Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 16
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Það er eins gott, því við borgum „Þetta verður ljóssúla en ekki steypt mannvirki og ég held að fólk eigi eftir að kunna að meta þetta á endanum.“ VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON BORGARSTJÓRI UM FRIÐARSÚLU YOKO ONO SEM KOSTAR UM 30 MILLJÓNIR. Fréttablaðið 10. október. Ha, ekki Revolution number 9?! „Sjálfur held ég mest upp á Michelle og Yesterday.“ VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON BORGARSTJÓRI SEGIR FRÁ UPPÁ- HALDS BÍTLALÖGUNUM SÍNUM, BÁÐUM EFTIR MCCARTNEY. Fréttablaðið 10. október. Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Tjarnarbíói um helgina á Kvikmynda- hátíð í Reykjavík. Þetta er tæplega hálftíma löng teiknimynd sem Gunnar Karlsson hjá Caoz leikstýrði eftir handriti Sjóns. Sjón er sögumaður myndarinnar og vappar þar um sem teiknimynda- fígúra. „Ég er mjög ánægður með að vera orðinn teiknimyndafígúra og bind miklar vonir við að fá fleiri tilboð sem slík,“ segir Sjón. „Ég vona að stórfyrirtæki sjái hversu sniðug þessi týpa er og bjóði henni hlutverk í væntanlegum stórmyndum. Ef ég mætti ráða vildi ég helst fá að vera í Toy Story 3, því hinar myndirnir tvær eru með því allra besta sem Hollywood hefur sent frá sér á síðari árum.“ Jóhann Sigurjónsson talar fyrir sögumanninn sem Sjón „leikur“, en í ensku útgáfunni talar Terry Jones, meðlimur Monty Python-hópsins, fyrir sögumanninn. „Það stóð til að fígúran yrði byggð á útliti Terrys, en þegar ég mætti einn daginn niður í Caoz var Gunnar Karlsson búinn að teikna mig inn í verkið. Það kom mér á óvart en ég er mjög ánægður með það.“ Anna og skapsveiflurnar byrjaði sem saga eftir Sjón og tónverk eftir Julian Nott sem Brodsky- kvartettinn flutti á tónleikum í Englandi með leiklestri Sjóns. „Þá fínpússuðust týpurnar, en svo var þetta auðvitað endurskrifað og aðlagað fyrir stuttmyndina,“ segir Sjón. Hann talar fyrir brjálaðan lækni sem foreldrar Önnu senda hana til, bæði í íslensku og ensku útgáfunni, en Björk talar fyrir Önnu í ensku útgáfunni. „Í íslensku útgáfunni talar hins vegar Ólafía Hrönn fyrir Önnu, enda er hún „hin íslenska Björk“,“ segir Sjón og er skemmt. Anna og skapsveiflurnar verður tekin til almennra sýninga eftir áramótin og Sjón segist bara liggja með tærnar upp í loft þessa dagana. „Það er engin bók fyrir jól og ég hef það bara náðugt. Mig langar dálítið til að vinna söngleik upp úr sögunni um Önnu og skapsveiflurnar, enda er margt í tónlistinni hans Julians sem hægt er að taka lengra,“ segir skáldið. - glh Sjón orðinn teiknimyndafígura í Önnu og skapsveiflunum: Bíður eftir tilboðunum SJÓN SKRÍPÓ Vonar að hann fái hlutverk í Toy Story 3. Betra seint en aldrei „Að sjálfsögðu fögnum við kaup- menn lækkun virðisauka á matvæli og niðurfellingu vörugjalda og lækkun tolla á innfluttum kaup- vörum,“ segir Pétur Guðmundsson, verslunarstjóri í Melabúðinni, um tillögur ríkisstjórnarinnar til lækkun- ar matarverðs, sem taka eiga gildi 1. mars nk. „Það er spurning hvað er í inni í þessu, t.d. hvort ávaxta- safar falli undir „önnur matvæli“ og virðisaukaskatturinn lækki þá úr 24,5 prósent í sjö prósent af þeim. Svo finnst mér að það mætti leggja af uppboð á kvótum af innfluttum kjötvörum og ostum svo jafnræðis gæti með fyrirtækjum. Neytendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að kaupmenn og heildsalar skili þessu ekki til þeirra. Þessar aðgerðir hefðu auðvitað mátt koma fyrr en það er betra seint en aldrei.“ SJÓNARHÓLL LÆKKUN MATARVERÐS PÉTUR GUÐMUNDSSON VERSLUNARSTJÓRI „Það er helst að frétta að ég er að ljúka við að ganga frá nýjum diski með Jóhanni Helgasyni,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi hjá Zonet. „Eins og fólk veit er Jóhann einn af þeim stóru sem komu upp úr bítlabylgjunni. Hann á mörg lög sem allir þekkja en aðrir hafa sungið, lög eins og Söknuður og Karen Karen, en á þessum diski syngur hann lögin sjálfur. Hann er einlægur og mjúkur og það verður mikill fengur að þessari plötu. Á föstudaginn fer ég svo til Sjanghæ í Kína og fylgi þar eftir listamönnum sem spila á áttundu listahátíðinni þar. Þetta eru djasskvartett Sigurðar Flosasonar og Jóels Pálssonar og svo Róbertínó, sem er orðinn nokkuð stórt númer í Kína. Ég er búinn að gefa út tvær af plötum hans í Kína og sú þriðja er á leiðinni. Við erum kannski ekki að tala um milljónasölu enda hafa fæstir Kínverjar svo mikið sem séð geislaspilara. En þetta er gífurlega vaxandi markaður og er núna níundi stærsti geisladiskamarkaður heims. Ég hef farið tvisvar áður á listahátíðina í Sjanghæ, með Guitar Islancio og KK sem þeir voru mjög ánægðir með, og núna treystu þeir mér fyrir því að velja listamenn á hátíðina. Ég hlakka mikið til að koma til Sjanghæ aftur. Það er mikil orka í loftinu og gríðarlegur vöxtur. Sjanghæ er ný borg í hvert skipti sem maður kemur þangað.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓTTAR FELIX HAUKSSON ÚTGEFANDI Til Kína með Róbertínó Haukur Heiðar Ingólfs- son og Árni Scheving hafa gert fimm geisladiska með „huggulegheita“ (e. easy listening) tónlist síðan árið 1984. Nú eru diskarnir í fyrsta skipti allir fáanlegir á sama tíma. Haukur og Árni segja „lyftutónlist“ ekki vera skammaryrði í þeirra eyrum. „Diskarnir hafa klárast og aldrei verið allir til í einu áður. Það hefur lengi staðið til að þetta yrði allt fáanlegt enda er fólk sem á kannski einn eða tvo diska oft að spyrja okkur hvar það geti fengið hina diskana,“ segir Haukur Heiðar Ing- ólfsson píanóleikari. Árni Scheving er verkstjóri á diskunum, útsetur og velur lögin ásamt Hauki, en fjölmargir aðrir koma við sögu, meðal annars Vil- hjálmur Guðjónsson gítarleikari og Einar Valur Scheving slagverk- sleikari. „Þetta eru allt lög sem fólk þekkir. Þau hafa verið vinsæl sem sungin lög en eru í leiknum útgáfum hjá okkur,“ segir Haukur og Árni bætir við: „Þetta er stúdíó- tónlist fyrst og fremst og það sann- ast á þessum diskum að „less is more“. Það reynir á að melódíurn- ar njóti sín .“ Samvinna félaganna hófst árið 1984 með plötunni Með suðrænum blæ en Suðrænar perlur kom rúmum tíu árum síðar. „Á þessum tveimur diskum er helmingur lag- anna sunginn, meðal annars af þeim Björgvini Halldórssyni og Agli Ólafssyni, en á diskunum sem eftir komu er eingöngu leikin tón- list,“ segir Haukur. Það eru disk- arnir Á ljúfum nótum (1999), Mána- skin (2001) og sá nýjasti, Glitra gullin ský (2004). Haukur hefur spilað á Broad- way síðastliðin 15 ár á undan sýn- ingum. „Allur píanóleikur Hauks er tekinn upp í Broadway á flyglin- um þar,“ segir Árni. „Bæði er hann vanur þessum flygli og svo sándar hann vel. Gunnar Smári Helgason hefur tekið allar þessar plötur upp og það má segja að hann sé hluti af batteríinu með okkur.“ Þrátt fyrir náið samstarf í plötugerð hafa Haukur og Árni sárasjaldan spilað saman á tónleikum og segja það allt of mikið fyrirtæki að koma saman bandi til að spila þessa tón- list „læf“. Félögunum finnst það ekkert niðrandi þótt stimpilinn „lyftutón- list“ sé settur á tónlist þeirra, en það er kannski ekki nógu góð skil- greining því lyftur á Íslandi fara ekki nógu hátt til að það taki því að spila tónlist í þeim. „Það kemur oft fyrir að það er leikið af diskunum þegar maður hringir eitthvert og er settur á bið. Það jafnast á við góðan sálfræðitíma að hlusta á þetta í síma,“ segir dr. Haukur, sem er starfandi heilsugæslulæknir. En er hann ekkert að spila þessa huggulegu tónlist fyrir sjúkling- ana? „Tja, þær spila þetta stundum stúlkurnar í biðstofunni, en það er ekki að mínu frumkvæði,“ fullyrð- ir doktorinn. gunnarh@frettabladid.is Jafnast á við góðan sálfræðitíma HUGGULEGHEITATÓNLISTARMENNIRNIR ÁRNI SCHEVING OG HAUKUR HEIÐAR ING- ÓLFSSON Fimm diskar á tuttugu árum og nú loksins allir fáanlegir í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Playmobil-karlarnir komu á markað 1974 og síðan hafa í kringum tveir milljarðar playmo-karla dvalið í barnaherbergjum um víða veröld. Hægt er að fá karlana í ótal útgáfum, til dæmis sjóræningja og fótboltamenn, en einnig eru til jarðbundnari týpur eins og karl sem keyrir sementspoka í handlyftara, kona með fatlaðan karl í hjólastól og playmo-ruslakarl sem kemur með opnanlegri ruslatunnu. Nú er vonandi að Playmo setji á markað playmo-karl með bindi sem situr við tölvu svo börnin læri nú snemma að meta hvað bíður þeirra. LEIKFÖNG: PLAYMO-KARL Í RUSLINU Tölvunám Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu. • Windows skjalavarsla • Word • Excel • Internet • Outlook tölvupóstur og dagbók Kennsla hefst 17. október í Reykjavík og 24. október á Akureyri. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga, morgun- og kvöldnámskeið. Lengd 63 std. Verð kr. 39.900,- Allt kennsluefni innifalið. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Tölvuskólinn þinn VAKTAVINNUFÓLK Flest námskeið skólans geta hentað ykkur sérstaklega vel þar sem möguleiki er að skipta milli morgun- og kvöldtíma eftir vöktum án þess að missa úr á stærri námskeiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.