Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 81
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 37 FÓTBOLTI Salih Heimir Porca hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Porca þjálfaði áður kvennalið Hauka en hefur nú gert þriggja ára samning við Keflavík. Porca lék hér á árum áður með nokkrum liðum í efstu deild í knattspyrnu við góðan orðstír. - dsd Knattspyrnudeild Keflavíkur: Porca þjálfar kvennaliðið SALIH HEIMIR PORCA Er hér á ferðinni í bikarúrslitaleik KR og Grindavíkur árið 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR HANDBOLTI Króatíski landsliðs- maðurinn Tomislav Broz, sem kom til Fylkis rétt fyrir tímabilið, mun ekki nýtast Fylki sérstaklega vel í upphafi móts því hann er illa meiddur í nára og verður frá að minnsta kosti fram yfir áramót. Þetta er mikið áfall fyrir Fylki en miklar væntingar voru gerðar til Króatans fyrir tímabilið. Ekki er ólíklegt að Fylkir taki upp veskið af þessu tilefni og styrki liðið enn frekar. - hbg Nýi Króatinn hjá Fylki: Frá fram yfir áramót FÓTBOLTI Ledley King verður ekki með enska landsliðinu sem mætir Króötum í dag vegna hnémeiðsla. King var ekki með á æfingu liðsins í mánudaginn og eftir fund með læknum enska liðsins var ákveðið að King færi ekki með liðinu til Króatíu. „Það var ljóst að King yrði mjög tæpur fyrir leikinn og við ákváðum að taka enga áhættu með hann,“ sagði talsmaður enska landsliðsins. Þetta er töluvert áfall fyrir King, sem þótti leika vel í fjarveru Rio Ferdinand, en Rio fór með liðinu til Króatíu og búist er við því að hann verði í byrjunarliðinu. Englendingar eru á toppi riðilsins en Króatar geta jafnað þá að stigum ef þeim tekst að vinna Englendinga í dag. - dsd Enska landsliðið: King ekki með gegn Króötum HANDBOLTI Í gær var dregið í Evrópukeppnunum í handbolta en íslensku félögin Fylkir og Haukar eru enn meðal þátttakenda. Haukar drógust gegn franska félaginu Paris Handball í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða en Fylkir dróst á móti svissneska liðinu St. Ottmar, sem er frá St. Gallen, í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikirnir eru 4. og 5. nóvember og síðari leikirnir viku síðar. - hbg Evrópukeppnin í handbolta: Haukar fara til Parísar Á LEIÐ TIL FRAKKLANDS Kári Kristjáns- son og félagar í Haukum mæta Paris Handball. FÓTBOLTI Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy sagðist í gær vera búinn að sættast við gamla stjórann sinn, Sir Alex Ferguson, og að allt væri í góðu þeirra á milli. „Ég skulda Ferguson mikið og ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði van Nistelrooy, sem sakaði Ferguson fyrir skömmu síðan um að hafa svikið sig og stungið sig í bakið. „Það sem gerðist er liðin tíð og við verðum að halda áfram. Margir frábærir leikmenn hafa yfirgefið United og farið til annarra liða,“ sagði van Nistel- rooy, sem hefur byrjað tímabilið frábærlega með Real og skorað líkt og óður væri. - hbg Van Nistelrooy og Ferguson: Búnir að grafa stríðsöxina FÓTBOLTI Hinn skrautlegi og skemmtilegi leikmaður Manchest- er City, Joey Barton, var í gær sektaður um 250 þúsund krónur og gefin aðvörun fyrir athæfi sitt eftir leikinn gegn Everton á dög- unum. Þegar Barton var að ganga af velli eftir leikinn fékk hann það óþvegið frá stuðningsmönnum Everton sem hrópuðu að honum. Barton, sem var þegar kominn úr að ofan, gerði sér lítið fyrir og dró stuttbuxurnar sínar niður að aftan er hann labbaði framhjá stuðn- ingsmönnunum. Hann sem sagt „múnaði“ stuðningsmennina, sem höfðu lítinn húmor fyrir uppátæki Bartons. „Ég fékk sanngjörn réttarhöld og ég get ekki beðið um meira,“ sagði Barton þegar úrskurðurinn var ljós. „Ég vil þakka leikmanna- samtökunum, félaginu mínu og enska knattspyrnusambandinu fyrir að hlusta á mig og stuðnings- mönnunum sem skrifuðu mér bréf og sýndu þar með stuðning sinn í verki. Bréfin voru ekki bara frá stuðningsmönnum Man. City held- ur líka frá stuðningsmönnum ann- arra liða. Ég er mjög þakklátur og von- andi endar málið hér og er grafið og gleymt. Ég fékk sekt og einnig sanngjörn réttarhöld þannig að ég kvarta ekki yfir neinu.“ Barton sagði að aganefndin hefði tekið mark á að honum hefði verið ögrað og fyrir vikið hefði úrskurðurinn ekki verið eins harð- ur og margir bjuggust við. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikla lukku úti um um allan heim enda klárlega um einstakan atburð að ræða. - hbg Joey Barton sleppur með sekt og aðvörun: Sektaður um 250 þúsund fyrir að sýna afturendann JOEY BARTON Fagnar hér einu marka sinna fyrir Manchester City. Hér er hann þó fullklæddur. NORDIC PHOTOS/AFP VAN NISTELROOY Sáttur við Alex Fergu- son. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.