Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 27.08.2006, Síða 73
SUNNUDAGUR 27. ágúst 2006 33 FRÍTT Á LEIKINN Stórleikur í Kaplakrika Landsbankadeild karla Sunnudaginn 27. ágúst kl. 17:00 FH og Breiðablik í samstarfi við Landsbanka Íslands bjóða Hafnfi rðingum og Kópavogsbúum frítt á leikinn Hafnarfjarðarmafían verður á staðnum Athugið: Takið börnin með á völlinn Boðið verður upp á afmarkað leiksvæði fyrir börn Á svæðinu verður hoppukastali og fl eiri leiktæki FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heim- sækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hag- stæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. FH verður eðlilega að vinna sinn leik og á sama tíma þarf Valur að tapa stigum í Árbænum. Þjálf- ari Fylkis, Leifur Sigfinnur Garð- arsson, getur því komið sínum gömlu félögum til hjálpar í dag en hann var aðstoðarþjálfari hjá FH áður en hann tók við Fylkisliðinu. Íslandsmeistararnir hafa hikst- að örlítið síðustu vikur og fjögur stig í síðustu fjórum leikjum bera vitni um það. Miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson segir FH-inga staðráðna í að rífa sig upp í dag en hann leikur kveðjuleik sinn fyrir félagið í dag en hann hefur samið við norska úrvals- deildarfélagið Brann. „Það væri náttúrulega frábært að kveðja sem meistari en þetta verður mjög erfiður leikur enda er Breiðablik að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Ármann Smári en hann á ekki von á því að FH leggi leikinn í dag upp neitt öðruvsi en í síðustu leikjum þótt ekki hafi gengið sem skyldi. „Það eina sem við ætlum að breyta er að vinna. Við höfum verið slakir í síðustu leikjum og ég kann eiginlega enga sérstaka skýr- ingu á því af hverju það hafi verið. Við höfum ekki verið að skora nóg og vörnin hefur verið að misstíga sig einnig örlítið. Vonandi tekst okkur að stoppa upp í götin og sýna fólkinu hvað í okkur býr,“ sagði Ármann Smári Björnsson. - hbg FH getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu þriðja árið í röð í dag: Kemur Leifur sínum gömlu félögum til aðstoðar? LEIFUR SIGFINNUR Getur aðstoðað sína gömlu félaga í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRMANN SMÁRI BJÖRNSSON Leikur kveðjuleik sinn með FH í dag. Hann vill skilja við félagið með sigri og sem Íslandsmeistari. Hann mun einnig reyna að pota inn eins og einu marki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GOLF Tiger Woods fer mikinn í golfheiminum þessa dagana og vinnur svo gott sem öll mót sem hann mætir á þessa dagana en hann er nýbúinn að vinna opna breska og PGA-meistaramótið. Hann leiðir eftir tvo hringi á Bridgestone-mótinu sem fram fer í Ohio en hann hefur unnið þetta mót í fjögur skipti en alls hefur hann sjö sinnum tekið þátt í mót- inu. Ekki gekk hringurinn stór- slysalaust hjá Tiger því á 18. holu skaut hann upp á þak klúbbhúss- ins og þaðan fór boltinn út á bíla- stæði. Fletta varð upp í reglunum til að bregðast við þessu furðulega atviki og úr varð að Tiger fékk að að láta boltann falla án refsingar. Eins og þessi uppákoma hafi ekki verið nógu furðuleg þá kom Paul McGinley beint í kjölfar Tig- ers og skaut sínum bolta einnig út á bílastæði. - hbg Tiger Woods: Hreinlega óstöðvandi TIGER WOODS Einfaldlega langbestur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í körfu- knattleik hófust í gær með fjórum leikjum en hinir fjórir leikirnir fara fram í dag. Aðalleikur gærdagsins var við- ureign Litháa og Ítala og þar gerðu Litháarnir sér lítið fyrir og sigruðu, 71-68. Ítalir fengu fjöl- mörg tækifæri undir lokin á víta- línunni þar sem þeim brást boga- listin. Manu Ginobili fór fyrir liði Argentínu sem lagði Nýja-Sjá- land, 79-62, en Ginobili skoraði 28 stig í leiknum. Spánn lagði Serba þar sem Paul Gasol skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Að lokum lögðu Tyrkir Slóvena þar sem Erkan Serdoka fór mikinn í fjórða leik- hluta. - hbg HM í körfubolta: Litháen lagði Ítalíu MANU GINOBILI Ætlar alla leið með Arg- entínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.