Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 81
SUNNUDAGUR 29. október 2006 33 FÓTBOLTI Juventus, Lazio og Fior- entina fengu öll dómana sína mild- aða þegar lokaúrskurður í stóra hneykslismálinu var kveðinn upp á föstudaginn. Juventus voru dæmdir í mínus níu stig í stað mínus sautján eins og áður hafði verið kveðið á um, en eins og flest- ir vita þá missti Juventus sæti sitt í efstu deildinni á Ítalíu einnig. Refsing Lazio var minnkuð úr mínus ellefu stig í mínus þrjú stig og refsingin sem Fiorentina fékk var minnkuð úr mínus nítján stig- um í mínus fimmtán. AC Milan fékk sinni refsingu ekki breytt og hún er því sem áður mínus átta stig. „Þessi ákvörðun sem tekin var er ekki svara verð af hálfu Milan,“ sagði í yfirlýsingu frá AC Milan eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þessi ákvörðun dómstóla þýðir að Juventus er nú í tólfta sæti í annari deildinni á Ítalíu og aðeins þremur stigum frá fjórða sætinu, en fjögur efstu liðin fara upp í efstu deildina á vorinn. Lazio fara upp að hlið AC Milan eftir dóminn en bæði lið hafa nú sjö stig og Fiorentina eru á botni deildarinn- ar með ekkert stig. Það er því alveg óhætt að segja að Juventus séu í betri stöðu en Fiorentina eftir þessa dómsupp- kvaðningu þegar litið er til næsta tímabils, Juventus á nú góða möguleika á að komast upp úr ann- ari deildinni en góðar líkur verða að teljast á því að Fiorentina falli úr efstu deildinni. Juventus sendu frá sér yfirlýs- ingu eftir dóminn. „Þessi ákvörðun tekur tillit, a.m.k. að einhverju leiti, til þeirra tilrauna og þeirra fórna sem félagið hefur gert til að endurbyggja innra skilulagið og ákvörðunin hefur aukið gildi íþróttarinnar í þágu knattspyrnunn- ar á Ítalíu,“ sagði í yfirlýsingunni en Juventus getur vel við unað með þá litlu refsingu sem félagið hlýtur miðað við alvarleika brotsins. „Fiorentina og Juventus voru þau lið sem fengu hörðustu refs- ingarnar upphaflega en mér finnst að Fiorentina hefði átt að fá minni refsingu. Ég get ekki séð að þessi fjögur stig muni breyta miklu fyrir okkur,“ sagði Giancarlo Antognoni, fyrrum leikmaður Fiorentina. - dsd Lokaúrskurður var kveðinn upp í stóra hneykslismálinu í knattspyrnunni á Ítalíu og viðbrögð eru misjöfn: Juventus fékk dóminn sinn mildaðann SLUPPU VEL Juventus slapp vel eftir alvarleg brot sem félagið hefur framið undanfarin ár. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Portúgalski markvörður- inn Hilario var hetja ensku meist- aranna í Chelsea í gær gegn Sheffi- eld United þegar hann gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Chelsea átti í basli með Sheffield United í fyrri hálf- leik en tók öll völd á vellinum í þeim síðari og tryggðu sér 0-2 sigur á útivelli. Andrei Shevchenko var hvergi sjáanlegur í liði Chelsea en hann skoraði loksins mark um síðustu helgi. Joe Cole hélt hins vegar sæti sínu í liðinu eftir góðan leik í deildarbikarnum á miðvikudaginn þar sem hann skoraði eitt mark. Heimamenn í Sheffield United stóðu vel í ensku meisturunum framan af í gær og fengu dæmda vítaspyrnu þegar Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, braut á Claude Davis á 17. mínútu. Hilar- io, markvörður Chelsea, varði hins vegar vítaspyrnuna. Frank Lampard kom Chelsea yfir stuttu fyrir leikhlé. Skot hans af löngu færi virtist ekki ýkja hættulegt en Paddy Kenny náði þó ekki að verja og Chelsea leiddi í hálfleik. Þjóðverjinn Michael Ballack virðist óðum vera að finna sitt rétta form með Chelsea og hann kom liðinu í 0-2 í upphafi síðari hálfleiks. Markið skoraði Ballack með góðum skalla eftir sendingu frá Arjen Robben. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leik og nokkuð þægilegur sigur Chelsea því staðreynd, 0-2. Jose Mourinho, framkvæmda- stjóri Chelsea, var ekki sáttur við vítaspyrnuna sem Chelsea fékk dæmda á sig. „Dómarinn tók ranga ákvörðun. Þetta var stór ákvörðun að taka á móti Chelsea í upphafi leiksins. Ef að Hilario hefði ekki varið þá hefðum við verið í vond- um málum. Þetta var ekki auð- veldur leikur en við börðumst vel í leiknum. Við áttum sigurinn skil- ið og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Mourinho. - dsd Chelsea gerði góða ferð til Sheffield þar sem liðið lagði heimamenn í United: Hilario fer áfram á kostum og varði vítaspyrnu MICHAEL BALLACK Er óðum að finna sitt gamla form. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin ARSENAL - EVERTON 1-1 0-1 Tim Cahill (11.), 1-1 Robin van Persie (70.). BOLTON - MANCHESTER UNITED 0-4 0-1 Wayne Rooney (10.), 0-2 Wayne Rooney (16.), 0-3 Cristiano Ronaldo (82.), 0-4 Wayne Rooney (89.). FULHAM - WIGAN ATHLETIC 0-1 0-1 Henri Camara (83.). LIVERPOOL - ASTON VILLA 3-1 1-0 Dirk Kuyt (31.), 2-0 Peter Crouch (38.), 3-0 Luis Garcia (44.), 3-1 Gabriel Agbonlahor (56.). PORTSMOUTH - READING 3-1 1-0 Brynjar Gunnarsson, sjm (10.), 2-0 Nwankwo Kanu (52.), 3-0 Pedro Mendes (66.), 3-1 Kevin Doyle (84.). Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson voru í liði Reading og spiluðu allan leikinn. SHEFFIELD UNITED - CHELSEA 0-2 0-1 Frank Lampard (43.), 0-2 Michael Ballack (49.) NEWCASTLE-CHARLTON 0-0 STAÐAN: MAN. UNITED 10 8 1 1 23-5 25 CHELSEA 10 8 1 1 17-5 25 BOLTON 10 6 2 2 10-8 20 PORTSMOUTH 10 6 1 3 16-6 19 ARSENAL 9 5 3 1 16-5 18 EVERTON 10 4 5 1 16-9 17 ASTON VILLA 10 3 6 1 12-9 15 LIVERPOOL 10 4 2 4 12-12 14 FULHAM 10 3 4 3 11-15 13 READING 10 4 1 5 10-15 13 BLACKBURN 9 3 3 3 9-11 12 TOTTENHAM 10 3 3 4 6-10 12 WIGAN 9 3 2 4 12-11 11 MIDDLESB. 9 3 2 4 9-13 11 MAN.CITY 9 2 3 4 6-13 9 NEWCASTLE 10 2 2 6 7-13 8 WATFORD 10 0 6 4 7-13 6 SHEFF. UNITED 10 1 3 6 4-14 6 WEST HAM 9 1 2 6 6-13 5 CHARLTON 10 1 2 7 6-15 5 Enska meistaradeildin BARNSLEY - COVENTRY CITY 0-1 0-1 Wayne Andrews (84.). BIRMINGHAM - WBA 1-0 1-0 Gary McSheffrey (19.). CARDIFF CITY - DERBY COUNTY 2-2 1-0 Glenn Loovens (52.), 1-1 Steve Howard (66.), 2-1 Michael Chopra (74.), 2-2 Giles Barnes (90.). CRYSTAL PALACE - PLYMOUTH ARGYLE 0-1 0-1 Nick Chadwick (39.). HULL CITY - SUNDERLAND 0-1 0-1 Ross Wallace (90.). LEEDS UNITED - SOUTHEND UNITED 2-0 1-0 Ian Moore (40.), 2-0 Robbie Blake (88.). QUEENS PARK RANGERS - LEICESTER 1-1 0-1 Patrick Kisnorbo (7.), 1-1 Martin Rowlands (68.). STOKE CITY - NORWICH CITY 5-0 1-0 Lee Hendrie (22.), 2-0 Ricardo Fuller (38.), 3- 0 Danny Higginbotham (69.), 3-0 Danny Higgin- botham (74.), 4-0 Luke Chadwick (79.), 5-0 Darel Russell (92.). WOLVES - SHEFFIELD WEDNESDAY 2-2 1-0 Leon Clarke (30.), 1-1 Wade Small (36.), 1-2 Chris Brunt (53.), 2-2 Leon Clarke (73.) STAÐAN: CARDIFF 14 9 3 2 27-12 30 PRESTON 14 7 5 2 22-15 26 WBA 14 7 4 3 24-13 25 BURNLEY 14 7 4 3 23-14 25 PLYMOUTH 14 6 6 2 21-15 24 BIRMINGHAM 14 7 3 4 19-15 24 WOLVES 14 7 2 5 12-15 23 LUTON 13 6 4 3 23-18 22 COVENTRY 14 7 1 6 14-12 22 COLCHESTER 14 6 2 6 20-16 20 S´HAMPTON 14 5 4 5 18-17 19 DERBY 14 5 4 5 20-20 19 SUNDERLAND 14 6 1 7 19-20 19 STOKE CITY 14 4 6 4 20-13 18 LEICESTER 14 4 6 4 13-14 18 CR.PALACE 14 5 3 6 15-17 18 NORWICH 14 5 3 6 20-26 18 IPSWICH 13 5 2 6 20-22 17 QPR 14 3 5 6 19-23 14 SHEFF.WED. 14 3 5 6 13-19 14 LEEDS 14 4 1 9 13-26 13 BARNSLEY 14 3 3 8 18-28 12 SOUTHEND 14 2 4 8 12-25 10 HULL 14 2 3 9 9-19 9 Þýska Bundesligan: NÜRNBERG - BORUSSIA DORTMUND 1-1 1-0 Jawher Mnari (59.), 1-1 Tinga (87.). BAYERN MÜNCHEN - FRANKFURT 2-0 1-0 Makaay (24.), 2-0 Mark van Bommel (29.). ENERGIE COTTBUS - HERTHA BSC 2-0 1-0 Daniel Gunkel (66.), 2-0 Shao Jiayi (83.). VFL BOCHUM - VFL WOLFSBURG 0-1 0-1 Mike Hanke (25.) STAÐAN: W. BREMEN 9 6 1 2 27-11 19 B. MUNCHEN 9 5 1 3 14-10 16 SCHALKE 04 8 5 1 2 11-8 16 ENERGIE 9 4 2 3 13-12 14 NURNBERG 9 2 7 0 11-7 13 HERTHA BSC 9 3 4 2 14-11 13 DORTMUND 9 3 4 2 12-11 13 A. AACHEN 8 4 0 4 14-12 12 STUTTGART 8 3 3 2 14-14 12 MÖNCHENG. 9 4 0 5 10-13 12 BIELEFELD 8 3 2 3 11-10 11 B. LEVERKUSEN 9 3 2 4 13-13 11 FRANKFURT 9 1 7 1 11-11 10 WOLFSBURG 9 2 4 3 6-9 10 HAMBURGER 9 1 6 2 10-11 9 HANNOVER 96 9 1 4 4 9-18 7 FSV MAINZ 05 9 1 4 4 8-17 7 VFL BOCHUM 9 1 2 6 7-17 5 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Enska stórstjarna Wayne Rooney var búinn að leika tíu leiki í röð án þess að skora þegar hann heimsótti Reebok-leikvanginn í Bolton með félögum sínum í Manchester United. Þrátt fyrir markaþurrðina hefur Rooney fengið að spila margar mínútur og það skilaði sér í gær þegar stíflan brast og úr varð stórflóð. Upp- skera dagsins hjá Rooney var þrjú mörk og 4-0 sigur United sem hefði hæglega getað orðið stærri. „Rooney sýndi í dag að hann er búinn að rífa sig upp úr lægðinni og sannaði fyrir öllum að hann er besti enski leikmaðurinn í dag,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolt- on, sem gat ekkert gert við stór- leik Rooney og félaga hans í Unit- ed. „Þrennan hans var verðskulduð og hann tróð laglega upp í þá ein- staklinga sem hafa verið að afskrifa hann. Fyrir utan þriðja markið þá var lítið sem við gátum gert gegn honum.“ Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði eftir leikinn að hann hefði rætt við Rooney um marka- þurrðina fyrir leik en þó eingöngu til þess að róa strákinn. „Það var ekki spunring hvort heldur hvenær stíflan myndi bresta,“ sagði Ferguson. „Ég sagði stráknum bara að slaka á og þá myndi þetta koma. Maður sá sjálfstraustið koma hjá honum eftir fyrsta markið og ég vonaðist til þess að boltinn færi til hans í hvert einasta skipti sem við héld- um honum.“ Liverpool gerði út um leikinn gegn Aston Villa í fyrri hálfleikn- um í gær en á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir þrjú mörk. Mörkin skoruðu þeir Kuyt, Crouch og Luis Garcia. Aston Villa náðu að klóra aðeins í bakkann í síðari hálfleik og Agbolahor skoraði mark þegar tíu mínútur voru liðn- ar af hálfleiknum. Þar við sat og kærkominn sigur hjá Liverpool. „Fyrri hálfleikurinn var það besta sem við höfum sýnt á þess- ari leiktíð. Við byrjuðum leikinn af miklum hraða og héldum honum og leikmennirnir gáfu áhorfend- um það sem þeir vildu. Síðari hálf- leikurinn var erfiðari og Aston Villa sótti að okkur. Við héldum þó ró okkar og tryggðum okkur stig- in. Við sýndum að við erum með góða leikmenn ef við höldum þessu áfram þá förum við að færa okkur ofar á töflunni. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust,“ sagði Rafa Benitez, framkvæmda- stjóri Liverpool, Kampakátur eftir leikinn. Arsenal náði eingöngu jafntefli gegn Everton á heimavelli í gær. Tim Cahill skoraði fyrsta mark leiksins á elleftu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Allt virtist stefna í sigur gestanna en nítján mínútum fyrir leikslok náði Hol- lendingurinn Robin Van Persie að jafna metinn í 1-1 og þannig end- aði sá leikur. Arsene Wenger var ekki sáttur við stigið. „Hver leikur sem við vinnum ekki er vonbrigði. Þetta var mjög gremjulegt, þeir áttu varla skot á markið og við vorum með boltann 70% af leiknum. Markvörður þeirra gerði sitt til að eyða tímanum og þeir stóðu stans- laust fyrir boltanum í aukaspyrn- um. Þetta er neikvætt fyrir fót- boltann en svona er leikurinn bara í dag. Þetta var líkt og að horfa á sömu kvikmyndina tíu sinnum, hún verður leiðinleg á endanum,“ sagði Wenger. - hbg / - dsd Þrenna hjá Rooney gegn Bolton Wayne Rooney sýndi loks sitt rétta andlit gegn Bolton í gær og skoraði þrennu í stórsigri Man. Utd. Liver- pool vann öruggan sigur á Aston Villa en Arsenal varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Everton. BJARGVÆTTUR Robin Van Persie fagnar hér jöfnunarmarki sínu í gær. HVER ER KÓNGURINN? Það leyndi sér ekki að sjálfstraustið var komið aftur hjá Wayne Rooney þegar hann fagnaði þriðja marki sínu gegn Bolton. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.