Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 6
6 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR BAUGSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs Group, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafa lagt fram kæru gegn lýðveldinu Íslandi á grundvelli 6. greinar mannrétt- indasáttamála Evrópu. Byggir kæran öðru fremur á því að Jón Ásgeir og Tryggvi hafi ekki notið „réttlátrar og opinberrar máls- meðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli“, eins og segir orðrétt í bréfi sem sent var til Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Strassborg 3. október síðastliðinn. Í bréfinu eru málsatvik rakin stuttlega frá þeim tíma er starfs- menn efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra gerðu húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002. Gerð er grein fyrir ann- mörkum á málsmeðferð Baugs- málsins í fjórum köflum í bréfinu, og þar sérstaklega hugað að lengd málsmeðferðar, ónægs réttar- öryggis, yfirlýsingum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um málið og afskiptum setts sak- sóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, af skipun dómsins. Er þar sérstaklega vitnað til þess er Sigurður Tómas átti fund með Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, 31. mars síðastliðinn, og tjáði honum að hann myndi kalla til vitni fyrir dóminn sem leiða myndi til van- hæfis Péturs Guðjónssonar dóm- ara vegna fjölskyldutengsla. Arn- grímur Ísberg var í kjölfarið skipaður dómari í málinu. Efnismeðferð vegna þeirra átján ákæruliða sem eftir standa af Baugsmálinu hófst formlega í gær. Lagði Sigurður Tómas Magnússon fram nýjan vitnalista í málinu sem samtals telur 82 vitni. Hefur hann verið endurnýjaður töluvert frá fyrri stigum málsins en í málflutningi vegna málsins fyrr á þessu ári kom fram í máli Sigurðar Tómasar að um helming- ur vitna á lista yfir rúmlega sjötíu vitni væri vegna fyrsta ákæruliðs- ins, sem nú hefur verið vísað frá dómi. Meðal þeirra sem bæst hafa á vitnalistann eru lögreglumenn frá Færeyjum og Lúxemborg. Sérstakt þinghald verður hald- ið vegna vitnalistans 20. nóvem- ber og verður þá farið nákvæm- lega yfir það hvernig hvert og eitt vitni tengist ákæruliðunum átján sem eftir standa. Óvíst er ennþá hvenær aðal- meðferð í málinu fer fram en verj- endur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar komu þeim sjónarmið- um á framfæri að þeir teldu eðli- legast að aðalmeðferðin hæfist ekki fyrr en niðurstaða Hæsta- réttar í fyrra Baugsmálinu væri ljós. Í því máli sýknaði Héraðs- dómur ákærðu í þeim átta ákæru- liðum sem eftir stóðu, eftir að 32 ákæruliðum af 40 hafði verið vísað frá. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti verður málið ekki tekið fyrir þar fyrr en í janúar á næsta ári. Sigurður Tómas vill koma þeim sjónarmiðum á framfæri fyrir hönd ákæruvaldsins að aðalmeð- ferð geti farið fram innan skamms hans vegna. magnush@frettabladid.is KJÖRKASSINN BAUGS M Á L I Ð Jón Ásgeir og Tryggvi kæra til Mannréttindadómstólsins Kæra var send til Mannréttindadómstólsins í Strassborg 3. október síðastliðinn vegna málsmeðferðar í Baugsmálinu. Afskipti setts saksóknara vegna skipunar dómara í málinu eru sérstaklega tiltekin í bréfi. BAUGSMÁL Gestur Jónsson og Sigurður Tómas Magnússon deildu um það fyrir dómi í gær hvort bíða þyrfti niðurstöðu í fyrra Baugsmálinu í Hæstarétti, áður en aðalmeðferð þess máls sem nú hefur verið tekið til efnismeðferðar fer fram. Sagðist Sigurður Tómas ekki líta svo á að rökrænt samhengi væri á milli málanna tveggja. „Í Hæstarétti er verið að fjalla um aðra ákæruliði en í þessu máli, og Hæstiréttur sagði í úrskurði sínum í fyrra málinu að ekki væri ástæða til þess að bíða eftir nýrri ákæru vegna þess að þetta væru alveg sjálfstæð sakarefni. Á þeim forsendum er það mat ákæruvaldsins að það þjóni engum sérstökum tilgangi að bíða dóms Hæstaréttar um önnur sakarefni.“ Gestur Jónsson segist hins vegar telja eðlilegt að bíða eftir dómsúrskurði. „Í Hæstaréttarmál- inu eru ákæruliðir sem varða ætluð brot á lögum um ársreikninga og þar reynir á skýringar ýmissa lagaákvæða sem eru þær sömu eða nátengdar þeim lögum sem reynir á í þessu nýja máli. Á þeim forsendum teljum við óskynsam- legt að bíða ekki niðurstöðu Hæstaréttar um skýringu á þessum lagareglum sem um ræðir, áður en farið verður að dæma um sambærileg atvik í þessu nýja máli.“ - mh Sigurður Tómas Magnússon og Gestur Jónsson tókust á um málsmeðferð: Telur óþarft að bíða dómsins RÚSSLAND Rússum á Íslandi gefst ekki kostur á að lýsa yfir samúð sinni vegna morðsins á rússneska blaðamanninum Önnu Politkov- skaju með því að skrifa nafn sitt í bók í rússneska sendiráðinu í Reykjavík. Anna var jarðsungin í gær og var jarðarförin sýnd í rússneska sjónvarpinu. Sendiráðsstarfsmenn segja að morðið sé harmleikur og allir séu miður sín yfir því en leitin að morðingjanum sé hafin. Anna hafi hins vegar ekki gegnt opinberu embætti, en samkvæmt prótókól sé það skilyrði fyrir því að minningarbækur séu lagðar fram. - ghs Rússneska sendiráðið: Jarðarförin í sjónvarpinu ANNA POLITKOVSKAJA BLAÐAMAÐUR Gögn lögð fram Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, færði Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, gögn er lögð voru fram þegar Baugs- málið var tekið fyrir í gær. Meðal gagna sem verjendur lögðu fram var matsgerð vegna tölvupósta sem lagðir hafa verið fram í málinu en Tryggvi Jónsson kannast ekki við að hafa sent. Á myndinni að ofan sést Sigurður Tómas láta Gest og Jakob Möller fá gögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Jörundur Valtýsson, ráðgjafi utanríkisráðherra, sem staddur er í Washington, kannast ekki við að undirritun varnarsam- komulags Íslands og Bandaríkjanna hafi verið frestað vegna annríkis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eins og hermt var á vef Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir að aldrei hafi verið dagsett nákvæmlega hvort af undirritun yrði í gær eða í dag en nú liggi stað- festur tími fyrir. Jörundur segir að fundurinn með Rice verði í dag klukkan 12 að staðartíma og skrifað verði undir samninginn í kjölfar hans. Einnig að Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir hafi ráðgert marga aðra fundi meðan á dvöl þeirra í Washington stendur, til dæmis fund með viðskiptafulltrúa Banda- ríkjanna í dag og fund við Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra á morgun klukkan 13.30. Til stendur að ræða samskipti ríkjanna í öryggis- og varnarmál- um við Rumsfeld, sérstaklega um útfærslu varnarsamningsins hvað heræfingar hérlendis og ýmislegt samráð varðar, en engin formleg dagskrá liggur fyrir. - kóþ Undirritun varnarsamkomulags Íslands og Bandaríkjanna í Washington: Fundur með Rice verður í dag UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA Rice hittir Valgerði Sverrisdóttur og Geir Haarde um hádegisbilið að staðartíma í Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tekur þú slátur? Já 18,1% Nei 81,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Manstu eftir leiðtogafundinum í Höfða 1986? Segðu skoðun þína á visir.is LONDON, AP Bresk stjórnvöld hafa sett fram áætlun um að veita erlendum föngum, sem sitja í breskum fangelsum, margvíslega fyrirgreiðslu ef þeir fallast á að afplána dóm sinn erlendis. John Reid innanríkisráðherra skýrði frá þessum hugmyndum á mánudaginn. Samkvæmt þeim geta fangar frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins meðal annars fengið fjárhagslegan stuðning til þess að stunda nám og reka fyrirtæki fari þeir úr landi. Þeir fá þó engar beinar peningagreiðslur í hendurnar, heldur aðeins staðfestingu frá stjórnvöldum. - gb Útlendir fangar í Bretlandi: Styrktir til að fara úr landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.