Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 31 LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í október í Landnámssetri Fimmtudagur 12. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 13. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 14. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 20. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 21. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26. október kl. 20 Síðasta sýning - Uppselt Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku hefur náð miklum vin- sældum í Bretlandi og víðar. Nú er þessi stutta en skemmtilega skáld- saga Marinu Lewycka komin út í kilju á forlagi Máls og menningar í ágætri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Hér segir af flóttafólki sem hefur frá stríðslokum haft búsetu í Bretlandi. Við andlát móður þurfa tvær systur að takast á við föður sinn sem vill kvænast á nýjan leik og sækir brúður sína til Úkraínu og fylgir stálpaður sonur með í ráðahagnum. Dæturnar fá ekki spornað við ráðahagnum og sambúð aldraðs föður þeirra og talsvert yngri brúðar hans fer brátt að skekja líf þeirra allra. Sagan er grátbrosleg í háðs- legri lýsingu á gerólíkum gildum þeirra sem hafa alla sína tíð lifað spart og hinna sem hungrar eftir öllum lífsins gæðum sem vestræn- ir hættir geta veitt þeim sem hafa auraráð. Stjúpan vill koma hönd- um yfir allt. Gamli maðurinn fórn- ar sparifé sínu fyrir ný brjóst. Ráðahagurinn er sprottinn af brýnni þörf til að koma brúðinni upp nýju ríkisfangi. Í raun fer þremur sögum fram innan gamansögunnar: gamli maðurinn er verk- fræðingur og dundar sér við að skrifa sögu drátt- arvélanna í heima- landi sínu og bregður þannig upp í leiftrum sögu heillar aldar í austurvegi. Sögumaðurinn, yngri systirin, rifjar síðan hægt og rólega í gegn- um alla söguna skelfilegt lífs- hlaup fjölskyldu sinnar fyrir útlegðina í Bret- landi. Forsaga foreldra og systur skýrist smátt og smátt og varpar ljósi á persónugerð þeirra og örlög. Gráglettin sagan er því annað og meira: þroskasaga nokkurra einstaklinga á liðinni öld sem vísar langt út fyrir einkahagi þeirra. Stutt ágrip er í látlausri og skond- inni frásögn saga stórra atburða í lífi þjóða, vísar á stærri og grimmari örlög en virðist við fyrstu sýn. Hún er hagan- lega hugsuð og les- anda er stöðugt komið á óvart. Fyndnin er stór- karlaleg en einkenn- ist af mildri hlýju. Þýðandinn hefur unnið textann af natni. Stundum örlar á kunnuglegri til- gerð stílsnilli Guð- mundar en það er meir til gamns en lýta. Stutt ágrip er því holl áminning um hildarleikinn sem skók austur- veg alla síðustu öld, sterk og bráðskemmtileg lýsing á ólíkum gildum og breyskleika sem býr með okkur flestum. Páll Baldvin Baldvinsson Flóttamenn á tvennum tímum Félagsheimilið Þjórsárver stend- ur fyrir árvissri Tónahátíð nú um helgina og gefst Sunnlendingum og öðrum gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytta tónlist í flutn- ingi víðfrægra listamanna. Á morgun leikur harmonikku- leikarinn Tatu Kantomaa en á föstudaginn er von á stórsöngvur- unum Óskari Péturssyni og Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, sem syngja við undirleik Jónasar Þóris. Strengjatríóið Guitar Islancio leikur síðan listir sínar á laugardaginn. Félagsheimilið Þjórsárver er á vesturbakka Þjórsár sunnan þjóð- vegar númer eitt. Allir tónleikarn- ir hefjast kl. 21 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Miðar eru seldir við innganginn en einnig er hægt að kaupa þá í forsölu, annað- hvort hjá umsjónarmanni félags- heimilisins eða í Hljóðhúsinu í Kjarnanum á Selfossi. - khh Tónahátíð á Suðurlandi SUNNLENDINGAR FRÁ GÓÐA GESTI Nú brestur á með Tónahátíð í félagsheimilinu Þjórsárveri. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 8 9 10 11 12 13 14 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.30 Á fyrstu hádegistónleikum Háskóla Íslands í vetur flytja Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari íslensk sönglög í hátíðarsal skólans í Aðalbyggingu. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur skólans.  20.00 Fimmtíu ára afmæli rokksins er fagnað með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Söngvarar á tónleikunum eru Anna Vilhjálms, Berta Biering, Einar Júlíusson, Fjóla Ólafsdóttir, Garðar Guðmundsson, Rúnar Guðjónsson, Sigurður Johnie, Stefán Jónsson í Lúdó, Þorsteinn Eggertsson og Mjöll Hólm, Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Rokktóberfest á Gauknum. Kvöldvaka Capone hefst kl. 22 en húsið opnar kl. 20. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Kristín Guðmundsdóttir aðjúnkt við Félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri fjallar um hlutverk atferlisgreiningar á Félagsvísindatorgi HA í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. ■ ■ FUNDIR  20.00 Blaðamannafélag Íslands fjallar um leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986 á opnum fundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Katrín Pálsdóttir fréttamaður Sjónvarpsins, Þórir Guðmundsson, varafréttastóri á NFS og Jón Hákon Magnússon almannatengill flytja erindi. Fundarstjóri verður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Myndlistarkonan Þórdís Aðalsteinsdóttir sýnir verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfir- skriftina Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af og geymir málverk og vídeóverk.  11.00 Í Galleríi húnoghún, Skólavörðustíg 17b, standa yfir tvær sýningar. Manuela Gudrun Rozvitarsdottir sýnir skartgripi úr gulli, silfri og eðalsteinum en Þuríður Helga Jónasdóttir og Sif Ægisdóttir sýna ljósmyndir og silfurgripi. Sýningunum lýkur 15. október. Kópavogsbær skipuleggur kan- adíska menningarhátíð sem hefst um næstu helgi og er dagskráin unnin í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavog og kanadíska sendiráðið. Þetta er í þriðja sinn sem Kópa- vogsbær stendur fyrir viðlíka menningarhátíð en Björn Þor- steinsson, framkvæmdastjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, útskýrir að áður hafi verið leitað til Suður-Evrópu og lengst norður til Rússlands en nú sé komið að frændum okkar í Vesturheimi. „Þar er jú stærsta þjóðarbrotið og fjöldi íslenskra afkomenda sem við höfum verið í góðum tengslum við.“ Von er á fjölda góðra gesta í tengslum við hátíðina, sem hefst næstkomandi föstudag og stend- ur til 22. október. „Hátíðin hefst á opnun þriggja sýninga í Gerðar- safni en þar verða þrjár glæsileg- ar myndlistarsýningar á list frumbyggja eins og hún er séð í nútímanum,“ útskýrir hann og bendir á að þær sýningar standi reyndar fram í desember. Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í Salnum á komandi dögum en hinn heimskunni píanó- leikari Angela Hewitt heldur þar tvenna tónleika eftir helgi fyrir íslenska áheyrendur. Þar skemmtir enn fremur fjöllista- hópurinn Red Sky og flytur ævin- týri úr sagnaheimi Cree-indíána í dansi, leik og tónum. Þeim til full- tingis eru tveir barkasöngvarar. Einnig er von á óperusöngkon- unni Mary Lou Fallis og meðleik- ara hennar, Peter Tiefenbach, sem eignuðust marga aðdáendur hér á landi í heimsókn sinni í fyrra en Björn útskýrir að þau muni nú flytja sannkallaða skopóperu. Kanadískar kvikmyndir og bókmenntir verða í brennidepli í Bókasafni Kópavogs á meðan á hátíðinni en einn af gestum henn- ar er rithöfundurinn Michael Ondaatje en þekktast verka hans er skáldsagan The English Patient sem seinna var kvikmynduð og vann til fjölda Óskarsverðlauna. Auk alls þessa verður efnt til sérstaks málþings um kanadíska menningu frumbyggja og land- nema með þáttöku íslenskra og erlendra fræðimanna. Undir lok hátíðarinnar verður síðan haldin kanadísk fjölskylduhátíð í Vetrar- garðinum í Smáralind þar sem fjöl- breytt dagskrá verður skipulögð fyrir listunnendur á öllum aldri. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Kópavogsbæjar, www. kopavogur.is. HÖFUNDUR THE ENGLISH PATIENT Michael Ondaatje er sérstakur gestur Kópavogsbæjar á hátíðinni. ANGELA HEWITT PÍANÓLEIKARI Heldur tvenna ólíka tónleika í Salnum í tilefni af Kanadískri menningarhátíð. Afbragðskúltúr frá Kanada 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.