Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 69
SUNNUDAGUR 29. október 2006 21 Þ að fyrsta sem grípur augað þegar gengið er upp að húsi Hönnu og fjölskyldu hennar í Mosfellsbæ er stórt Liverpool-skilti við hliðina á útidyrunum og gefur það vísbendingu um það sem tekur við þegar inn er komið. Plaköt, félags- fánar og fleira merkt Liverpool hangir upp um alla veggi heimilis- ins og að sjálfsögðu býður Hanna upp á kaffi í Liverpool-bollum. Svefnherbergin eru með Liver- pool-gardínum og sængurverum auk þess sem plaköt prýða vegg- ina. „Ég held þessi Liverpool-áhugi sé bara meðfæddur en ég hef hald- ið með liðinu allt frá því ég man fyrst eftir mér,“ segir Hanna og rifjar upp þegar hún sat og horfði á Bjarna Fel lýsa vikugömlum knattspyrnuleikjum á laugardög- um á sínum æskuárum. „Ég er uppalin í sveit í Borgarfirði og þar var ekkert knattspyrnulið þannig að ég hafði ekki tök á að æfa fót- bolta þegar ég var að alast upp. Ég spilaði samt fótbolta í öllum frí- mínútum í skólanum og nýtti öll önnur tækifæri sem gáfust til að spila,“ segir Hanna sem fylgist með enska boltanum hvenær sem færi gefst. „Helgarnar hjá mér fara reyndar að miklu leyti í að fylgja börnunum í mót og leiki enda eru þau öll fjögur á kafi í íþróttum. Strákarnir þrír eru allir í fótbolta og einn í handbolta að auki en stelpan er í frjálsum, þannig að flestar helgar eru undir- lagðar í þetta.“ Hanna segir síðasta sunnudag þó hafa verið alveg geggjaðan. „Það voru tveir frábærir leikir. Fyrst var Liverpool - Manchester United og síðan Real Madrid - Barcelona. Svona dagar eru nátt- úrulega algjörir lúxusdagar.“ Árlega á Anfield Þrátt fyrir að Hanna sé svo áhuga- söm um knattspyrnu og prýði heimilið með munum og plakötum merktum Liverpool, þá hefur eig- inmaður hennar, Einar Þór Magn- ússon, ekki minnsta áhuga á knatt- spyrnu. „Ég hef reynt að vekja áhuga hjá honum með ýmsum ráðum en honum er bara frekar mikið sama um þetta allt saman,“ segir Hanna og bætir því við að hann hafi þó látið sig hafa það að fara með henni á leik með Liver- pool eftir miklar fortölur. „Hann fór síðan sjálfviljugur á annan leik þannig að þetta er kannski ekkert alveg vonlaust. Samt hef ég hann grunaðan um að hafa haft meiri áhuga á stemningunni og umhverf- inu en leiknum sjálfum, en þetta kemur allt.“ Sjálf hefur Hanna farið á fimm leiki með Liverpool en heimsækir Anfield, heimavöll félagsins, á hverju ári þegar hún ferðast sem fararstjóri fyrir Bobby Charlton-knattspyrnuskól- ann. „Mér líður eins og ég sé komin heim í hvert sinn sem ég kem þangað enda er frábært að geta komist þangað svona oft.“ Hanna segist oft hafa verið spurð að því hvort allt þetta Liver- pool-dót fengi að hanga á veggjun- um ef einhver annar á heimilinu væri aðdáandi en ekki hún. „Ég hreinlega treysti mér ekki til að svara þeirri spurningu enda er það svo fjarlægt.“ sigridurh@frettabladid.is STOFUMYNDIN Hanna er hæstánægð með myndina sem hangir fyrir ofan sófann í stofunni en þar sjást Liverpool-menn fagna Evrópumeistaratitlinum árið 2005. Í höndunum heldur hún á árituðum fótbolta sem hún fékk frá 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu. „Þessi verður mjög verðmætur eftir nokkur ár þegar strákarnir verða orðnir þekktir knattspyrnumenn,“ segir Hanna stolt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SMÁ MÓTVÆGI Eiginmaður Hönnu, Einar Þór Magnússon, sá um að skreyta þennan vegg í sólstofunni. Hanna segir þennan bar vera smá mótvægi við allt fótboltadótið á heimilinu en bílnum breytti Einar sjálfur í bar. Liverpool-lífsstíll Hanna Símonardóttir er fjögurra barna móðir í Mosfellsbæ og hefur brenn- andi áhuga á knattspyrnu. Liverpool er liðið hennar og styður hún það af lífi og sál eins og heimili hennar ber glöggt merki um. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Hönnu og ræddi við hana um þennan gríðarlega knattspyrnuáhuga. Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun gildir 16. okt. - 6. nóv. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is bókanlegt frá 13. október Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 3 4 4 7 2 1 0 / 2 0 0 6 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 ÞRIÐJA LEIKÁRIÐ Edda er ánægð með að hefja þriðja leikárið af Alveg brilljant skilnaði þrátt fyrir að vera í fullu MBA námi á Bifröst. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir er að hefja þriðja leikárið með ein- leikinn Alveg brilljant skilnaður vegna mikillar eftirspurnar. Sjálf hafði Edda hugsað sér að taka frí frá leikhúsinu í vetur til að sinna MBA námi sínu við Háskólann á Bifröst. „Ég ætlaði ekkert að koma nálægt leiklist á meðan ég væri í háskólanum en það er greinilegt að ég á ekkert að fá að yfirgefa hana í þessi tvö ár sem ég er í skól- anum,“ segir Edda glöð í bragði og bætir því við að þetta sé nú allt skrifað í skýin. „Það eru engar til- viljanir í lífinu og ef maður hlust- ar þá er maður leiddur þangað sem maður á að fara. Það er mín trú.“ Spurð hvort hún sé ekkert orðin leið á verkinu segir Edda: „Ef leik- rit er skemmtilegt og maður teng- ir vel við það þá er ekkert hægt að fá leið á því vegna þess að óþekkta stærðin er alltaf áhorfendurnir. Þess vegna eru engar tvær sýn- ingar eins. Það er alltaf ný upplif- un að leika jafnvel þó orðin séu þau sömu þá er andrúmsloftið aldrei eins. Það er ekki hægt að útskýra þetta fyrir þeim sem ekki hafa reynt það en leikarar vita þetta.“ Edda segir það mjög sérstakt að fá að leika þetta hlutverk því það sé svo margt í verkinu sem höfði til svo mikils fjölda. „Það eru algjör forréttindi að fá að leika þetta svona mikið,“ segir hún og telur sýningarnar ekki koma niður á náminu í vetur. sigridurh@frettabladid.is Engar tvær sýningar eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.