Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 16
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er vissulega aðeins minna að frétta af manni en áður,“ segir pólfarinn og fjallagarpurinn Haraldur Örn Ólafsson. „Ég hef aðeins verið að sinna leiðsögu- mannahlutverkinu, fór t.d. með fjór- tán manna hóp á Mont Blanc í ágúst á vegum Ferðafélags Íslands. Það er fínt fjall fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor á stærri fjöllum, töluvert bratt og nokkurt klifur á köflum. Þetta var viku- ferð, þar af fjórir dagar í hæðaraðlögun.“ Haraldur fór einnig fyrir hópi sem sló Íslandsmet á Hvannadalshnúk í vor. „Að fara á Hvannadalshnúk er nýjasta æðið á Íslandi. Fjöldametið var sleg- ið í vor þegar 130 manns fóru upp í einu.“ Haraldur er lögfræðingur að mennt og vinnur í viðskipta- ráðuneytinu. Fyrir utan göngur og ferðalög á Íslandi var hann í Króatíu í sumar og sigldi á skútu. „Það var gaman að kynnast því sporti.“ Hann segist ekki með nein risa- plön á teikniborðinu, „enda er maður búinn að taka ágætis törn. Það eru þó alltaf einhver spennandi verkefni á bak við eyrað. Á næsta ári verð ég t.d. fararstjóri á ferð á Kili- manjaro, en það er nú svo sem engin risaferð.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON LÖGFRÆÐINGUR OG FJALLAGARPUR Skrapp á Mont Blanc ■ Hver er með mesta vesenið í heiminum í dag? Jú, múslimar, gyðingar og Banda- ríkjamenn. Hvað eiga þessir hópar sameiginlegt? Jú, umskurðinn. Þar sem umskornir eiga í mesta basli með að fróa sér – umskurður var m.a.s. innleidd- ur í enskumælandi löndum í forvarnarskyni gegn sjálfsfróun á 18. öld – má auðveldlega setja fram þá kenningu að öll heims- ins ógæfa stafi af öllum þessum umskornu mönnum sem geta ekki fengið útrás á annan hátt en með þessu endalausa veseni. - glh KENNING: UMSKURÐUR SKAPAR VESEN „Er þetta ekki allt bara hið besta mál?“ segir Kolbeinn Proppé, sagnfræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Vinstri grænna, um þær hræringar sem nú eiga sér stað í framboðsmálum Sjálfstæðisflokks- ins. „Það er vonandi að flokknum takist að fá það fólk sem hann telur helst að geti miðlað hugsjónum sínum.“ Kolbeini líst vel á að Guðlaugur Þór Þórðarson taki slaginn við Björn Bjarnason. „Það er fínt ef Guðlaugi tekst að sópa síðustu leifunum af Davíð úr flokknum. Það er vonandi að Geir hafi veðjað á réttan mann í djobbið. Vonandi er svo Guðlaugur ekki með jafn vota drauma um íslenskan her og Björn.“ Kolbeini sýnist flokkurinn hafa verið að senda Árna Johnsen skýr skila- boð þegar núverandi fjármálaráð- herra færði sig í Suðurkjördæmi. En hvað með kvenmannsleysið? „Það hefur löngum háð flokknum en kjósendur hans virðast ekki setja það fyrir sig. Eigum við ekki bara að vona að Geir takist að ná í einhverja sæta stelpu á balli og fái hana í framboð.“ SJÓNARHÓLL FRAMBOÐSMÁL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Vonandi nær Geir í sæta stelpu KOLBEINN PROPPÉ SAGNFRÆÐINGUR Kannski bara ekkert svo handlaginn? „Þetta er tignarleg uppgjöf. Það er algengt að verki sé lokið fyrr en maður heldur.“ Ragnar Kjartansson, sem hætti við að gera upp leikhússtúku Hitlers sem Helgi Björns hafði gefið honum leifarnar af. Fréttablaðið, 20. september. Koma svo! „Allt bærilega frjálslynt fólk í landinu hlýtur að skora á (Sjálfstæðis)flokk- inn að hann loki RÚV áður en hann tapar meirihlutan- um til umbótasinnaðra vinstrimanna sem eru líklegir til alls nema loka RÚV.“ Kristófer Már Kristinsson um málefni RÚV. Morgunblaðið, 20. september. Fyrirtækið Hollusta úr hafinu hefur sett á markað ýmsar hollustuvörur unnar úr þara og fjörugrösum. Eyjólfur Friðgeirsson, eigandi fyrirtækisins, segist vera að endurvekja forna matarmenningu sem hafi tapast í allsnægtum landans á síðustu öld, en sé nú að komast í tísku á ný með auknum áhuga á holl- ustufæði og suður-asískri matargerð. „Íslendingar notuðu þara í matar- gerð allt frá landnámsöld og það voru líklega Írar sem komu með þessa þekkingu til landsins, enda er notkunin ekki þekkt í Noregi,“ segir Eyjólfur. „Íslendingar töp- uðu þessu svo niður, enda komst hálfgerður fátækrastimpill á að nota þetta. Það er þó ekki mjög langt síðan því ég hitti oft fólk sem segist muna eftir því að amma sín notaði þara og fjörugrös í matar- gerð.“ Eyjólfur segist finna fyrir miklum áhuga – „þó þetta séu nú kannski ekki vörur sem sigra markaðinn á einni nóttu“ – og segir vakningu um að nota það sem vex í kringum okkur í náttúr- unni við matargerð. „Þarinn kemur sterkur inn í heilsubylgj- una og á ekki síður góða mögu- leika vegna vinsælda suður- asískrar matargerðar, en þar er þari geysilega mikið notaður.“ Eyjólfur er líffræðingur að mennt og segist hafa verið á kafi í fiskeldinu á sínum tíma. Hann stofnaði fyrirtækið síðasta haust og fyrstu vörurnar komu á markað- inn í nóvember eftir töluverðan undirbúning. Hann segist notast mest við beltisþara sem Runólfur Guðmundsson skipstjóri safnar við Grundarfjörð. „Fyrst ætluðum við að nota beltisþarann eingöngu sem snakk, en það kom í ljós að hann er frábær með ýmsum mat, t.d. mul- inn út á hrásalat og í fiskisúpur og grænmetisrétti.“ Eyjólfur bætir við að frægð beltisþarans hafi risið hæst þegar hann var notaður sem grunnur í fiskisúpunni frægu á Fiskidögum á Dalvík í sumar. En það er ekki það sama, þari og þari, eins og Eyjólfur útskýrir: „Beltisþarinn er margær en fellir blaðið á vorin og við stilkinn vex nýtt blað. Sumarblaðið er þunnt en þykknar þegar kemur fram á haust. Þegar ég setti beltisþarann fyrst á markað í vetur var það vetrarþari. Ég skar hann í bita og þurrir voru bitarnir dökkir og þykkir. Þegar kom fram á sumar varð þarinn miklu þynnri. Þunni þarinn er ekki eins fallegur og þykki vetrarþarinn, en á móti kemur að hann er miklu sætari og gómsætari.“ Eyjólfur er enn að prófa sig áfram með vörutegundir og vinn- ur einnig með söl og fjallagrös. Hann segir maukuð söl – „söl purré“ – vera með sterku og góðu bragði og á í samingaviðræðum við Vogabæ um að setja á markað snakkídýfu með sölvabragði. Þarasnakkið, sósurnar og kryddið frá Hollustu úr hafinu fást í heilsu- búðum og í völdum matvöruversl- unum. gunnarh@frettabladid.is Gleymd matarmenning endurvakin ÞARATAKA VIÐ GRUNDARFJÖRÐ Þari í dag, snakk á morgun. RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON SKIPSTJÓRI Með væna þarablöðku. EYJÓLFUR FRIÐGEIRSSON Með hluta af framleiðslu Hollustu úr hafinu. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Christine Opp, sem býr í Hvera- gerði, gekk á dögunum í Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð og varð flokksmaður númer 2.000. Af því tilefni var hún heiðruð sérstak- lega með blómum og bók Guð- mundar Páls Ólafssonar, Um víð- erni Snæfells. Steingrímur J. Sigfússon gerði félagatalið að umtalsefni í máli sínu á flokksráðsfundi VG fyrr í mánuðinum. Hann sagðist vita að von væri á félaga númer 2.000 og hvatti fundarmenn til að láta þau boð út ganga að sá tvöþúsundasti mætti eiga von á glaðningi. Án þess að hafa þá hvatningu sérstaklega í huga gengu hjónin Christine og Norbert í flokkinn hinn 11. september. Norbert var á undan og varð félagi númer 1.999. Á hæla hans kom Christine. „Ég hef alltaf verið græn í gegn,“ svaraði Christine spurð hvers vegna hún hefði gengið í flokkinn. „Sjálfbær þróun er minn lífsstíll og það er leiðarljósið hjá VG,“ sagði hún. Christine er frá Þýskalandi en hefur búið hér meira eða minna í tuttugu ár og segir náttúruna hafa togað sig til landsins. Hún er öryrki og málefni öryrkja eru henni ofar- lega í huga. „Sérstaklega þeirra sem fá aðeins brot af þessum svo- kölluðu lágmarksörorkubótum. Það þarf að vinna að þeim málum og ég trúi að VG geri það.“ Christine Opp er félagi númer tvö þúsund í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði: Ég hef alltaf verið græn í gegn TEKIÐ VIÐ GLAÐNINGI Kolbrún Halldórsdóttir afhenti Christine blóm og bók við inngönguna í VG. Við hlið þeirra stendur Norbert, félagi í VG númer 1.999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.