Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 62
 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR22 ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Gott fólk! Sjónvarp- ið kemur eftir fimm! „Trausti og troðararnir“ byrja hvern dag á skál af múslí, en eru jafnóforskammaðir eftir 25 ár í bransanum. Grímur, hvernig er þetta mögulegt? Já hvernig lifa þeir af? Hlustaðu á manninn! Þetta er rokk og ról, elskan. Lífsstíll! Pabbi, hvað er klukkan? Hún er... sjá... Sex plús einn, færa einn yfir... Ha?! Þetta úr! Ég hef aldrei getað stillt árans gripinn. Þessvegna þarf ég að bæta við sex tímum og fjörtíuogþremur mínútum við það sem stendur svo ég fái réttan tíma... Ohhh... Svona! VÁ! Geturðu stillt bílaút- vörp líka? Allt sem ég heyri er kana- útvarpið. Hættu að tala, pabbi. Þú gerir mig vitlausan! 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS Ég fór upp í sveit um daginn í fyrsta skiptið í allt sumar. Sveitin og kyrrðin sem henni fylgir verður seint van- metin. Það er alltaf ótrúlegur léttir sem fylgir því að komast út fyrir borgarmörkin og sleppa úr stressinu og hraðanum sem fylgir höfuðborginni. Þar sem ég þeystist um sveitir landsins sem farþegi í bíl gat ég gefið náttúrunni gaum og það eina sem ég virtist sjá voru kindur. Úti um allt voru kindur á beit. Kindur hafa sem dýr lítið skemmtanagildi enda gera þær lítið annað en að standa kyrrar, bíta gras og gefa frá sér hljóð stöku sinnum. En sveitin er full af þeim, hvert sem maður lítur er kind að gera nákvæmlega ekki neitt gagnlegt og stígur ekki beint í vitið. En á hverju einasta sumri er þúsund- um kinda sleppt lausum út í náttúr- una þar sem þær spranga um fjöll og firnindi og valda mörgum ökumann- inum vandræðum á þjóðveginum enda láta þær bíla ekkert á sig fá. Bíl- slys hafa mörg skeð vegna kinda sem hlaupa út á veginn. Þótt flautað sé á þær hreyfa þær hvorki legg né lið og hef ég þurft að stíga út úr bílnum til að stugga við kind sem lét fara vel um sig á miðjum þjóðvegi 1. Ég skil ekki af hverju kindurnar eru ekki hafðar á afmörkuðum svæð- um í náttúrunni. Með fjölgandi bíla- flota landsmanna hlýtur þetta mál- efni að vera á stefnuskránni hjá einhverjum stjórnmálaflokknum því þetta tíðkast ekki í útlöndum. Að hús- dýr gangi bara laus í náttúrunni með öll umferðarlög sín megin. Kannski er þessi gremja mín gagnvart kindum kannski tengd spurningu á ökuprófi sem felldi mig á sínum tíma. Í fyrsta skiptið á ævinni sem ég féll á prófi og það var hin fræga kindaspurning sem er engan veginn tengd hinu almenna siðferði að mínu mati. Spurt var um viðbrögð ökumanns þegar kind stæði á veginum og rétt svar var að klessa ætti á kindina. Auðvitað var ég ekki með svo grimmdarlegan hugsunar- hátt að mér dytti í hug að klessa á aumingjans kindina þannig að já ég féll á miskunnarlausasta prófi lands- ins. STUÐ MILLI STRÍÐA Kindaflóð á þjóðveginum ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR FJALLAR UM HÆTTUNA SEM KINDUR SKAPA Á ÞJÓÐVEGUM LANDSINS.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.