Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 82
34 29. október 2006 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Ísland og Ungverjaland mættust í annað sinn ytra í gær og rétt eins og í fyrri leiknum á föstu- dag fóru heimamenn með sigur af hólmi, 32-28. Leikur íslenska liðs- ins var betri í gær en á föstudag þegar vörnin var hriplek og mark- varslan engin. „Við spiluðum 6/0 vörn allan tímann núna og hún gekk betur en 5/1 vörnin í fyrri leiknum. Við gerðum marga tekníska feila í dag og það felldi okkur,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari. „Það vantaði náttúrulega marga sterka varnamenn hjá okkur en það var samt margt jákvætt og nýir hlutir sem við reyndum voru að ganga vel.“ Það vantaði marga sterka leik- menn í íslenska liðið að þessu sinni og því fengu aðrir menn að láta ljós sitt skína. Sumir þeirra nýttu tækifærið mjög vel. „Logi var að koma mjög vel út í skyttunni. Raggi [Óskarsson] fékk að spila mikið og ég var mjög sátt- ur við hans framlag. Vignir [Svav- arsson] kom líka vel út í báðum leikjunum. Þetta var mikil til- raunastarfsemi og ágætt að fá svona leiki líka,“ sagði Alfreð Gíslason. - hbg Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, þokkalega sáttur þrátt fyrir tvö töp gegn Ungverjum: Mikil tilraunastarfsemi í gangi í þessum leikjum LOGI GEIRSSON Var markahæstur í íslenska liðinu í báðum leikjunum gegn Ungverjum. Vináttulandsleikur: UNGVERJALAND-ÍSLAND 32-28 (17-12) Mörk Íslands: Logi Geirsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Vignir Svavarsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Einar Örn Jónsson 3, Sigfús Sigurðsson 1, Arnór Atlason 1, Ragnar Óskarsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 8, Björgvin Páll Gústavsson 2, Ólafur Gíslason 1. DHL-deild kvenna: GRÓTTA-HAUKAR 27-22 (11-8) Mörk Gróttu (skot): Natasja Damljamovic 6/3 (9/3), Eva Margrét Kristinsdóttir 6 (10), Anna Úrsula Guðmundsdóttir 4 (5), Ragna Karen Sig- urðardóttir 4 (6), Kristín Þórðardóttir 3 (4), Arn- dís Erlingsdóttir 2 (3), Þórunn Friðriksdóttir 1 (1), Sandra Paegle 1 (6). Hraðaupphlaup: 3 (Kristín, Ragna, Natasja). Fiskuð víti: 3 (Ragna, Þórunn, Anna). Utan vallar: 6 mín. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2. Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7/2 (10/3), Sandra Stokovic 7/1 (17/2), Ramune Pekarskyte 4 (9), Sigrún Brynjólfsdóttir 3 (4), Erna Þráinsdóttir 1 (3), Harpa Melsteð 1 (3). Hraðaupphlaup: 6 (Sigrún 2, Sandra 2, Ramune, Hanna Guðrún). Fiskuð víti: 5 (Sigrún 3, Ramune 2). Utan vallar: 4 mín. Varin skot: Helga Torfadóttir 8. STJARNAN-FRAM 39-18 Mörk Stjörnunnar (skot): Rakel Dögg Braga- dóttir 7/3 (8/3), Sólveig Lára Kjærnested 7(8), Anna Bryndís Blöndal 5(6), Alina Patrace 4(6), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3/1 (4/1), Elísabet Gunnarsdóttir 3 (4), Kristín J. Clausen 3(4),Kristín Guðmundsdóttir 3/1 (5/1), Harpa Eyjólfsdóttir 2 (2), Hildur Harðardóttir 2 (2) Varin skot: Florentina Grecu 8/1, Helga Vala Jónsdóttir 4/1 Hraðaupphlaup: 11 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 8 mínútur Mörk Fram (skot): Þórey Stefánsdóttir 5 (9), Eva H Harðardóttir 3 (5), Ásta B. Gunnarsdóttir 2/1 (4/3), Hildur Knútsdóttir 2 (4), Karen Knútsdóttir 2 (5), Arna E. Einarsdóttir 1 (4), Martha Sædal 1 (4), Sara Sigurðardóttir 1 (4), Hildur B. Sigurðar- dóttir 1 (4) Varin skot: Kristina Matuzevicke 3, Karen Einars- dóttir 1 Hraðaupphlaup: 2 Fiskuð víti: 3 Utan vallar: 10 mínútur HK-FH 27-24 Mörk HK: Aukse Vysniauskaite 9, Auður Waag- fjörð Jónsdóttir 6, Elísa Ósk Viðarsdóttir 6, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Tatj- ana Zukovska 2. Mörk FH: Ásta Björk Agnarsdóttir 6, Þóra B. Helgadóttir 5, Linn Kristine Mangset Gullhauge 5, Harpa Dögg Vífilsdóttir 3, Hafdís Inga Hinriks- dóttir 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1. STAÐAN: STJARNAN 6 5 0 1 202:120 10 GRÓTTA 7 5 0 2 189:174 10 VALUR 6 4 1 1 162:148 9 HAUKAR 7 4 0 3 204:172 8 ÍBV 7 3 1 3 185:174 7 FRAM 7 2 3 2 161:176 7 HK 7 3 0 4 175:211 6 FH 7 1 1 5 153:189 3 AKUREYRI 6 0 0 6 114:181 0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Grótta tók í gær á móti Haukastúlkum á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi. Fyrir leikinn voru liðin tvö jöfn að stigum og ljóst að um hörkuleik væri að ræða. Svo fór að Grótta sigraði Hauka með fimm mörkum, 27-22, og þegar upp var staðið var sigur Gróttu nokkuð öruggur. Heimastúlkur tóku yfirhöndina strax í byrjun og náðu fljótlega þriggja marka forystu, 5-2. Hauka- stúlkur voru þó aldrei langt undan og náðu tvisvar að jafna leikinn, 6- 6 og 8-8, en þá tóku Gróttustúlkur kipp og höfðu þriggja marka for- skot í hálfleik, 11-8. Sú forysta var ekki síst að þakka markverði Gróttu, Írisi Björk Símonardóttur, sem varði hvorki fleiri né færri en 12 skot í fyrri hálfleiknum og oft úr dauðafærum. Haukar byrjuðu síðari hálfleik- inn nokkuð vel og náðu að minnka muninn í eitt mark en lengra kom- ust þær ekki. Við tók ótrúlegur kafli hjá Gróttu og um miðjan síð- ari hálfleik leiddu heimastúlkur með átta mörkum og allt virtist stefna í stórsigur Gróttu. Haukar neituðu þó að játa sig sigraða, vörnin fór að vinna betur saman og í kjölfarið fengu þær hraðaupphlaup sem nýttust vel. Haukar skoruðu fimm mörk í röð en það virtist hins vegar hafa tekið mikla orku úr Haukastelp- unum. Grótta róaðist í sínum sóknarleik og kláraði leikinn af öryggi. Öruggur sigur Gróttu var því staðreynd og liðið er með tíu stig eftir sex leiki, en Haukar eru enn með átta stig. „Ég er mjög ánægður með þennan leik. Við náðum að þétta vörnina og fengum góða mark- vörslu í kjölfarið. Íris var að verja mjög vel úr öllum stöðum,“ sagði ánægður þjálfari Gróttu, Alfreð Örn Finnsson. „Það er ótrúlegt hvað þetta Haukalið getur skorað mörg mörk á stuttum tíma. Við vorum tveimur eða þremur mörk- um yfir í fyrri hálfleik og þær jöfnuðu á rúmlega 30 sekúndum og þessi kafli kom aftur í síðari hálfleik og þær náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk. En ég átti leikhlé eftir og það var mjög dýrmætt.“ Einar Jónsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki eins sáttur og Alfreð. „Það kom þarna 12 mín- útna kafli í síðari hálfleik þar sem við erum hreinlega ekki með í leiknum og þær klára í rauninni leikinn þá. Það var engin árásar- girni og við vorum ekki að komast í skotfæri. Íris varði stórkostlega í fyrri hálfleik og það gerði gæfu- muninn,“ sagði Einar eftir leik- inn. dagur@frettabladid.is Íris Björk afgreiddi Hauka Grótta vann öruggan sigur á Haukum í toppslag DHL-deildar kvenna í gær. Grótta hafði yfirhöndina allan leikinn en lokatölur urðu 27-22. ÖRUGGUR SIGUR Þórunn Friðriksdóttir er hér komin í gott færi en Erna Þráinsdóttir brýtur á henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Það er óhætt að segja að Stjörnustúlkur verði ekki auð- sigraðar í vetur miðað við þá kennslustund sem þær tóku lið Fram í í Ásgarði. Þær bókstaflega slógu eign sinni á leikinn allt frá fyrstu mínútu og unnu verðskuld- aðan sigur, 39-18. Það var mikill getumunur á lið- unum tveimur sem mættust í Ásgarði í gær. Stjörnustúlkur tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks. Leikur þeirra var beinskeyttur og vörnin virkaði afar traust og hleypti fáum skotum í gegn auk þess sem sprækur markvörður þeirra, Florentina Grecu, átti góðan leik í fyrri hálfleik. Á móti ein- kenndi ráðaleysi leik Framstúlkna. Þær voru hikandi í leik sínum og misstu boltann alltof oft í sókn sem leiddi til hraðaupphlaupa Stjörnu- stúlkna. Staðan í hálfleik 16-7. Seinni hálfleikur var endurtekn- ing af þeim fyrri. Stjarnan nýtti breiddina í hópnum vel og bætti stöðugt við afgerandi forystu sína og það var erfitt annað en að vor- kenna Framstúlkum sem reyndu af veikum mætti að svara andstæð- ingum sínum en án árangurs. Loka- tölur urðu sem fyrr segir 39-18. Bestar í liði Stjörnunnar voru þær Rakel Dögg Bragadóttir sem átti stórleik bæði í vörn og sókn og Sólveig Lára Kjærnested sem var skeinuhætt í sóknarleik Stjörnunn- ar. Í liði Fram var einna helst Þórey Rósa Stefánsdóttir sem eitthvað kvað að. „Við unnum þennan leik aðal- lega á sterkri vörn og hraðaupp- hlaupum,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir hjá Stjörnunni. „Við erum líkamlegra sterkari núna en í fyrra og það er bara að vona að við getum haldið þessu formi út leiktíðina,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir - sk Spútniklið Fram sá aldrei til sólar gegn hinu öfluga Stjörnuliði í Garðabæ: Stjörnustúlkur í feiknaformi KOMA SVO Stjörnustúlkan Jóna Margrét Ragnarsdóttir brýst hér í gegnum vörn Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.