Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.01.1979, Blaðsíða 13
I Sunnudagur 28. janúar 1979 13 um félagslega hegöun hins upprunalega villihests. Hestur ver mestum tima sin- -um til hvildar og beitar, svo rannsókn sem þessi þarf langan tima, til þessaö rekja hin flóknu samskipti innan hópsins. Þeir sem eiga og riöa þessum hest- um, eru vel kunnir háþróuöum skynfærum þeirra og þvi „máli” semþeirnotaogoft felst aöeins i lítilli hreyfingu höfuös- ins og-eyrnanna. Ef til vill eru árásarkenndir tilburöir mest áberandi allt frá illskulegu biti og höggum, til þess aö þeir leggja kollhUfur. Vingjarnlegt viömót má sjá af þvi þegar hestarnir kljást, bregöa á leik eða eru langdvölum saman. Likt og flest dýr önnur eiga hestar nánustu samskipti viö næstu ættingja sina Strax eftir fæöingu veröur vart tilhneiging- ar hjá folaldinu til þess aö elta svo aö segja hvern þann hlut sem erá hreyfingu. Aftur á móti veldur nærvera merarinnar og tilhneiging hennar til að fæla burt aðra hesta, sem of ná- lægtkoma þvi, aö folaldið gerist fylgispakt móöur sinni. Þaö hefur auövitaö veriö mikilvægt atriöi meðal villihestanna aö folaldiö fylgdi móðurinni þétt eftir, á þeim löngu dagleiöum sem villihestarnir hafa farið. Folaldiö er vaniö af spena þegar þaö er um þaö bil átta mánaða gamalt og á merin sjálf hér drjúgan hlut aö máli meö þvi aö gera sig til alls hins versta liklega , þegar þaö nálg- ast hana til þess aö s júga. Samt er folaldiö mikiö meö móöur sinni eftir þetta og bræörum sin- um og systrum. Fjölskyldu- hópar sem merin og folald hennar mynda,ársgamalt tryppi og ef til vill tveggja ára; eru mjög áberandi, þegar stóöiö er aö hvila sig á ferö um mörkina og á sumrum, þegar hrossaflug- an lætur mest aö sér kveöa. Þeg- ar áreitni flugnanna er mest, safnast hrossin saman á ber- svæöi þar sem vel er opiö fyrir vindum. Þar hópast fjölskyldur saman og i sifelldu nudda hross- in sér saman og berja hvert annaö utan meö taglinu. Hafa rannsóknarmenn La Tour du Valat getaö sýnt fram á aö hrossin hafa minna ónæöi af flugunum á berangri þessum en þegar þau eru á beitarland- inu. Að f jölskyldulifinu slepptu eru hrossin langdvölum meö jafn- öldrum. A vorin má sjd folöldin ærslast og leika sér og yngri hrossin eiga sér gjarna ein- hverja uppáhalds félaga. Meöal eldri hrossanna viröist klárun- um gjarnara aö bregöa á leik en hryssunum og stundum minna leikirnir á réttnefndan bardaga, meö stympingum, bitum I háls og fætur andstæðingsins og fleiru sliku. Hjá merunum er sjaldgæfara aö sjá verulega ástúölega tilburöi en þær eiga oft sérstaka vini, gjarna á likum aldri eöa af likri valdastööu inn- an stóösins. Merarnar eru samt miklu árásargjarnari en yngri dýrin og „valdaklikur” gegna mikilvægu hlutverki i sam- skiptum þeirra. Slikar klikur er viöa aö finna meöal dýra sem búa saman I flokkum og byggist staöa hvers einstaklings á aldri stærö styrkleika eöa skaplyndi. Meöal Camargue hrossanna er aldurinn ef til vill einhver mikil- vægasti þátturinn, þar sem hestarnir veröa sér betur meö- vitandi um stööu sina eftir þvi sem þeir eldast. 1 stóöi sem þvi er visinda- mennirnir fylgdust meö varö hátterni ungu hestanna öröugra aö sjá fyrir þegar þeir voru orönir tveggja ára. Þegar rann- sóknirnar hófust voru i stóðinu graðfoli og sjö merar auk fol- alda þeirra og tryppa. Eftir tvö og hálft ár höföu allir ungu folarnir yfirgefið stóöiö og myndaö sérstakan hóp eftir aö þeim haföi ýmist verið bolaö burtu af graöfolanum, eða fariö burt af eigin hvötum. Graðfol- inn bolaöi enn ungri meri út úr stóðinu, sem þegar gekk I flokk piparsveinanna. Voriö eftir hófu ungu hestarnir að sýna stóöinu aukinn áhuga þegar hryssurnar voru I hestalátum og eltu þeir þá stóöiö á feröum þess. Loks tókst elsta folanum aö leiöa eina hryssu og folald hennar frá stóöinu og mynda þannig nýtt stóö. Breytingar uröu tiðar i kjölfar þess. Flokkur yngstu folanna leystistuppogþeir gengu f flokk meö ööru hvoru hinna stóöanna og tókst stundum meö árangri aö tæla eina meri til fylgilags viö sig sem svovarö upphafiö aö myndun enn nýs stóös. Upp- runalega stóöiö minnkaöi óöum eftir þvi sem folinn mátti sjá á bak fleirum mera sinna til ann- arrastóöaogfola. Auötældastar sýndust hryssurnar vera sícömmu eftir aö þær höföu kastað en þá sýndist áhugi þeirra á öörum meölimum stóðsins minni. Ung dýr af báðum kynjum tóku nú að skipta alloft um flokk og án þess aö graöfolinn ætti hlut aö máli. Nú,nærrifimmárum eftir aö rannsóknin hófst, eiga slikar breytingar sér enn stað og koma má auga á fimm flokka einn þar sem ungir hestar eru ráðandi og aöra sem eru fjölkvænishópar eins eða tveggja graöhesta og mera þeirra. Aldrei veröur sagt meö vissu aö hve miklu marki þessi hegðun ber svip af háttum Camargue hestanna i árdaga. Afar óliklegt er aö hún hafi verið nákvæmlega eins. Samt bersú „þjóðfélagsuppbygging”, sem þarna er lýst svipmót af háttum annarra villtra hesta og zebradýra. Hér má finna dæmi um einingar sem saman standa af folaog einniog upp I sexmer- um og einstaka hópa ungra fola. Þeir yfirgefa stóöiö um þaö bil tveggja ára, vanalega af eig- in hvötum, ef til vill I leit a ö leik- félögum. Svo virðist vera sem mestu máli skipti um æviferil ungu hryssanna hvenær þær lenda fyrst I hestalátum. Meöal zebradýra verður hegöun þeirra mjög sérstök um það skeiö og fer ekki fram hjá karl- peningnum, hvernig ástatt er um þær. Þær kunna aö skipta nokkrum sinnum um hóp, ýmist af eiginhvötum eöa vegna þess aö þær fylgja einhverjum folan- um eftir, en loks munu þær finna sér staö i einu stóöinu og halda sig þar um margra ára bil. Viöast þar sem slikar lang- tima athuganir hafa veriö geröar má sjá aö sjaldgæft er að graöfolinn eigi afkvæmi meö dóttur sinni. Þegar þeir eldast, kunna þeir aö veröa aö láta i minni pokann fyrir yngri og kröftugri folum og á endanum kunna þeir að missa „kvenna- búr” sitt. Meöal zebradýra er tilhneiging meöal gamalla karldýra til þess aö fara einför- um til æviloka þegar svo er komiö. Rannsóknirnar á Camargue hestunum munuþurfa aö standa allmörg ár enn áöur en sagan getur talist sögö. Samt er ljóst aö eftir mörg ár undir handar- jaðri mannsins og jafnvel aldir, býr með þessum hestum eitt- hvað af þeim háttum sem þeir fylgdu i fyrnsku og hæfileiki til þess aö fylgja flóknum félags- legum siðvenjum. EFTIRSÓTTASTA BiFREIÐIN AUSTAN TJALDS Margra mánaða afgreiðslufrestur ti! fjölmargra /anda Sýningarbíll á staðnum Til afgreiðslu strax á verði sem flestir ráða við TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Sterkasti fólksbíllinn á markaðinum Hann er byggður á grind, með 65 hestafla tvigengisvé/ fgamla Saab-véiin) Gormar á öllum hjólum og billinn þvi dúnmjúkur. Eiginleikar biisins i lausamöl og á holóttum vegi eru frábærir. Sedan og Station, sem er mjög... rúmgóður og bjartur. Dragið ekki að panta bilinn. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.