Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 18
1« Laugardagur 13. mal 1978. Skuttogari til Hólmavík- ur? — Hér er nú mikill áhugi fyrir skuttogarakaupum og hefur talsvert verið unnið að þeim málum. Við höfum mestan áhuga á þvi aö kaupa skrokk af skipi frá Finnlandi sem siöan yrði innréttaður og fullsmiðaður hér á landi Rætt hefur verið um Akranes og tsafjörö eða skipa- smiðastöðvarnar þar, aö þær myndu ljúka smiði þessa skips. Við teljum þetta vera einu leiðina til þess að vinna bug á hinu árstiðabundna atvinnu- leysi sem rikir á þessum slóð- um. — Hverjir yrðu eigendur að togaranum og hvað kostar svona skip? — Talið er að finnska skipið og fullsmiði þess hér á landi muni kosta um einn milljarð króna. Eigendur verða Kaupfélag Steingrimsfjarðar og sveitar- félögin,ennfremur einstaklingar og munar þar mest um Þor- stein Ingason vélstjóra sem um árabil hefur verið vélstjóri á stórum loðnuskipum en hefur nú áhuga á að gerast aðili að togaraútgerð . Annars verður þetta einvörðungu fram- tak heimamanna og aðrir utan- Frá Hólmavlk Fá Hólmvíkingar skuttogara? Vilja kaupa skipsskrokk frá Finnlandi og ljúka smíði hans á íslandi Rætt við sveitarstjórann á Hólmavík Þaö var sérlega annasamt hjá llólmvikingum, þegar biaða- maöur Timans átti þar leið um siöastliöinn laugardag eöa nánar til tekiö 6. mai s.I.: og blfðviðri var, logn og hiti, og ööru hverju brauzt sólin út milli skýja. t Steingrimsfirði rikir eins konar meginlandsloftslag, eink- um i suöaustanátt og meöanlS manna rútur og jeppar fuku útaf vegum undirAkrafjalli og varia var fært milli húsa I bæjunum viö Faxaflóa og i Breiöafiröi þá blakti ekki hár á höföi á Hólma- vík. Þó skal þaö tekiö fram aö stormur var einnig á Húnaflóa fyrir utan. — Já menn eru i önnum sagði Jón Kr. Kristinsson sveitar- stjóri á Hólmavik en það er nánast tilviljun að unnið er hérna á laugardegi um þetta leyti árs. Rækjuveiðinni sem staðið hefur siðan i nóvember i fyrra, lauk fyrir um það bil hálf- um mánuði en leyft er að veiða um 2000 tonn og þar af fáum við i Steingrimsfirði að veiða helm- inginn, en héðan eru gerðir út 10 bátar þar af fjórir frá Drangs- nesi.w Nú fara bátarnir á grásleppu- veiðar en tveir hafa gert til- raunir með linu. Fengu þeir ágætan afla eða um 5tonn i fyrstu róðrunum en það stendur ekki lengi og þvi er liklegt að enn fari i fyrra farið að hér verði nokkurt atvinnuleysi, þeg- ar liður fram á sumarið. Sauðburöur stendur yfir en margir þorpsbúar stunda fjár- búskap með öðrum störfum og hér er saltskip að losa i dag og allir verkfærir menn eru i vinnu þótt laugardagur sé. — Hvernig gengu rækju- veiöarnar? — Þær gengu vel eða með lik- um hætti og undanfarin ár. en það setur þó mikinn skugga á að einn bátur fórst og með honum menn. Það var i desember eins og flestir muna og þetta minnir okkur á að það er áhættusamt aö stunda veiðar á smáskipum i svartasta skammdeginu. Fjórir bátar eru nú gerðir út frá Drangsnesi en þar var nýja Jón Kr. Kristinsson sveitarstjóri frystihúsið tekið i notkun um áramótin en gamla húsið brann, sem kunnugt er, en það var mjög ófullkomið og þvi fyrir löngu orðin þörf á að reisa nýtt hús. Nýja frystihúsið og rækju- vinnslan er mikið hús um 850 fermetrar aö stærð og er i eigu Kaupfélags Steingrimsfjarðar og Kaldrananeshrepps. Mjög margir lögðu hönd á plóginn til þess að greiða fyrir bygg- ingu þessa húss en i raun og veru rikti neyöarástand á Drangsnesi eftir að húsiö brann þvi aðra vinnu er þar ekki að hafa en i frystihúsinu. Nokkrir menn höföu vinnu við að byggja húsið en nú er at- vinnumálum borgið i bili a.m.k. en timabundið atvinnuleysi hefur þó ávallt verið á Hólma- vik og á Drangsnesi, þegar rækjuvinnslunni lýkur. Nýja húsið á Drangsnesi tók til starfa 17. janúar s.l. og hefur vinnsla gengið vel að þvi er mér hefur verið sagt. Þúsundum tonna af grá- sleppu fleygt — Hvað um bátaflotann? — Bátarnir eru nú við grá- sleppuveiðar. Þær eru taldar ábatasamar fyrir veiðiflotann Frá höfninni á Hólmavik. en grásleppan veitir sáralitla vinnu i landi.Aðeins hrognin eru hirt,hinu er kastað,þvi ekki hefur enn fundizt aðferð til þess að nýta grásleppuna eða fisk- inn. Menn hengja þó ávallt nokkuð upp, þvi sigin grásleppa þykir mörgum herramanns- matur. Einnig er hún söltuð og pressuð en sem útflutningsgrein hefur ekki enn tekizt að finna leiðir til þess að nýta grá- sleppuna og er leitt til þess aö vita þvi að þúsundum tonna af grásleppu er hent i sjóinn við Island á hverju ári. Fiskimjölsverksmiðjur geta ekki heldur notað þessa fiskteg- und þannig að nýting þessa fisk- stofns er ekki mikil. Talið er að um 800 milljónir króna fáist á ári i gjaldeyristekjur af grá- sleppuveiðinni við ísland svo menn geta séð að þetta er tals- verð veiði. Bátarnir fá 70.000 krónur fyrir tunnuna af hrogn- um og 100-130 stykki þarf að veiða fyrir hverja tunnu af hrognum. Hrognin eru verkuð I frystihúsinu hér. — Hefur veriö reynt aö stunda veiöar á djúprækju? — Rækjuveiðar á djúpmiðum eru nú stundaðar frá Noröur- landi á miðum við Grimsey. En það er bæði langt aö sækja á þau miö héðan og eins er það hitt að okkar bátar eru of litlir fyrir slikar veiðar og duga þvi ekki. Miklar framkvæmdir voru á siöasta ári, þegar götur voru steyptar á Hólmavik. Myndin er tekin þeg ar framkvæmdir stóöu sem hæst. Þessi mynd sýnir þegar veriö var að steypa upp nýja frystihúsið á Drangsnesi. Þaö var tekiö I notkun 17. janúar siöastliöinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.