýsingum, af eitri, af fegurð, af ást og af hamingjunni sjálfri. Éggeriráöfyrir, að t.d. Danir myndu litið græða á smart lit- myndum frá Kröflu, myndum af rörum i allavega litum, mynd- um af kæliturnunum og túrbin- um, myndum af gufuplástrum. Krafla er nefnilega ekki aðeins mikilfenglegt mannvirki, held- ur lika umdeilt orkuver, sem menn telja ýmist gagnslaust, eða binda við það talsverðar vonir, þegar öllu hefur verið komið i kring. Einmitt þannig er Cristiania. Orkustöð, samfélagsstöð, þar sem ef til vill má draga fram lærdóma og þekkingu, sem get- ur blásið lifi i dapurleg augu borgarastéttarinnar, sem er að niðurlotum komin i lifsgæða- kapphlaupinu. Norræna-húsið hefði átt að gefa út vandaða skrá með upp- lýsingum um sögu Cristianiu, þar sem ekkert er undan dregið. og þa hefði umhverfislýsingin komið að meira haldi, en hún gerir nú — þvi miður. Þetta er sumsé glansmynd, sem gerir aðeins illt verra. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.