Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 3 Icelandair rekur skrifstofu í Tokýó með um átta starfs- mönnum. Þar er unnið að því hörðum höndum að auka ferðamannastraum frá Jap- an til Íslands. Áhugi Japana á Íslandi hefur aukist mjög á síðustu árum en ekki er síður áhugavert að skoða hvað Tókýó hefur að bjóða ferða- manninum þrátt fyrir að ennþá sé ekki boðið upp á beint flug þangað frá Íslandi. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að slást í för með hópi átta hressra flugþjóna og -freyja auk þriggja flugmanna sem flugu til Tókýó til að sækja tæplega tvö hundruð Japana á leið til Íslands í leit að náttúru, hreinu lofti og norður- ljósum, eitthvað sem lítið er til af í Japan. Þegar lítill tími er fyrir hendi þarf góða skipulagningu til að fá sem mest út úr heimsókn sinni. Nokkrir staðir í borginni eru ein- kennandi og þess verðir að skoða þegar tíminn er knappur. Fiskmarkaðurinn Tsukiji Nauðsynlegt er að vakna snemma til að ná stemningu þessa risastóra fiskmarkaðar. Hann hefst í dögun en klukkan sjö stendur hann sem hæst. Markaðurinn er í stórri vöruskemmu og snemma morg- uns má sjá þegar túnfiskinum er landað af skipunum og hann boð- inn upp. Það er frábær skemmtun að rölta milli sölubása þar sem ægir saman öllu mögulegu og ómögulegu sjávarfangi, bæði spriklandi fersku og þurrkuðu. Skemmtilegt við þessa upplif- un er að ferðamenn eru fáir og maður fær japanska stemningu í æð. Japanar eru yfirmáta hrein- látir og af lyktinni að dæma væri varla hægt að segja að þetta væri fiskmarkaður, sem segir kannski mest um ferskleika vörunnar sem verið er að bjóða. Í kringum markaðinn eru veit- ingastaðir og sölubásar sem selja allt frá risastórum og girnilegum engiferrótum til þurrkaðrar loðnu. Tilvalið er eftir heimsókn á mark- aðinn að setjast á einn af veitinga- stöðunum og fá sér sushi að hætti Japana þar sem kokkurinn tilreið- ir bitana á örskotsstundu með berum höndum og setur fyrir framan þig. Það er ekki erfitt að fara út að borða í Tókýó því sú merkilega hefð viðgengst þar að hafa útstill- ingar úr vaxi af öllum réttum mat- seðilsins í glugga veitingastaðar- ins. Á ferð með Hato Bus Þó að almenningssamgöngur í Tókýó séu skilvirkar og alls ekki erfitt að átta sig á þeim getur samt tekið nokkurn tíma að koma sér sjálfur á milli staða. Góð lausn fyrir ferðalanga á hraðferð er að taka túristastrætó um borgina til að sjá það helsta sem hún hefur upp á að bjóða. Nauðsynlegt er að komast í útsýnisturn til að gera sér grein fyrir gríðarlegri stærð borgarinn- ar. Tókýó-tower er þar tilvalinn valkostur eða hið glæsilega Ropp- ongi Hills sem státar af íburðar- miklum arkitektúr, dýrum veit- ingastöðum og verslunum. Keisarahöllin er ekki opin almenningi, en hins vegar er vel þess virði að doka við og smella mynd af voldugum útveggjum hins keisaralega garðs. Asakusa Kannon-musterið er elsta búddamusterið í Tókýó. Það er einnig vinsæll ferðamanna- staður enda hefur risastór mark- aður sprottið upp við hlið muster- isins þar sem seldir eru minjagripir, allt frá furðulegum musteriskökum til fallegra kím- ónóa. Í verslunarhugleiðingum Tókýó þykir dýr borg. Þar er hins vegar hægt að gera reifarakaup á raftækjum. Besti staðurinn til þess arna er Akihabara-hverfið þar sem nánast allar verslanir bjóða upp á raftæki á góðu verði. Þetta er all sérstakt hverfi og það eina í borg- inni þar sem leyfist að prútta. Ginza-hverfið er hverfi hinna ríku og fallegu. Þar eru allar merkjavörubúðirnar og líklega er skemmtilegra að skoða en kaupa enda verðið himinhátt. Betri kaup er líklega hægt að gera í hinu eril- sama Shibuya-hverfi. Þar má sjá hvernig ungir, hipp og kúl Tókýó- búar klæða sig. Þar er einnig fjöldi veitinga- og skyndibitastaða, allt frá McDonalds til hefðbundinna japanskra súpubara þar sem þú ert boðinn velkominn af öllu starfs- fólkinu með hrópum og köllum. Tókýóbúar eru yfirmáta kurt- eisir og borgin er mjög hrein og falleg. Stærðin getur verið hálf yfirþyrmandi en vingjarnlegt fólk- ið og fjölmargir áhugaverðir stað- ir gera borgina vel þess virði að heimsækja. solveig@frettabladid.is Tókýó á einum degi Það er frábær upplifun að heimsækja fiskmarkaðinn Tsukiji. Hér sést hluti af ótrúlegu magni af túnfiski sem verslað er með á markaðnum. Akihabara-hverfið í Tókýó er all sérstakt. Þar er hægt að fá rafmagnstæki í miklu úrvali og á góðu verði. Þetta er eini staðurinn í Tókýó þar sem leyfist að prútta. Tókýó er gríðarstór borg. 13 milljónir búa í borginni sjálfri en 33 milljónir á svæðinu í kring. Í bakgrunni sést Fuji-fjall sem er vafalaust eitt það þekktasta í heimi. Gatnamótin fyrir framan Shibuya-lestarstöðina eru ein þau annasömustu í heimi. Mikill fjöldi verslana er í hverfinu sem er mjög vinsælt meðal ungra Japana. Þar er hægt að finna fatabúðir á mörgum hæðum sem selja eingöngu föt fyrir unglingsstúlkur en auk þess ægir saman miklum fjölda lífsstílsverslana, raftækjaverslana og karókísöngstaða. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Sími: 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í Evrópu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 16.600 Ítalía kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 13.200 Spánn kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 19.400 Holland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 17.900 Bretland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 24.200 Danmörk kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // Sjálfboðastörf Guatemala, Costa Rica, Peru, Indland og Suður Afríka Að vinna að sjálfboðastörfum er krefjandi starf en um leið spennandi tækifæri til þess að kynnast framandi menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.