Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 27.08.2006, Qupperneq 78
 27. ágúst 2006 SUNNUDAGUR38 Hljómsveitin Sprengjuhöllin, með Snorra Helgason á gítar, sýndi stórskemmtileg tilþrif í Kastljós- inu á fimmtudagskvöldið. Snorri á ekki langt að sækja hæfileikana en hann er sonur Helga Pé úr Ríó tríó. „Pabbi kenndi mér nú ekki á gítarinn heldur lærði ég bara á hann sjálfur,“ sagði Snorri þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hanni segist ekki vita til þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá Ríó tríó. „Það hlýtur samt að hafa einhver áhrif þegar tónlistin er alltaf hljómandi í kring,“ segir hann þó. Gítarleikarinn knái segist að sjálfsögðu hlusta á lög Ríó tríós. „Auðvitað hlusta ég. Ég má heldur ekki segja neitt annað,“ segir Snorri hlæjandi. Spurður hvert sé uppáhaldslagið hans með Ríó tríó segir hann: „Þeir eiga nokkra góða smelli en það er erfitt að velja á milli.“ Helgi Pé hefur fylgst grannt með Snorra og Sprengjuhöllinni. „Mér finnst þetta glaðlegt og skemmtilegt hjá þeim. Melódísk lög með fínum textum og það er gaman að þeir skuli semja allt sjálfir. Mér sýnist þeir vera að skapa sinn eigin stíl,“ segir Helgi. „Þeir eru líka duglegir sem er gott. Því þetta kemur allt með æfing- unni og það segi ég af gamalli reynslu.“ Þeir feðgar hafa einu sinni troð- ið upp saman með Ríó tríó en það var þegar móðir Snorra fagnaði fimmtugsafmæli sínu. „Það gekk ljómandi vel en við höfum ekki verið að troða mikið upp saman enda erum við að ferðast á ólíkum slóðum í tónlistinni,“ segir Helgi. Helgi segir soninn ekki hafa sýnt tónlistinni mikinn áhuga þegar hann var yngri. „Öll eldri systkinin hans þrjú fóru í tónlist- arnám, bæði á píanó og í söng en ekkert þeirra hefur sinnt því frek- ar. Snorri byrjaði hins vegar bara upp úr þurru þegar hann seildist í gítar bróður síns þegar hann var fimmtán ára,“ segir Helgi. „Óli vinur minn úr Ríóinu kenndi hins vegar tónmennt í Hlíðaskóla þegar Snorri var að fara þar í gegn. Og þó ég hefði ekki séð þess merki að Snorri ætlaði í tónlistina tók Óli eftir því. „Það er músík í þessum strák,“ sagði hann og það hefur gengið eftir.“ Helgi segir Snorra og félaga í Sprengjuhöllinni ekki vera beint í Ríó tríó stílnum. „Hann hefur samt verið að hlusta á mikið af því sem ég hlustaði sjálfur á, svo sem Kinks og The Band og hann tekur Dylan í nefið. Svo við erum kannski ekki svo langt frá hvor öðrum í tónlistinni.“ kristjan@frettabladid.is SNORRI HELGASON: GÍTARLEIKARI SPRENGJUHALLARINNAR Fetar í fótspor föður síns Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason skipa Ríó tríó. FEÐGARNIR Snorri og Helgi eru miklir mátar og má búast við því að Helgi veiti syni sínum föðurleg ráð í tónlistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Hvað er að frétta? Bara allt gott. Augnlitur: Blár. Starf: Ég er eiginlega bara nemi en er að vinna í Pumabúðinni eins og er. Fjölskylduhagir: Ég bý bara ein í Reykjavík af því að fjölskyldan mín er öll í Vestmannaeyjum. Hvaðan ertu? Vestmannaeyjum. Ertu hjátrúarfull? Já, ég er svolítið hjá- trúarfull. Ef eitthvað gengur vel þá þarf ég alltaf að gera það aftur eins. Eins og til dæmis í undirbúningi fyrir leik. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Prison Break. Uppáhaldsmatur: Jólamatur og grill- matur. Annar finnst mér allt frá mömmu vera gott held ég bara. Fallegasti staður: Vestmannaeyjar í sól og blíðu. iPod eða geislaspilari? iPod. Hvað er skemmtilegast? Spila fótbolta og vera með vinum mínum. Hvað er leiðinlegast? Taka til. Helsti veikleiki: Svolítið feimin. Helsti kostur: Góður vinur. Helsta afrek: Að komast í A-landsliðið þegar ég var 16 að verða 17 ára. Mestu vonbrigðin: Að besta vinkona mín meiddist og getur ekki spilað fótbolta lengur. Hver er draumurinn? Að spila fótbolta erlendis og komast á stórmót með landsliðinu. Hver er fyndnastur/ fyndnust? Karitas, vin- kona mín er fyndnust en pabbi er fyndnastur. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Að tapa fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér og líka þegar eitthvað gengur ekki upp. Uppáhaldsbókin? Lord of the Rings bækurnar. Hvað er mikilvægast? Að eiga góða vini og fjölskyldu. HIN HLIÐIN MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA Er hjátrúarfull fyrir leiki Sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kol- beinsson notaði sumarfríið sitt vel í sumar en hann hefur verið að gera upp íbúð sem hann keypti sér fyrir fjórum mánuðum. „Ég byrj- aði á því að fá innanhússarkitekt- inn Halla hjá Glám og kím til að hanna með mér nýtt útlit á íbúðina. Síðan henti ég öllu út úr henni þannig að hún varð bara eins og fokheld aftur,“ segir Ásgeir en þar sem hann er dæmigerður karlmað- ur þá nennti hann ekki að fara út um allt til að velja nýtt inn í íbúð- ina, heldur fékk bara heildartilboð frá Byko í allt sem hann þurfti. „Ég fékk allt nýtt inn í eldhúsið og á baðið þar sem ég er með hitann í gólfinu og færði til rafmagnstengi og fleira.“ Ásgeir segir fátt skemmtilegra en að gera húsnæðið sitt nákvæmlega eins og hann vilji hafa það því útkoman geti varla verið annað en draumahúsnæðið. Sjálfur hefur hann unnið hörðum höndum við breytingarnar en feng- ið gott fólk sér til aðstoðar. „Ég fékk dyggan stuðning frá fjölskyld- unni sem er örugglega farin að íhuga að vera ekki lengur með mér í fjölskyldu, því ég er búinn að jaska þeim verulega út,“ segir Ásgeir hlæjandi og viðurkennir að hann hafi komið sjálfum sér verulega á óvart með því hvað hann væri í raun laginn í höndunum. „Ég er búinn að leggja parket, pússa veggi og margt fleira og það var bara rosa gaman. Það kemur manni reyndar á óvart hvað þetta er miklu meiri vinna en maður telur í upphafi.“ Ásgeir er nýfluttur inn í nýju íbúðina sína þrátt fyrir að enn eigi eftir að ganga frá einhverju smotteríi. „Ég er rosa- lega ánægður með að hafa fengið innanhússarkitekt til að aðstoða mig við hönnunina og það var algjörlega þess virði. Þannig getur maður séð fyrir hvernig lokaútkom- an verður og skipulagt hvert ein- asta rými fyrirfram,“ segir Ásgeir og er yfir sig ánægður með nýju íbúðina sína. - sig Gerði íbúðina sína upp sjálfur FRÉTTIR AF FÓLKI Áheyrnarpróf fyrir X -Factor verða haldin í októberbyrjun í Reykjavík og á Akureyri. Eins og margir muna var aðsóknin fyrir Idol-sjónvarpsþáttinn mjög góð en reikna má með að nú verði hún enn betri þar sem aldurstak- markið er frá sextán ára og upp úr. Þá geta alls kyns afbrigði af hljómsveitum sótt um að komast í þáttinn sem nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi um þessar mundir. Til marks um þann fjölbreyti- leika sem gæti náðst í X-Factor er að Leoncie sótti um fyrir þáttinn í Bretlandi og þá reyndi níræð kona að komast inn í ár. Inntökuprufurnar verða á Nordica og KEA en dómarar í hinni íslensku útgáfu eru þau Elly, oftast kennd við Q4Y, Einar Bárðar- son og Páll Óskar en þetta verður eitt stærsta verkefni Stöðvar 2 í vetur. Kynnir verður leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Stuðmenn lokuðu hring sínum um landið á stórtónleikum á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi. Hljómsveit Íslands hefur verið á fleygiferð um landið undanfarna mánuði og skellti um þarsíðustu helgi upp miklum dansleik á Selfossi með hjálp glysrokksveitarinnar Trabant. Fjöldi gestasöngvara hefur fylgt hljómsveitinni að undanförnu og nægir þar að nefna Valgeir Guðjónsson og Stefán Karl Stefánsson. Birgitta Haukdal hefur fyllt skarð Ragnhildar Gísladóttur og Hildar Völu en hún var fjarri góðu gamni í gær þar sem söngkonan vinsæla er á faraldsfæti í Bandaríkjunum. Stuð- menn leituðu ekki langt yfir skammt þegar kom að því að finna staðgengil Birgittu því Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir þandi raddböndin á miðnætti með unnusta sínum, Stefáni Karli, við góðar undirtektir viðstaddra. - fgg HRÓSIÐ … ...fær Hallbjörn Hjartarsson í Kántrýbæ fyrir að halda ótrauður áfram með útvarpsstöðina sína og bæta móttökuskilyrðin í Skagafirði. 25.07. 1986 . . F í t o n / S Í A EINBEITTUR Ásgeir er ein- beittur á svip þar sem hann mundar borvélina en hann er orðinn mjög lunkinn í heimilisviðgerðum. FRÉTTIR AF FÓLKI Fjölmiðlakonur gerðu sér glaðan dag á föstudagskvöldið og sameinuðust í kvennaboði í sportkafarahúsinu í Naut- hólsvík. Mætingin var það góð að það þurfti að tjalda fyrir utan húsið svo að allar konurnar kæmust fyrir. Sungið var fram á nótt og hljómsveitin Byssupiss tók vel valin lög við góðar undirtektir fjölmiðlakvensanna. Einnig var sungið undir góðri stjórn Eddu Andrésdóttur og Láru Ómarsdóttur, fréttakonum á NFS. Þarna voru mættar konur frá flestum fjölmiðlum landsins meðal annars Ragnhildur Steinunn og Erla Tryggva- dóttir frá Kastljósinu, Gerður Kristný, Arna Schram, Kristín María Birgisdóttir fréttakona á Rúv og lengi mætti áfram telja. Þess má geta að ákveðið var á þessu skemmtilega kvöldi að þetta yrði árleg hefð fjölmiðlakvenna til að efla stöðu kvenna innan ljós- vakamiðl- anna. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 David Beckham. 2 Arndís Birta Sigursteinsdóttir. 3 Byggja upp heilbrigðisþjónustu á vegum ÞSSÍ. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.